Sá þriðji neitar sök í Icelandair-málinu Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. október 2018 10:30 Mennirnir eru sagðir hafa hagnast af upplýsingum sem fruminnherjinn í hópnum lak til þeirra. Vísir/vilhelm Kristján Georg Jósteinsson neitaði sök þegar þinghaldi var framhaldið í Icelandair-innherjasvikamálinu svokallaða. Allir þeir sem ákærðir eru í málinu hafa því tekið samhljóða afstöðu til ákærunnar, en þeir Kjartan Jónsson og Kjartan Berg Jónsson sögðust saklausir þegar málið var þingfest í júní síðastliðnum. Þá var Kristján fjarverandi, en hann er búsettur erlendis. Mennirnir þrír eru ákærðir fyrir innherjasvik eða hlutdeild í slíku broti. Talið er að þeir hafi notfært sér upplýsingar frá Kjartani, sem hafði stöðu fruminnherja, í viðskiptum með hlutabréf í Icelandair og hagnast um rúmlega 61 milljón króna með gjörningnum. Sjá einnig: Taldir hafa grætt um 61 milljón króna með svikum í IcelandairKristján Georg er fyrrverandi eigandi félagsins Fastreks, sem hét áður VIP Travel. Félagið er einnig ákært í málinu en viðskiptin með hlutabréfin voru gerð í nafni félagsins. VIP Travel var eitt sinn tengt kampavínsklúbbnum VIP Club en greiðslur til klúbbsins fóru í gegnum félagið. Nánar má fræðast um fléttuna hér. Að sögn Finns Þórs Vilhjálmssonar, saksóknara málsins, er stefnt á aðalmeðferð í janúar. Finnur segir þó að þinghaldi verði framhaldið á morgun, því fram séu komnar gagnkröfur frá verjendum mannanna sem þurfi að taka afstöðu til. Dómsmál Icelandair Innherjasvik hjá Icelandair Tengdar fréttir Neituðu sök í Icelandair-málinu Mennirnir voru ákærðir fyrir innherjasvik eða hlutdeild í slíku broti en talið er að þeir hafi notfært sér innherjaupplýsingar í viðskiptum með hlutabréf í Icelandair og hagnast um rúmlega 61 milljón króna með gjörningnum. 28. júní 2018 12:02 Taldir hafa grætt um 61 milljón króna með svikum í Icelandair Innherjasvikamál fyrrverandi forstöðumanns leiðakerfisstjórnunar Icelandair, auk tveggja annarra, verður þingfest í vikunni. Talið er að brot mannanna hafi staðið yfir í rúmlega sextán mánuði. 25. júní 2018 08:00 Mest lesið Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti innlent Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar Viðskipti innlent Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Viðskipti innlent Skarphéðinn til Sagafilm Viðskipti innlent Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Viðskipti innlent „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Sjálfkjörið í stjórn Símans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Sjá meira
Kristján Georg Jósteinsson neitaði sök þegar þinghaldi var framhaldið í Icelandair-innherjasvikamálinu svokallaða. Allir þeir sem ákærðir eru í málinu hafa því tekið samhljóða afstöðu til ákærunnar, en þeir Kjartan Jónsson og Kjartan Berg Jónsson sögðust saklausir þegar málið var þingfest í júní síðastliðnum. Þá var Kristján fjarverandi, en hann er búsettur erlendis. Mennirnir þrír eru ákærðir fyrir innherjasvik eða hlutdeild í slíku broti. Talið er að þeir hafi notfært sér upplýsingar frá Kjartani, sem hafði stöðu fruminnherja, í viðskiptum með hlutabréf í Icelandair og hagnast um rúmlega 61 milljón króna með gjörningnum. Sjá einnig: Taldir hafa grætt um 61 milljón króna með svikum í IcelandairKristján Georg er fyrrverandi eigandi félagsins Fastreks, sem hét áður VIP Travel. Félagið er einnig ákært í málinu en viðskiptin með hlutabréfin voru gerð í nafni félagsins. VIP Travel var eitt sinn tengt kampavínsklúbbnum VIP Club en greiðslur til klúbbsins fóru í gegnum félagið. Nánar má fræðast um fléttuna hér. Að sögn Finns Þórs Vilhjálmssonar, saksóknara málsins, er stefnt á aðalmeðferð í janúar. Finnur segir þó að þinghaldi verði framhaldið á morgun, því fram séu komnar gagnkröfur frá verjendum mannanna sem þurfi að taka afstöðu til.
Dómsmál Icelandair Innherjasvik hjá Icelandair Tengdar fréttir Neituðu sök í Icelandair-málinu Mennirnir voru ákærðir fyrir innherjasvik eða hlutdeild í slíku broti en talið er að þeir hafi notfært sér innherjaupplýsingar í viðskiptum með hlutabréf í Icelandair og hagnast um rúmlega 61 milljón króna með gjörningnum. 28. júní 2018 12:02 Taldir hafa grætt um 61 milljón króna með svikum í Icelandair Innherjasvikamál fyrrverandi forstöðumanns leiðakerfisstjórnunar Icelandair, auk tveggja annarra, verður þingfest í vikunni. Talið er að brot mannanna hafi staðið yfir í rúmlega sextán mánuði. 25. júní 2018 08:00 Mest lesið Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti innlent Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar Viðskipti innlent Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Viðskipti innlent Skarphéðinn til Sagafilm Viðskipti innlent Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Viðskipti innlent „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Sjálfkjörið í stjórn Símans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Sjá meira
Neituðu sök í Icelandair-málinu Mennirnir voru ákærðir fyrir innherjasvik eða hlutdeild í slíku broti en talið er að þeir hafi notfært sér innherjaupplýsingar í viðskiptum með hlutabréf í Icelandair og hagnast um rúmlega 61 milljón króna með gjörningnum. 28. júní 2018 12:02
Taldir hafa grætt um 61 milljón króna með svikum í Icelandair Innherjasvikamál fyrrverandi forstöðumanns leiðakerfisstjórnunar Icelandair, auk tveggja annarra, verður þingfest í vikunni. Talið er að brot mannanna hafi staðið yfir í rúmlega sextán mánuði. 25. júní 2018 08:00