KR valtaði yfir Aftureldingu Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 1. maí 2018 16:00 KR-ingar fagna. vísir/andri marinó KR er komið örugglega áfram í Mjólkurbikar karla eftir stórsigur á Aftureldingu í Mosfellsbæ í dag. KA tryggði sér sigur á Haukum og Þór sigraði HK á Akureyri. Mosfellingar fengu óskabyrjun þegar Andri Freyr Jónasson skoraði strax á fyrstu mínútu eftir fyrirgjöf nafna síns Andra Más Hermannssonar. Gestirnir úr Vesturbænum voru þó ekki lengi að komast inn í leikinn og tvö mörk á þriggja mínútna kafla um miðjan fyrri hálfleik breyttu stöðunni þeim í vil. Aron Bjarki Jósepsson kom KR í 3-1 á 43. mínútu og þannig var staðan þegar gengið var til búningsherbergja. Í seinni hálfleiknum gekk lítið hjá Aftureldingu og Pablo Punyed og André Bjerregaard komu gestunum í 1-5 þegar klukkutími var liðinn af leiknum og úrslitin orðin ráðin. Bjerregaard bætti við öðru marki sínu á 84. mínútu og Björgvin Stefánsson skoraði sjöunda mark KR á næst síðustu mínútu venjulegs leiktíma. Lokatölur 1-7 og KR komið í 16-liða úrslitin. Í Boganum á Akureyri komu heimamenn í Þór sér í þægilega stöðu með tveimur mörkum frá Guðna Sigþórssyni og Ármanni Pétri Ævarssyni í fyrri hálfleik. Alvaro Montejo, sem átti frábæran leik í liði Þórs, skoraði svo beint úr aukaspyrnu í upphafi seinni hálfleiks. Leikmenn Þórs voru ekki í miklum vandræðum í varnarleiknum og leit allt út fyrir nokkuð öruggan sigur Þórs í þessum slag Inkasso liðanna en loka mínúturnar urðu heldur betur spennandi. Arian Ari Morina skoraði fyrir HK á 85. mínútu með föstu skoti og Bjarni Gunnarsson skoraði úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Bjarni var svo næstum sloppinn einn á móti markmanni og hefði getað jafnað leikinn en Þór náði að hreinsa frá og komast í skyndisókn. Þar braut Arnar Freyr Ólafsson á Alvaro og fékk beint rautt spjald áður en Sigurður Hjörtur Þrastarson flautaði leikinn af. KA sigraði Hauka á Ásvöllum með tveimur mörkum gegn einu. Gestirnir frá Akureyri voru sterkari í fyrri hálfleik og skoraði Elfar Árni Aðalsteinsson eftir 21. mínútu með skalla. Heimamenn í Haukum komu hins vegar ferskari út úr hálfleiknum og Daði Snær Ingason skoraði jöfnunarmarkið á 72. mínútu þegar hann fylgdi eftir skoti Arnars Aðalgeirssonar. Aleksandar Trninic tryggði hins vegar KA sigurinn á 81. mínútu með marki úr hornspyrnu. Fleiri urðu mörkin ekki í leiknum og 2-1 sigur KA niðurstaðan. Framlengja þurfti leik Kára og Hattar, sem bæði spila í 2. deild, því markalaust var eftir 90. mínútur. Það dró hins vegar til tíðinda í framlengingunni því Jón Vilhelm Ákason skoraði eftir aðiens tvær mínútur og kom Kára yfir. Stuttu seinna jafnaði Sæbjörn Guðlaugsson fyrir Hött áður en flóðgáttirnar opnuðust og Káramenn settu þrjú mörk á fjórum mínútum. Ragnar Már Lárusson kom Kára aftur yfir á 101. mínútu. Jón Vilhelm bætti við öðru marki sínu á 102. mínútu og Ragnar skoraði fjórða mark Kára á 104. mínútu. Staðan orðin 4-1 þegar flautað var til hálfleiks í framlengingunni. Halldór Bjarki Guðmundsson klóraði í bakkann fyrir Hött með marki á 111. mínútu en það dugaði ekki til og Alexander Már Þorláksson kláraði leikinn fyrir Kára með fimmta markinu á loka mínútu framlengingarinnar. Upplýsingar um úrslit og markaskorara voru fengnar frá Fótbolta.net og Úrslit.net.Fréttin hefur verið uppfærð eftir að framlengingu Kára og Hattar lauk. Íslenski boltinn Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Fleiri fréttir Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Sjá meira
KR er komið örugglega áfram í Mjólkurbikar karla eftir stórsigur á Aftureldingu í Mosfellsbæ í dag. KA tryggði sér sigur á Haukum og Þór sigraði HK á Akureyri. Mosfellingar fengu óskabyrjun þegar Andri Freyr Jónasson skoraði strax á fyrstu mínútu eftir fyrirgjöf nafna síns Andra Más Hermannssonar. Gestirnir úr Vesturbænum voru þó ekki lengi að komast inn í leikinn og tvö mörk á þriggja mínútna kafla um miðjan fyrri hálfleik breyttu stöðunni þeim í vil. Aron Bjarki Jósepsson kom KR í 3-1 á 43. mínútu og þannig var staðan þegar gengið var til búningsherbergja. Í seinni hálfleiknum gekk lítið hjá Aftureldingu og Pablo Punyed og André Bjerregaard komu gestunum í 1-5 þegar klukkutími var liðinn af leiknum og úrslitin orðin ráðin. Bjerregaard bætti við öðru marki sínu á 84. mínútu og Björgvin Stefánsson skoraði sjöunda mark KR á næst síðustu mínútu venjulegs leiktíma. Lokatölur 1-7 og KR komið í 16-liða úrslitin. Í Boganum á Akureyri komu heimamenn í Þór sér í þægilega stöðu með tveimur mörkum frá Guðna Sigþórssyni og Ármanni Pétri Ævarssyni í fyrri hálfleik. Alvaro Montejo, sem átti frábæran leik í liði Þórs, skoraði svo beint úr aukaspyrnu í upphafi seinni hálfleiks. Leikmenn Þórs voru ekki í miklum vandræðum í varnarleiknum og leit allt út fyrir nokkuð öruggan sigur Þórs í þessum slag Inkasso liðanna en loka mínúturnar urðu heldur betur spennandi. Arian Ari Morina skoraði fyrir HK á 85. mínútu með föstu skoti og Bjarni Gunnarsson skoraði úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Bjarni var svo næstum sloppinn einn á móti markmanni og hefði getað jafnað leikinn en Þór náði að hreinsa frá og komast í skyndisókn. Þar braut Arnar Freyr Ólafsson á Alvaro og fékk beint rautt spjald áður en Sigurður Hjörtur Þrastarson flautaði leikinn af. KA sigraði Hauka á Ásvöllum með tveimur mörkum gegn einu. Gestirnir frá Akureyri voru sterkari í fyrri hálfleik og skoraði Elfar Árni Aðalsteinsson eftir 21. mínútu með skalla. Heimamenn í Haukum komu hins vegar ferskari út úr hálfleiknum og Daði Snær Ingason skoraði jöfnunarmarkið á 72. mínútu þegar hann fylgdi eftir skoti Arnars Aðalgeirssonar. Aleksandar Trninic tryggði hins vegar KA sigurinn á 81. mínútu með marki úr hornspyrnu. Fleiri urðu mörkin ekki í leiknum og 2-1 sigur KA niðurstaðan. Framlengja þurfti leik Kára og Hattar, sem bæði spila í 2. deild, því markalaust var eftir 90. mínútur. Það dró hins vegar til tíðinda í framlengingunni því Jón Vilhelm Ákason skoraði eftir aðiens tvær mínútur og kom Kára yfir. Stuttu seinna jafnaði Sæbjörn Guðlaugsson fyrir Hött áður en flóðgáttirnar opnuðust og Káramenn settu þrjú mörk á fjórum mínútum. Ragnar Már Lárusson kom Kára aftur yfir á 101. mínútu. Jón Vilhelm bætti við öðru marki sínu á 102. mínútu og Ragnar skoraði fjórða mark Kára á 104. mínútu. Staðan orðin 4-1 þegar flautað var til hálfleiks í framlengingunni. Halldór Bjarki Guðmundsson klóraði í bakkann fyrir Hött með marki á 111. mínútu en það dugaði ekki til og Alexander Már Þorláksson kláraði leikinn fyrir Kára með fimmta markinu á loka mínútu framlengingarinnar. Upplýsingar um úrslit og markaskorara voru fengnar frá Fótbolta.net og Úrslit.net.Fréttin hefur verið uppfærð eftir að framlengingu Kára og Hattar lauk.
Íslenski boltinn Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Fleiri fréttir Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Sjá meira