Fótbolti

Atletico lét eitt mark duga gegn C-deildarliði

Anton Ingi Leifsson skrifar
Simone og hans menn eru komnir áfram.
Simone og hans menn eru komnir áfram. vísir/getty
Atletico Madrid lét eitt mark duga er þeir slógu út D-deildarliðið Sant Andreu á útivelli í spænska bikarnum í kvöld.

Lokatölur urðu 1-0 en eina markið skoraði Gelson Martins á 33. mínútu. Martins er Portúgalskur kantmaður sem er 23 ára gamall.

Atletico er því komið áfram en Valencia er einnig komið áfram eftir 2-1 sigur á C-deildarliðinu Ebro. Ebro komst í 1-0 en tvö mörk Santi Mina skaut Valencia í næstu umferð.

Levante þarf að spila aftur gegn Lugo og einnig þurfa Leganes og Rayo Vallecano að mætast aftur eftir að hafa gert jafntefli í kvöld.

Real Madrid og Barcelona eru svo í eldlínunni á morgun og mæta bæði C-deildarliði á útivelli. Real spilar gegn Melilla og Barcelona gegn Leonesa.

Úrslit kvöldsins:

Ebro - Valencia 1-2

Lugo - Levante 1-1

Leganes - Rayo Vallecano 2-2

Sant Andreu - Atletico Madrid 0-1




Fleiri fréttir

Sjá meira


×