Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Óvíst er hvort ríkið hafi fullnægt rannsóknarskyldu samkvæmt alþjóðasamningum, hvað varðar vopnaflutninga á vegum íslenskra aðila. Utanríkisráðherra segir að slíkir flutningar eigi að heyra til algerra undantekninga.

Rætt verður við hann og fjallað um málið í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö. Þar tölum við líka við forseta ASÍ, sem spáir hörðum átökum við gerð kjarasamninga undir lok ársins og við aðstoðaryfirlögregluþjón, vegna innbrotahrinu á höfuðborgarsvæðinu undanfarið.

Fjórir hafa verið handteknir vegna rannsóknar málsins síðan í gær og þýfi upp á fleiri milljónir fannst við húsleitir í dag. Loks kynnum við okkur ný hjálpartæki fyrir hreyfihömluð börn sem munu gjörbreyta lífi þeirra.

Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar tvö í opinni dagskrá klukkan 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×