Oculis metið á fimm milljarða króna Helgi Vífill Júlíusson skrifar 28. júní 2018 06:00 Sjúkdómar í afturhluta augans eru meðhöndlaðir með augnástungum og tækni Oculis felur því í sér byltingu fyrir þá sjúklinga sem þjást af slíkum sjúkdómum. Fyrirtækið á rætur að rekja til Háskóla Íslands og Landspítalans. Oculis Lyfjaþróunarfyrirtækið Oculis, sem hefur þróað tækni við meðhöndlun augnsjúkdóma, var metið á 4,7 milljarða króna í bókum vaxtarsjóðsins Brunns við árslok 2017. Brunnur á tæplega 24 prósenta hlut í Oculis sem metinn var á 1,13 milljarða króna í ársreikningi fjárfestingarsjóðsins. Brunni er stýrt af Landsbréfum, dótturfélagi Landsbankans, og SA Framtaki GP. Fram kom í Markaðnum í janúar að Oculis hafi samið við leiðandi alþjóðlega vaxtarsjóði, Bay City Capital, Novartis Venture Fund og Pivotal bio Venture Partners, ásamt Brunni og Silfurbergi um 2,1 milljarðs króna hlutafjáraukningu. Lesa má úr ársreikningi sjóðsins að Brunnur hafi lagt lyfjaþróunarfyrirtækinu til 420 milljónir króna við það tilefni. Samhliða hlutafjáraukningunni var ákveðið að fyrirtækið opnaði nýjar höfuðstöðvar í Lausanne í Sviss. Oculis lauk við fjármögnun í júnímánuði árið 2016 sem leidd var af Brunni vaxtarsjóði og Silfurbergi, sem er í eigu Friðriks Steins Kristjánssonar, stofnanda Invest Farma. Þá var allt hlutafé þess metið á 699 milljónir króna og Brunnur átti 17 prósenta hlut. Virði þess tæplega sjöfaldaðist á milli ára. Oculis var stofnað árið 2003 af dr. Einari Stefánssyni, prófessor í augnlækningum, og dr. Þorsteini Loftssyni, prófessor í lyfjafræði. Þeir leiða enn rannsóknir og nýsköpun fyrirtækisins. Um er að ræða langsamlega stærstu eign Brunns því eignir hans námu samanlagt 1,5 milljörðum króna við árslok. Sjóðurinn safnaði fjórum milljörðum króna frá fjárfestum og óádregin loforð nema 2,7 milljörðum króna. Brunnur fjárfesti í tveimur nýjum verkefnum í fyrra: Ghostlamp og Visku learning. Miðað við bækur Brunns er allt hlutafé Ghostlamp metið á 208 milljónir króna og Visku learning á 404 milljónir króna. Brunnur á 24 prósenta hlut í Ghostlamp og tæplega 25 prósenta hlut í Visku. Sjóðurinn á tæplega 40 prósenta hlut í DT Equipment, og var allt hlutaféð metið á 345 milljónir króna, og rúmlega 28 prósenta hlut í ATMO Select. Sá hlutur var færður niður um 88 prósent á milli ára og var allt hlutafé fyrirtækisins metið á 18 milljónir króna í fyrra miðað við bækur sjóðsins. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir 2,1 milljarðs króna fjármögnun Oculis í höfn Alþjóðlegir vaxtarsjóðir hafa fjárfest fyrir rúma tvo milljarða króna í lyfjaþróunarfyrirtækinu Oculis. Fyrirtækið hyggst reisa höfuðstöðvar í Sviss en efla um leið starfsemi sína hér á landi. 4. janúar 2018 06:00 Lauf og Oculis fá 70 milljóna styrk Tækniþróunarsjóður hefur úthlutað 70 milljóna króna öndvegisstyrknum Sprett til sprotafyrirtækjanna Oculis og Lauf Forks. Félögin þurfa á móti að sýna fram á hlutafjáraukningu sem nemur jafnhárri upphæð og styrkurinn. 26. janúar 2017 09:48 Mest lesið Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljón fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Sætanýtingin aldrei verið betri í október Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Viðskipti innlent Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Sjá meira
Lyfjaþróunarfyrirtækið Oculis, sem hefur þróað tækni við meðhöndlun augnsjúkdóma, var metið á 4,7 milljarða króna í bókum vaxtarsjóðsins Brunns við árslok 2017. Brunnur á tæplega 24 prósenta hlut í Oculis sem metinn var á 1,13 milljarða króna í ársreikningi fjárfestingarsjóðsins. Brunni er stýrt af Landsbréfum, dótturfélagi Landsbankans, og SA Framtaki GP. Fram kom í Markaðnum í janúar að Oculis hafi samið við leiðandi alþjóðlega vaxtarsjóði, Bay City Capital, Novartis Venture Fund og Pivotal bio Venture Partners, ásamt Brunni og Silfurbergi um 2,1 milljarðs króna hlutafjáraukningu. Lesa má úr ársreikningi sjóðsins að Brunnur hafi lagt lyfjaþróunarfyrirtækinu til 420 milljónir króna við það tilefni. Samhliða hlutafjáraukningunni var ákveðið að fyrirtækið opnaði nýjar höfuðstöðvar í Lausanne í Sviss. Oculis lauk við fjármögnun í júnímánuði árið 2016 sem leidd var af Brunni vaxtarsjóði og Silfurbergi, sem er í eigu Friðriks Steins Kristjánssonar, stofnanda Invest Farma. Þá var allt hlutafé þess metið á 699 milljónir króna og Brunnur átti 17 prósenta hlut. Virði þess tæplega sjöfaldaðist á milli ára. Oculis var stofnað árið 2003 af dr. Einari Stefánssyni, prófessor í augnlækningum, og dr. Þorsteini Loftssyni, prófessor í lyfjafræði. Þeir leiða enn rannsóknir og nýsköpun fyrirtækisins. Um er að ræða langsamlega stærstu eign Brunns því eignir hans námu samanlagt 1,5 milljörðum króna við árslok. Sjóðurinn safnaði fjórum milljörðum króna frá fjárfestum og óádregin loforð nema 2,7 milljörðum króna. Brunnur fjárfesti í tveimur nýjum verkefnum í fyrra: Ghostlamp og Visku learning. Miðað við bækur Brunns er allt hlutafé Ghostlamp metið á 208 milljónir króna og Visku learning á 404 milljónir króna. Brunnur á 24 prósenta hlut í Ghostlamp og tæplega 25 prósenta hlut í Visku. Sjóðurinn á tæplega 40 prósenta hlut í DT Equipment, og var allt hlutaféð metið á 345 milljónir króna, og rúmlega 28 prósenta hlut í ATMO Select. Sá hlutur var færður niður um 88 prósent á milli ára og var allt hlutafé fyrirtækisins metið á 18 milljónir króna í fyrra miðað við bækur sjóðsins.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir 2,1 milljarðs króna fjármögnun Oculis í höfn Alþjóðlegir vaxtarsjóðir hafa fjárfest fyrir rúma tvo milljarða króna í lyfjaþróunarfyrirtækinu Oculis. Fyrirtækið hyggst reisa höfuðstöðvar í Sviss en efla um leið starfsemi sína hér á landi. 4. janúar 2018 06:00 Lauf og Oculis fá 70 milljóna styrk Tækniþróunarsjóður hefur úthlutað 70 milljóna króna öndvegisstyrknum Sprett til sprotafyrirtækjanna Oculis og Lauf Forks. Félögin þurfa á móti að sýna fram á hlutafjáraukningu sem nemur jafnhárri upphæð og styrkurinn. 26. janúar 2017 09:48 Mest lesið Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljón fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Sætanýtingin aldrei verið betri í október Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Viðskipti innlent Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Sjá meira
2,1 milljarðs króna fjármögnun Oculis í höfn Alþjóðlegir vaxtarsjóðir hafa fjárfest fyrir rúma tvo milljarða króna í lyfjaþróunarfyrirtækinu Oculis. Fyrirtækið hyggst reisa höfuðstöðvar í Sviss en efla um leið starfsemi sína hér á landi. 4. janúar 2018 06:00
Lauf og Oculis fá 70 milljóna styrk Tækniþróunarsjóður hefur úthlutað 70 milljóna króna öndvegisstyrknum Sprett til sprotafyrirtækjanna Oculis og Lauf Forks. Félögin þurfa á móti að sýna fram á hlutafjáraukningu sem nemur jafnhárri upphæð og styrkurinn. 26. janúar 2017 09:48