Kaupa íslenskan fjártæknirisa á mörg hundruð milljónir Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 26. júlí 2018 07:00 Libra selur hugbúnað sinn til fjármálafyrirtækja á Íslandi og hefur náð mjög stórri markaðshlutdeild. Vísir/Getty Viðskipti Hollenska fyrirtækið Five Degrees, sem er að hluta til í eigu tveggja fyrrverandi starfsmanna Landsbankans í Lúxemborg og Hollandi, hefur keypt allt hlutaféð í íslenska fjártæknifyrirtækinu Libra. Kaupverðið hleypur á nokkur hundruð milljónum króna, að sögn kaupandans „Í meginatriðum höfum við verið að búa til hugbúnað fyrir verðbréfaumsýslu annars vegar og lánaumsýslu hins vegar,“ segir Þórður Gíslason, framkvæmdastjóri og einn eigenda Libra, í samtali við Fréttablaðið.Þórður Gíslason, framkvæmdastjóri og einn eigneda Libra.AðsendSögu félagsins má rekja aftur til ársins 1996 þegar hafin var vinna við þróun hugbúnaðar fyrir fjármálamarkaðinn innan fyrirtækisins Tölvumynda sem síðar varð TM Software. Stofnað var dótturfélag utan um hugbúnaðarþróunina árið 2001 sem fékk heitið Libra. Í janúar 2006 var Libra selt út úr TM Software til Nasdaq OMX sem aftur seldi félagið árið 2009 til Þórðar, fjárfesta og starfsfólks. „Libra hefur ekki verið áberandi fyrirtæki í gegnum árin, og hefur okkur liðið ágætlega með það. Við störfum á afmörkuðum markaði á Íslandi og erum vel þekkt á meðal fjármálafyrirtækja,“ segir Þórður. Libra velti 497 milljónum á árunum 2017 sem var átta prósentum meiri velta en árið á undan. Hagnaður félagsins nam 15 milljónum króna samanborið við 51 milljón árið 2016. Þórður segir að kaupverðið hafi verið greitt í reiðufé. Eigendur og starfsfólk Libra eignist þannig engan hlut í sameinuðu fyrirtæki Libra og Five Degrees. Þórður átti 67 prósenta hlut í Libra fyrir samrunann á móti 15 öðrum hluthöfum sem áttu allir minna en 10 prósenta hlut. „Við höfum undanfarin misseri leitað vaxtarleiða til að styðja enn betur við viðskiptavini okkar og íslenskan fjármálamarkað,“ segir Þórður.Björn Hólmþórsson, einn stofnefnda Five Degrees.aðsendÆtluðu að stofna banka Five Degrees sérhæfir sig í hugbúnaðarlausnum fyrir banka og fjármálafyrirtæki. Björn Hólmþórsson er einn af stofnendum Five Degrees en hann var áður yfirmaður tölvudeildar hjá Landsbankanum í Lúxemborg. Hann stofnaði Five Degrees árið 2009 ásamt tveimur öðrum meðstofnendum, þar á meðal Martijn Hohmann sem hafði umsjón með rekstri IceSave í Hollandi. „Eftir fjármálahrunið ætluðum við upphaflega að stofna banka en það gekk ekki eftir enda var ekki verið að gefa út bankaleyfi í Evrópu á þessum tíma,“ segir Björn. Þá sneru stofnendurnir sér að því að þróa hugbúnað fyrir fjármálafyrirtæki og lönduðu fljótlega samningi við nýjan banka sem hollenska tryggingafyrirtækið Aegon hafði komið á laggirnar. Réðu hönnuði IceSave Ráðnir voru fimm fyrrverandi starfsmenn Landsbankans í Lúxemborg sem höfðu komið að því að hanna og þróa netbankalausnir á borð við IceSave. Five Degrees keypti síðan tölvukerfi af þrotabúi Landsbankans í Lúxemborg og hefur vaxið hratt á síðustu árum. Velta fyrirtækisins nam meira en 12 milljónum evra, jafngildi 1,7 milljarða króna, á síðasta ári. Björn segist ánægður með kaupin á Libra enda ætli Five Degrees að ná leiðandi stöðu á markaði stafrænnar bankaþjónustu á alþjóðlegum vettvangi. Hann segir kaupverðið trúnaðarmál en staðfestir að það hlaupi á nokkrum milljónum evra, eða sem nemur nokkur hundruð milljónum króna. thorsteinn@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira
Viðskipti Hollenska fyrirtækið Five Degrees, sem er að hluta til í eigu tveggja fyrrverandi starfsmanna Landsbankans í Lúxemborg og Hollandi, hefur keypt allt hlutaféð í íslenska fjártæknifyrirtækinu Libra. Kaupverðið hleypur á nokkur hundruð milljónum króna, að sögn kaupandans „Í meginatriðum höfum við verið að búa til hugbúnað fyrir verðbréfaumsýslu annars vegar og lánaumsýslu hins vegar,“ segir Þórður Gíslason, framkvæmdastjóri og einn eigenda Libra, í samtali við Fréttablaðið.Þórður Gíslason, framkvæmdastjóri og einn eigneda Libra.AðsendSögu félagsins má rekja aftur til ársins 1996 þegar hafin var vinna við þróun hugbúnaðar fyrir fjármálamarkaðinn innan fyrirtækisins Tölvumynda sem síðar varð TM Software. Stofnað var dótturfélag utan um hugbúnaðarþróunina árið 2001 sem fékk heitið Libra. Í janúar 2006 var Libra selt út úr TM Software til Nasdaq OMX sem aftur seldi félagið árið 2009 til Þórðar, fjárfesta og starfsfólks. „Libra hefur ekki verið áberandi fyrirtæki í gegnum árin, og hefur okkur liðið ágætlega með það. Við störfum á afmörkuðum markaði á Íslandi og erum vel þekkt á meðal fjármálafyrirtækja,“ segir Þórður. Libra velti 497 milljónum á árunum 2017 sem var átta prósentum meiri velta en árið á undan. Hagnaður félagsins nam 15 milljónum króna samanborið við 51 milljón árið 2016. Þórður segir að kaupverðið hafi verið greitt í reiðufé. Eigendur og starfsfólk Libra eignist þannig engan hlut í sameinuðu fyrirtæki Libra og Five Degrees. Þórður átti 67 prósenta hlut í Libra fyrir samrunann á móti 15 öðrum hluthöfum sem áttu allir minna en 10 prósenta hlut. „Við höfum undanfarin misseri leitað vaxtarleiða til að styðja enn betur við viðskiptavini okkar og íslenskan fjármálamarkað,“ segir Þórður.Björn Hólmþórsson, einn stofnefnda Five Degrees.aðsendÆtluðu að stofna banka Five Degrees sérhæfir sig í hugbúnaðarlausnum fyrir banka og fjármálafyrirtæki. Björn Hólmþórsson er einn af stofnendum Five Degrees en hann var áður yfirmaður tölvudeildar hjá Landsbankanum í Lúxemborg. Hann stofnaði Five Degrees árið 2009 ásamt tveimur öðrum meðstofnendum, þar á meðal Martijn Hohmann sem hafði umsjón með rekstri IceSave í Hollandi. „Eftir fjármálahrunið ætluðum við upphaflega að stofna banka en það gekk ekki eftir enda var ekki verið að gefa út bankaleyfi í Evrópu á þessum tíma,“ segir Björn. Þá sneru stofnendurnir sér að því að þróa hugbúnað fyrir fjármálafyrirtæki og lönduðu fljótlega samningi við nýjan banka sem hollenska tryggingafyrirtækið Aegon hafði komið á laggirnar. Réðu hönnuði IceSave Ráðnir voru fimm fyrrverandi starfsmenn Landsbankans í Lúxemborg sem höfðu komið að því að hanna og þróa netbankalausnir á borð við IceSave. Five Degrees keypti síðan tölvukerfi af þrotabúi Landsbankans í Lúxemborg og hefur vaxið hratt á síðustu árum. Velta fyrirtækisins nam meira en 12 milljónum evra, jafngildi 1,7 milljarða króna, á síðasta ári. Björn segist ánægður með kaupin á Libra enda ætli Five Degrees að ná leiðandi stöðu á markaði stafrænnar bankaþjónustu á alþjóðlegum vettvangi. Hann segir kaupverðið trúnaðarmál en staðfestir að það hlaupi á nokkrum milljónum evra, eða sem nemur nokkur hundruð milljónum króna. thorsteinn@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira