Innlent

Beit lögreglumann til blóðs við handtöku

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Var maðurinn handtekinn fyrir að veitast að þremur mönnum fyrir utan skemmtistað í Vestmannaeyjum.
Var maðurinn handtekinn fyrir að veitast að þremur mönnum fyrir utan skemmtistað í Vestmannaeyjum. Vísir/Pjetur
Æstur maður sem var undir áhrifum áfengis beit lögreglumann í Vestmannaeyjum við handtöku aðfaranótt sunnudags. Hann var handtekinn fyrir að veitast að þremur mönnum fyrir utan skemmtistað í bænum en lögreglumaðurinn sem var bitinn í höndina þurfti að leita til læknis sökum áverka.

Þá hafði maðurinn upp lífslátshótanir gagnvart lögreglu og hótaði lögreglumönnum líkamsmeiðingum. Að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni í Vestmannaeyjum er málið litið alvarlegum augum og eru bæði málin í rannsókn.

Aðfaranótt sunnudag var einnig maður handtekinn eftir að hafa ráðist inn í hús í Eyjum, veist að húsráðanda og veitt honum áverka. Er málið í rannsókn.

Síðastliðið mánudagskvöld voru svo tveir menn handteknir vegna gruns um fíkniefnamisferli. Þegar leitað var á þeim fundust á annað hundruð grömm af ætluðu amfetamíni. Voru mennirnir handteknir og eru þeir grunaðir um að hafa ætlað efnin til sölu. Mönnunum var sleppt í gær og er málið í rannsókn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×