Hornsteinn lagður að nýrri aflstöð: „Blessun fylgi Búrfellsstöð II“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. júní 2018 20:00 Búrfellsstöð II, átjánda aflstöð Landsvirkjunar, var gangsett í dag. Stöðvarhús virkjunarinnar er neðanjarðar en með stöðinni eykst orkugeta raforkuversins um allt að 300 GWst. Í ár eru hundrað ár síðan fyrstu hugmyndir að virkjun á milli Búrfells og Sámsstaðamúla komu fram en stöðin sem gangsett var í dag er einmitt staðsett þar, nokkur hundruð metra inni í Sámstaðaklifi. Við hönnun hennar var leitast við að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif framkvæmdanna og nýtir stöðin inntakslón og önnur veitumannvirki Búrfellsstöðvar. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson lagði hornstein að nýju stöðinni við hátíðlega athöfn og naut við það aðstoðar Ásbjargar Kristinsdóttur, yfirverkefnisstjóra framkvæmdarinnar, sem er fyrst kvenna til að gegna því hlutverki við samskonar verkefni. Uppsett afl nýrrar stöðvar er 100 MW með einni vél en gert er ráð fyrir að síðar verði hægt að stækka stöðina um allt að 40 MW. „Blessun fylgi Búrfellsstöð II,“ sagði forsetinn er hornsteinninn var kominn á sinn stað.Búrfellsstöð II er neðanjarðar, í Sámstaðaklifi á milli Búrfells og Sámsstaðamúla.Vísir/EgillÞá fluttu forsvarsmenn Landsvirkjunar ávarp auk Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra sem gaf skipun til stjórnstöðvar Landsvirkjunar um gangsetningu aflstöðvarinnar sem er meðalstór í samanburði við aðrar aflstöðvar Landsvirkjunar hér á landi. „Hún hefur mikla þýðingu sem styrking á raforkuframleiðslu í landinu, styrkir kerfið okkar, eykur atvinnutækifæri, styrkir stöðu Landsvirkjunar og er mikið framfaramál,“ segir Bjarni. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir verkefnið heilt yfir hafa gengið vel en kostnaður við verkefnið nam um 17 milljörðum króna. „Með þessari virkjum erum við að nýta orkuna á þessu svæði betur, við byggðum gömlu Búrfellsstöðina fyrir um 50 árum síðan. Síðan hefur rennsli verið að aukast þannig að það var möguleiki að nýta það enn betur og það er hlutverk okkar að gera það,“ segir Hörður. „Okkur tókst líka að lágmarka umhverfisáhrifin sem er líka mikið áhersluatriði hjá okkur,“ bætir Hörður við.Vatnið fellur 110 metra Verkís sá um hönnun virkjunarinnar og voru byggingaframkvæmdir í höndum samsteypufyrirtækis Íslenskra aðalverktaka, Marti Contractors og Marti Tunnelbau að því er segir í tilkynningu frá Landsvirkjun. Verkeftirlit á staðnum var í höndum Landsvirkjunar en Mannvit kom að eftirliti með byggingarframkvæmdum. Þá framleiddi Andritz Hydro vél- og rafbúnað og DSD-NOELL lokur og þrýstivatnspípu. Framkvæmdir við verkefnið hófust í apríl 2016 en vatn er tekið úr inntakslóni Búrfellsstöðvar, Bjarnalóni. Úr inntakslóni er 370 metra langur aðrennslisskurður sem liggur fram undir brún Sámsstaðaklifs að inntaki stöðvar. Þaðan fellur vatnið síðan niður um 110 metra löng fallgöng að stöðvarhúsi og þaðan er vatninu síðan veitt út í frárennslisskurð sem leiðir það út í Fossá.Forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson, lagði hornstein að Búrfellsstöð II og fjármála- og efnahagsráðherra, Bjarni Benediktsson, gangsetti stöðina. Á myndinni eru, frá vinstri: Hörður Arnarson forstjóri, Ragna Árnadóttir aðstoðarforstjóri, Guðni, Jónas Þór Guðmundsson stjórnarformaður, Ásbjörg Kristinsdóttir yfirverkefnisstjóri framkvæmdarinnar, Bjarni og Gunnar Guðni Tómasson, framkvæmdastjóri framkvæmdasviðs.Landsvirkjun Tengdar fréttir Rennslið minnkar meira um Þjófafoss og Tröllkonuhlaup Rennsli um tvo af kunnustu fossum Þjórsár, Þjófafoss og Tröllkonuhlaup, skerðist enn meira frá því sem nú er eftir að Búrfellsstöð 2 verður gangsett síðar í vikunni. 25. júní 2018 21:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Búrfellsstöð II, átjánda aflstöð Landsvirkjunar, var gangsett í dag. Stöðvarhús virkjunarinnar er neðanjarðar en með stöðinni eykst orkugeta raforkuversins um allt að 300 GWst. Í ár eru hundrað ár síðan fyrstu hugmyndir að virkjun á milli Búrfells og Sámsstaðamúla komu fram en stöðin sem gangsett var í dag er einmitt staðsett þar, nokkur hundruð metra inni í Sámstaðaklifi. Við hönnun hennar var leitast við að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif framkvæmdanna og nýtir stöðin inntakslón og önnur veitumannvirki Búrfellsstöðvar. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson lagði hornstein að nýju stöðinni við hátíðlega athöfn og naut við það aðstoðar Ásbjargar Kristinsdóttur, yfirverkefnisstjóra framkvæmdarinnar, sem er fyrst kvenna til að gegna því hlutverki við samskonar verkefni. Uppsett afl nýrrar stöðvar er 100 MW með einni vél en gert er ráð fyrir að síðar verði hægt að stækka stöðina um allt að 40 MW. „Blessun fylgi Búrfellsstöð II,“ sagði forsetinn er hornsteinninn var kominn á sinn stað.Búrfellsstöð II er neðanjarðar, í Sámstaðaklifi á milli Búrfells og Sámsstaðamúla.Vísir/EgillÞá fluttu forsvarsmenn Landsvirkjunar ávarp auk Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra sem gaf skipun til stjórnstöðvar Landsvirkjunar um gangsetningu aflstöðvarinnar sem er meðalstór í samanburði við aðrar aflstöðvar Landsvirkjunar hér á landi. „Hún hefur mikla þýðingu sem styrking á raforkuframleiðslu í landinu, styrkir kerfið okkar, eykur atvinnutækifæri, styrkir stöðu Landsvirkjunar og er mikið framfaramál,“ segir Bjarni. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir verkefnið heilt yfir hafa gengið vel en kostnaður við verkefnið nam um 17 milljörðum króna. „Með þessari virkjum erum við að nýta orkuna á þessu svæði betur, við byggðum gömlu Búrfellsstöðina fyrir um 50 árum síðan. Síðan hefur rennsli verið að aukast þannig að það var möguleiki að nýta það enn betur og það er hlutverk okkar að gera það,“ segir Hörður. „Okkur tókst líka að lágmarka umhverfisáhrifin sem er líka mikið áhersluatriði hjá okkur,“ bætir Hörður við.Vatnið fellur 110 metra Verkís sá um hönnun virkjunarinnar og voru byggingaframkvæmdir í höndum samsteypufyrirtækis Íslenskra aðalverktaka, Marti Contractors og Marti Tunnelbau að því er segir í tilkynningu frá Landsvirkjun. Verkeftirlit á staðnum var í höndum Landsvirkjunar en Mannvit kom að eftirliti með byggingarframkvæmdum. Þá framleiddi Andritz Hydro vél- og rafbúnað og DSD-NOELL lokur og þrýstivatnspípu. Framkvæmdir við verkefnið hófust í apríl 2016 en vatn er tekið úr inntakslóni Búrfellsstöðvar, Bjarnalóni. Úr inntakslóni er 370 metra langur aðrennslisskurður sem liggur fram undir brún Sámsstaðaklifs að inntaki stöðvar. Þaðan fellur vatnið síðan niður um 110 metra löng fallgöng að stöðvarhúsi og þaðan er vatninu síðan veitt út í frárennslisskurð sem leiðir það út í Fossá.Forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson, lagði hornstein að Búrfellsstöð II og fjármála- og efnahagsráðherra, Bjarni Benediktsson, gangsetti stöðina. Á myndinni eru, frá vinstri: Hörður Arnarson forstjóri, Ragna Árnadóttir aðstoðarforstjóri, Guðni, Jónas Þór Guðmundsson stjórnarformaður, Ásbjörg Kristinsdóttir yfirverkefnisstjóri framkvæmdarinnar, Bjarni og Gunnar Guðni Tómasson, framkvæmdastjóri framkvæmdasviðs.Landsvirkjun
Tengdar fréttir Rennslið minnkar meira um Þjófafoss og Tröllkonuhlaup Rennsli um tvo af kunnustu fossum Þjórsár, Þjófafoss og Tröllkonuhlaup, skerðist enn meira frá því sem nú er eftir að Búrfellsstöð 2 verður gangsett síðar í vikunni. 25. júní 2018 21:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Rennslið minnkar meira um Þjófafoss og Tröllkonuhlaup Rennsli um tvo af kunnustu fossum Þjórsár, Þjófafoss og Tröllkonuhlaup, skerðist enn meira frá því sem nú er eftir að Búrfellsstöð 2 verður gangsett síðar í vikunni. 25. júní 2018 21:45