Red Bull og Honda hefja viðræður Bragi Þórðarson skrifar 1. maí 2018 09:00 Red Bull leitar nú að vélarframleiðanda. vísir/afp Red Bull hefur byrjað viðræður við vélarframleiðandann Honda er liðið leitar eftir vélarframleiðanda fyrir næsta tímabil. Enska liðið hefur keppt með Renault vélar frá árinu 2007 en samstarf þeirra hefur mjög opinberlega ekki verið gott síðastliðin ár. Red Bull og Renault eiga saman fjóra heimsmeistaratitla í Formúlu 1. Christian Horner, sjóri Red Bull, hefur sagt opinberlega að liðið vilji skipta um vél fyrir næsta tímabil og Renault hafa því ekki mikinn áhuga á að halda samstarfinu áfram. Sérstaklega þar sem nú hefur verksmiðjulið Renault bætt sig töluvert frá síðustu árum. Það gæti hinsvegar farið svo að Red Bull verði áfram með vélar fram franska framleiðandanum því ef ekkert annað gengur upp er liðið samningsbundið Renault út árið 2020. Margt bendir til þess að Aston Martin komi inn í íþróttina sem vélarframleiðandi og myndi Red Bull þá nota vélar frá þeim, en það myndi ekki gerast fyrr en í fyrsta lagi árið 2021 þegar að nýjar reglur taka gildi. Hinir vélarframleiðendur Formúlunnar, Mercedes og Ferrari, taka það ekki í mál að setja sýnar vélar í Red Bull bílinn sem gæti þá orðið hraðari en verksmiðjubílar þeirra. Því lítur allt út fyrir að liðið muni keppa með Honda vélar næstu tvö árin. Dótturlið Red Bull, Toro Rosso, eru nú þegar byrjaðir að nota Honda vélarnar sem hafa reynst betur en síðastliðin þrjú ár, þá í McLaren bílunum. Liðin verða að gefa út hvaða vélarframleiðanda þau verða með árið 2019 fyrir 15. maí næstkomandi. Kemur þá í ljós hvort að Red Bull taki sénsinn á Honda eða haldi sig við Renault. Formúla Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sport Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Sjá meira
Red Bull hefur byrjað viðræður við vélarframleiðandann Honda er liðið leitar eftir vélarframleiðanda fyrir næsta tímabil. Enska liðið hefur keppt með Renault vélar frá árinu 2007 en samstarf þeirra hefur mjög opinberlega ekki verið gott síðastliðin ár. Red Bull og Renault eiga saman fjóra heimsmeistaratitla í Formúlu 1. Christian Horner, sjóri Red Bull, hefur sagt opinberlega að liðið vilji skipta um vél fyrir næsta tímabil og Renault hafa því ekki mikinn áhuga á að halda samstarfinu áfram. Sérstaklega þar sem nú hefur verksmiðjulið Renault bætt sig töluvert frá síðustu árum. Það gæti hinsvegar farið svo að Red Bull verði áfram með vélar fram franska framleiðandanum því ef ekkert annað gengur upp er liðið samningsbundið Renault út árið 2020. Margt bendir til þess að Aston Martin komi inn í íþróttina sem vélarframleiðandi og myndi Red Bull þá nota vélar frá þeim, en það myndi ekki gerast fyrr en í fyrsta lagi árið 2021 þegar að nýjar reglur taka gildi. Hinir vélarframleiðendur Formúlunnar, Mercedes og Ferrari, taka það ekki í mál að setja sýnar vélar í Red Bull bílinn sem gæti þá orðið hraðari en verksmiðjubílar þeirra. Því lítur allt út fyrir að liðið muni keppa með Honda vélar næstu tvö árin. Dótturlið Red Bull, Toro Rosso, eru nú þegar byrjaðir að nota Honda vélarnar sem hafa reynst betur en síðastliðin þrjú ár, þá í McLaren bílunum. Liðin verða að gefa út hvaða vélarframleiðanda þau verða með árið 2019 fyrir 15. maí næstkomandi. Kemur þá í ljós hvort að Red Bull taki sénsinn á Honda eða haldi sig við Renault.
Formúla Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sport Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Sjá meira