Fótbolti

Framganga landsliðsins skilaði Unicef átta milljónum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Frábærar frétitr.
Frábærar frétitr. vísir/getty
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er komið heim frá HM í Rússlandi en góðu fréttirnar halda áfram að berast af liðinu.

Alfreð Finnbogason og Gylfi Þór Sigurðsson skoruðu mörk Íslands á mótinu en nokkur íslensk fyrirtæki ákváðu að heita á hvert mark sem Ísland skoraði til styrktar Unicef.

Alvogen kom fyrst og ákvað að heita einni milljón á hvert mark en síðan komu Norðurál, Eimskip, Deloitte, Vörður tryggingar og Alvotech fylgdu í kjölfarið með styrkjum frá 250 til 500 þúsundum á liðið sjálft.

Alls söfnuðust átta milljónir fyrir Unicef og notar Unicef áheitir í að útvega leikjakassa sem innihalda fótbolta, ýmis leikföng, skólatöskur og námsgögn fyrir börn víða um heiminn.

Milljónirnar fjórar sem söfnuðust vegna marka Alfreðs og Gylfa gerðu Unicef kleift að kaupa 414 leikjakassa sem koma til góðra nota í löndum eins og Sýrlandi, Írak, Banglades og Jemen til dæmis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×