Real í þriðja úrslitaleikinn í röð Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 1. maí 2018 20:45 Benzema var maðurinn á bakvið mörkin hjá Real í kvöld. vísir/getty Real Madrid mun spila til úrslita í Meistaradeild Evrópu þriðja árið í röð og freistar þess að verða fyrsta liðið í sögunni til þess að vinna keppnina þrjú ár í röð eftir að hafa haft betur gegn Bayern München í undanúrslitunum. Leikurinn í kvöld á Santiago Bernabeu var stórskemmtilegur og komu gestirnir í Bayern sér yfir strax á þriðju mínútu leiksins. Það var Joshua Kimmich sem skoraði með þrumuskoti af stuttu færi. Tvöfaldir Evrópumeistarar Real voru þó fljótir að svara og var það Karim Benzema sem jafnaði leikinn fyrir heimamenn, en staðan eftir fyrri leikinn var 2-1. Gestirnir frá Þýskalandi gáfu Real annað markið á sigurfati þegar Sven Ulriech lét afar einfaldan bolta sleppa undir sig og Benzema sýndi framherjaeðlið, elti boltann uppi og skoraði auðveldlega í tómt netið. James Rodriguez, maðurinn sem er á láni hjá Bayern frá Real, skoraði annað mark Bayern og jafnaði leikinn á 63. mínútu þegar skot fór af varnarmanni og í fætur James. Eftir jöfnunarmarkið sóttu leikmenn Bayern mikið. Mark hefði dugað þeim áfram á mörkum á útivelli og komust þeir nokkru sinni nálægt því en sigurmarkið datt ekki. Bayern var sterkara liðið í kvöld en það dugði ekki til, leikmenn Real kunna að klára leiki og ná í úrslit og það gerðu þeir í kvöld og leika til úrslita í Kænugarði í maí. Meistaradeild Evrópu
Real Madrid mun spila til úrslita í Meistaradeild Evrópu þriðja árið í röð og freistar þess að verða fyrsta liðið í sögunni til þess að vinna keppnina þrjú ár í röð eftir að hafa haft betur gegn Bayern München í undanúrslitunum. Leikurinn í kvöld á Santiago Bernabeu var stórskemmtilegur og komu gestirnir í Bayern sér yfir strax á þriðju mínútu leiksins. Það var Joshua Kimmich sem skoraði með þrumuskoti af stuttu færi. Tvöfaldir Evrópumeistarar Real voru þó fljótir að svara og var það Karim Benzema sem jafnaði leikinn fyrir heimamenn, en staðan eftir fyrri leikinn var 2-1. Gestirnir frá Þýskalandi gáfu Real annað markið á sigurfati þegar Sven Ulriech lét afar einfaldan bolta sleppa undir sig og Benzema sýndi framherjaeðlið, elti boltann uppi og skoraði auðveldlega í tómt netið. James Rodriguez, maðurinn sem er á láni hjá Bayern frá Real, skoraði annað mark Bayern og jafnaði leikinn á 63. mínútu þegar skot fór af varnarmanni og í fætur James. Eftir jöfnunarmarkið sóttu leikmenn Bayern mikið. Mark hefði dugað þeim áfram á mörkum á útivelli og komust þeir nokkru sinni nálægt því en sigurmarkið datt ekki. Bayern var sterkara liðið í kvöld en það dugði ekki til, leikmenn Real kunna að klára leiki og ná í úrslit og það gerðu þeir í kvöld og leika til úrslita í Kænugarði í maí.
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti