Haukar halda sigurgöngunni áfram Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 28. febrúar 2018 21:00 Helena Sverrisdóttir vísir/getty Haukakonur sitja einar á toppi Domino's deild kvenna eftir leiki kvöldsins en þær sóttu tvö stig í Ásgarð í Garðabæ. Þær hafa nú unnið 11 deildarleiki í röð. Fyrir leiki kvöldsins voru Haukar og Valur jöfn á toppnum. Valskonur töðupu hins vegar fyrir Blikum á meðan Haukar unnu Stjörnuna svo Haukakonur eiga toppsætið einar eftir 22. umferð. Haukar settu tóninn strax frá upphafi. Stjarnan skoraði fyrstu körfuna en næstu þrjár voru Haukakvenna. Þær komust fljótt í ágæta forystu og fóru með 13-22 forystu eftir fyrsta leikhluta. Nokkuð jafnt var með liðunum í öðrum leikhluta og munaði tíu stigum í hálfleik. Heimakonur í Stjörnunni byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti og náðu að minnka muninn niður í þrjú stig, 52-55, fyrir loka fjórðunginn. Leikurinn var í járnum allan loka leikhlutann en Haukar sigldu sigrinum heim, 72-74. Skallagrímur valtaði yfir Njarðvík í Fjósinu í Borgarnesi og eru grænir Suðurnesingar enn án stiga á botni deildarinnar. Skallagrímskonur eiga þó enn möguleika á að ná sæti í úrslitakeppninni, þær eru nú aðeins tveimur stigum á eftir Stjörnunni sem situr í fjórða sæti þegar sex umferðir eru eftir. Jafnt var með liðunum í fyrsta leikhluta en heimakonur leiddu með þremur stigum 23-20. Þær skoruðu aftur 23 stig í öðrum fjórðungi á meðan Njarðvík gerði stigi minna en í þeim fyrsta, 19, og staðan því 46-39 í hálfleik. Nokkuð jafnt var með liðunum í þriðja leikhluta og munurinn sjö stig fyrir síðasta fjórðunginn. Þegar stutt var liðið á fjórða leikhluta tók Skallagrímur 14-0 kafla og kom muninum upp í 20 stig þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum. Þá var í raun orðið út um leikinn, leikurinn endaði með 25 stiga sigri heimakvenna 91-66. Snæfell fjarlægðist úrslitakeppnina með tapi suður með sjó í Keflavík. Snæfell er nú með 18 stig í 7. sæti, fjórum stigum á eftir Stjörnunni og bæði Skallagrímur og Breiðablik eru með 20 stig í 5. og 6. sætinu. Gestirnir frá Stykkishólmi áttu á brattann að sækja frá upphafi og voru 12 stigum undir eftir fyrsta leikhlutann. Þær unnu annan leikhluta, en aðeins með tveimur stigum og munurinn því tíu stig í hálfleik, 50-40. Keflavík kláraði svo leikinn í þriðja leikhluta, þær unnu hann 22-13 og voru komnar með 19 stiga forystu fyrir síðasta fjórðunginn. Lokatölur urðu 91-70.Stjarnan-Haukar 72-74 (13-22, 17-18, 22-15, 20-19)Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 37/11 fráköst/9 stoðsendingar, Bríet Sif Hinriksdóttir 12/5 fráköst, María Lind Sigurðardóttir 10/8 fráköst, Jenný Harðardóttir 8/4 fráköst/5 stolnir/3 varin skot, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 3/4 fráköst, Kristín Fjóla Reynisdóttir 2.Haukar: Whitney Michelle Frazier 27/18 fráköst, Rósa Björk Pétursdóttir 12/4 fráköst, Helena Sverrisdóttir 11/9 fráköst/10 stoðsendingar, Anna Lóa Óskarsdóttir 10/5 fráköst, Þóra Kristín Jónsdóttir 8/5 fráköst/5 stoðsendingar, Ragnheiður Björk Einarsdóttir 6.Skallagrímur-Njarðvík 91-66 (23-20, 23-19, 12-12, 33-15)Skallagrímur: Carmen Tyson-Thomas 34/17 fráköst/8 stoðsendingar/6 stolnir, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 23/10 fráköst/7 stoðsendingar, Jeanne Lois Figueroa Sicat 12, Bríet Lilja Sigurðardóttir 10, Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir 5, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 4/4 fráköst/4 varin skot, Árnína Lena Rúnarsdóttir 3, Guðrún Ósk Ámundadóttir 0/5 stoðsendingar.Njarðvík: Shalonda R. Winton 25/24 fráköst, Ína María Einarsdóttir 13, Björk Gunnarsdótir 9/8 stoðsendingar, María Jónsdóttir 7, Hulda Bergsteinsdóttir 6, Ása Böðvarsdóttir-Taylor 2, Hrund Skúladóttir 2, Heiða Björg Valdimarsdóttir 2.Keflavík-Snæfell 91-70 (29-17, 21-23, 22-13, 19-17) Keflavík: Brittanny Dinkins 40/5 fráköst/5 stoðsendingar, Thelma Dís Ágústsdóttir 13/6 fráköst, Birna Valgerður Benónýsdóttir 13/9 fráköst, Irena Sól Jónsdóttir 8/6 stoðsendingar, Kamilla Sól Viktorsdóttir 7, Erna Hákonardóttir 6, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 2/11 fráköst, Embla Kristínardóttir 2/4 fráköst/5 stoðsendingar.Snæfell: Kristen Denise McCarthy 24/7 fráköst/6 stolnir, Júlia Scheving Steindórsdóttir 16, Andrea Bjort Olafsdottir 10/4 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 8, Alda Leif Jónsdóttir 5/5 fráköst/3 varin skot, Sara Diljá Sigurðardóttir 4/4 fráköst/5 stolnir, Berglind Gunnarsdóttir 2, Gunnhildur Gunnarsdóttir 1. Dominos-deild kvenna Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Fleiri fréttir Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Sjá meira
Haukakonur sitja einar á toppi Domino's deild kvenna eftir leiki kvöldsins en þær sóttu tvö stig í Ásgarð í Garðabæ. Þær hafa nú unnið 11 deildarleiki í röð. Fyrir leiki kvöldsins voru Haukar og Valur jöfn á toppnum. Valskonur töðupu hins vegar fyrir Blikum á meðan Haukar unnu Stjörnuna svo Haukakonur eiga toppsætið einar eftir 22. umferð. Haukar settu tóninn strax frá upphafi. Stjarnan skoraði fyrstu körfuna en næstu þrjár voru Haukakvenna. Þær komust fljótt í ágæta forystu og fóru með 13-22 forystu eftir fyrsta leikhluta. Nokkuð jafnt var með liðunum í öðrum leikhluta og munaði tíu stigum í hálfleik. Heimakonur í Stjörnunni byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti og náðu að minnka muninn niður í þrjú stig, 52-55, fyrir loka fjórðunginn. Leikurinn var í járnum allan loka leikhlutann en Haukar sigldu sigrinum heim, 72-74. Skallagrímur valtaði yfir Njarðvík í Fjósinu í Borgarnesi og eru grænir Suðurnesingar enn án stiga á botni deildarinnar. Skallagrímskonur eiga þó enn möguleika á að ná sæti í úrslitakeppninni, þær eru nú aðeins tveimur stigum á eftir Stjörnunni sem situr í fjórða sæti þegar sex umferðir eru eftir. Jafnt var með liðunum í fyrsta leikhluta en heimakonur leiddu með þremur stigum 23-20. Þær skoruðu aftur 23 stig í öðrum fjórðungi á meðan Njarðvík gerði stigi minna en í þeim fyrsta, 19, og staðan því 46-39 í hálfleik. Nokkuð jafnt var með liðunum í þriðja leikhluta og munurinn sjö stig fyrir síðasta fjórðunginn. Þegar stutt var liðið á fjórða leikhluta tók Skallagrímur 14-0 kafla og kom muninum upp í 20 stig þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum. Þá var í raun orðið út um leikinn, leikurinn endaði með 25 stiga sigri heimakvenna 91-66. Snæfell fjarlægðist úrslitakeppnina með tapi suður með sjó í Keflavík. Snæfell er nú með 18 stig í 7. sæti, fjórum stigum á eftir Stjörnunni og bæði Skallagrímur og Breiðablik eru með 20 stig í 5. og 6. sætinu. Gestirnir frá Stykkishólmi áttu á brattann að sækja frá upphafi og voru 12 stigum undir eftir fyrsta leikhlutann. Þær unnu annan leikhluta, en aðeins með tveimur stigum og munurinn því tíu stig í hálfleik, 50-40. Keflavík kláraði svo leikinn í þriðja leikhluta, þær unnu hann 22-13 og voru komnar með 19 stiga forystu fyrir síðasta fjórðunginn. Lokatölur urðu 91-70.Stjarnan-Haukar 72-74 (13-22, 17-18, 22-15, 20-19)Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 37/11 fráköst/9 stoðsendingar, Bríet Sif Hinriksdóttir 12/5 fráköst, María Lind Sigurðardóttir 10/8 fráköst, Jenný Harðardóttir 8/4 fráköst/5 stolnir/3 varin skot, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 3/4 fráköst, Kristín Fjóla Reynisdóttir 2.Haukar: Whitney Michelle Frazier 27/18 fráköst, Rósa Björk Pétursdóttir 12/4 fráköst, Helena Sverrisdóttir 11/9 fráköst/10 stoðsendingar, Anna Lóa Óskarsdóttir 10/5 fráköst, Þóra Kristín Jónsdóttir 8/5 fráköst/5 stoðsendingar, Ragnheiður Björk Einarsdóttir 6.Skallagrímur-Njarðvík 91-66 (23-20, 23-19, 12-12, 33-15)Skallagrímur: Carmen Tyson-Thomas 34/17 fráköst/8 stoðsendingar/6 stolnir, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 23/10 fráköst/7 stoðsendingar, Jeanne Lois Figueroa Sicat 12, Bríet Lilja Sigurðardóttir 10, Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir 5, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 4/4 fráköst/4 varin skot, Árnína Lena Rúnarsdóttir 3, Guðrún Ósk Ámundadóttir 0/5 stoðsendingar.Njarðvík: Shalonda R. Winton 25/24 fráköst, Ína María Einarsdóttir 13, Björk Gunnarsdótir 9/8 stoðsendingar, María Jónsdóttir 7, Hulda Bergsteinsdóttir 6, Ása Böðvarsdóttir-Taylor 2, Hrund Skúladóttir 2, Heiða Björg Valdimarsdóttir 2.Keflavík-Snæfell 91-70 (29-17, 21-23, 22-13, 19-17) Keflavík: Brittanny Dinkins 40/5 fráköst/5 stoðsendingar, Thelma Dís Ágústsdóttir 13/6 fráköst, Birna Valgerður Benónýsdóttir 13/9 fráköst, Irena Sól Jónsdóttir 8/6 stoðsendingar, Kamilla Sól Viktorsdóttir 7, Erna Hákonardóttir 6, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 2/11 fráköst, Embla Kristínardóttir 2/4 fráköst/5 stoðsendingar.Snæfell: Kristen Denise McCarthy 24/7 fráköst/6 stolnir, Júlia Scheving Steindórsdóttir 16, Andrea Bjort Olafsdottir 10/4 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 8, Alda Leif Jónsdóttir 5/5 fráköst/3 varin skot, Sara Diljá Sigurðardóttir 4/4 fráköst/5 stolnir, Berglind Gunnarsdóttir 2, Gunnhildur Gunnarsdóttir 1.
Dominos-deild kvenna Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Fleiri fréttir Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum