Fótbolti

„Tvímælalaus“ vilji KSÍ að halda Heimi

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Málið sem brennur á öllum eftir að þáttöku Íslands á HM lauk er mál Heimis Hallgrímssonar, hvort hann verði áfram með landsliðið. Guðni Bergsson segir KSÍ vilja halda Heimi.

„Það er tvímælalaust okkar vilji og við höfum tjáð Heimi það á undanförnum mánuðum. Við Heimir höfum rætt þetta í þó nokkur skipti og auðvitað hefðum við viljað vera búnir að ganga frá þessu en skiljum hans afstöðu,“ sagði formaðurinn við Eirík Stefán Ásgeirsson í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Heimir hefur gefið sér tvær vikur til þess að hugsa sig um áður en hann tekur ákvörðun um framhaldið.

Keppni í Þjóðardeild UEFA hefst í september og mun landsliðið ekkert koma saman fyrir þann tíma, svo því er ljóst að upp kæmi strembin staða fyrir KSÍ fari svo að Heimir rói á önnur mið.

„Við erum með plan B. Við erum með hugmyndir um það hvað við munum gera ef staðan verður sú að Heimir verður ekki áfram en við göngum út frá því að hann verði áfram,“ sagði Guðni Bergsson.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×