New England Patriots lenti óvænt í miklum vandræðum gegn Buffalo Bills í nótt en hafði sigur, 25-6. Hlutirnir ekki að ganga upp hjá Tom Brady og því steig vörnin upp og bjargaði leiknum fyrir Patriots.
Sóknarleikurinn var óvenju stirður hjá Patriots í fyrri hálfleik og liðið skoraði aðeins vallarmörk. Staðan í hálfleik 3-9 fyrir Patriots.
Tvö vallarmörk voru skoruð í þriðja leikhluta og leikurinn enn galopinn fyrir lokafjórðunginn. 6-12 fyrir Pats.
Eftir mikið erfiði í langri sókn tókst Patriots loksins að skora snertimark er 10 mínútur voru eftir af leiknum. Vörn Patriots hafði þá stolið boltanum af Bills og komið sókninni af stað. Vörnin stal svo boltanum í næstu sókn Bills og skilaði boltanum alla leið fyrir snertimarki. Leik lokið.
Brady kláraði 29 af 45 sendingum sínum fyrir 324 jördum en engu snertimarki. Julian Edelman greip boltann fyrir 104 jördum. Derek Anderson átti ágætan leik í leikstjórnandastöðu Bills með 290 jarda og einn tapaðan bolta sem var ansi dýr.
Patriots er nú 6-2 en Bills er 2-6.
Hér má sjá helstu tilþrif leiksins.
Vörnin bjargaði Brady
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið


Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar
Enski boltinn



Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd
Íslenski boltinn

Adam Ægir á heimleið
Íslenski boltinn



Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum
Enski boltinn

Grealish og Foden líður ekki vel
Enski boltinn
Fleiri fréttir
