Erlent

Leita manns vegna líkfundar í tunnu

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Ástralska ögreglan vill ná tali af Zlatko Sikorsky
Ástralska ögreglan vill ná tali af Zlatko Sikorsky NEWS Corp AU
Ástralska lögreglan leitar nú manns sem grunaður er um að hafa myrt unga stúlku. Lík hennar fannst í tunnu á palli bíls sem talinn er vera í eigu mannsins.

Talið er að maðurinn, Zlatko Sikorsky, kunni að vera vopnaður og hefur lögreglan sagt almenningi að vera á varðbergi. Þeir sem kunni að rekast á hann eigi að forða sér og hringja í neyðarlínuna.

Leitin hófst á miðvikudag þegar lögreglunni barst tilkynning um svartan pallbíl, sem skilinn hafði verið eftir í íbúðarhverfi sunnan af borginni Brisbane. Við leit í bílnum fannst tunna á pallinum. Ofan í henni var lík - sem talið er vera af hinni sextán ára gömlu Larissu Beilby. Ekki er þó búið að bera kennsl á líkið, því það er sagt afar illa farið eftir veruna í tunnunni.

Ekkert hefur spurst til Larissu Beilby síðan 18. júní.News Corp AU
Fyrr um daginn hafði lögreglan heimsótt manninn í tengslum við hvarf stúlkunnar, en í samtali við Guardian segir rannsóknarlögreglumaður að þau hafi þekkst. Eftir heimsóknina er talið að maðurinn hafi stokkið upp í pallbílinn sinn og ekið burt á ógnarhraða.

Vitni segja að bíll mannsins sé illa farinn; skotför á rúðunum og á vélarhlífinni. Leit stendur ennþá yfir að manninum.

Hér að neðan má sjá myndband sem Guardian tók saman um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×