Segir Bandaríkin óttast samkeppni Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 28. febrúar 2018 06:00 Richard Yu, forstjóri Huawei. Vísir/AFP Bandarískir stjórnmálamenn og leyniþjónustustofnanir hafa undanfarið horft grunsemdaraugum til kínverska snjallsímarisans Huawei og sagt fyrirtækið njósna um eigendur símanna fyrir kínversk yfirvöld. Meðal annarra hafa forstöðumenn leyniþjónustunnar CIA, alríkislögreglunnar FBI og þjóðaröryggisstofnunarinnar NSA varað við þessu. „Þeir eru að reyna að gera þetta pólitískt og vilja halda okkur úti af því við erum of sterk samkeppni. Þeir hafa áhyggjur af okkur, við erum of sterk,“ sagði Richard Yu, forstjóri Huawei, við BBC í gær. Yu sagði af og frá að Huawei hefði nokkur sérstök tengsl við kínverska ríkið eða kínverska leyniþjónustu. Fyrirtækið væri einkarekið og viðvörun Bandaríkjamannanna væri einungis pólitísks eðlis. Þá sagði Yu enn fremur að fyrirtækið stækkaði á hverju ári. Innan fimm ára yrði það ráðandi afl á heimsmarkaði og myndi brjóta sér leið inn á Bandaríkjamarkað. „Við gætum vel orðið stærst í heiminum, við erum ekki svo langt frá því,“ sagði Yu en í fyrra var markaðshlutdeild Huawei tíu prósent á heimsmarkaði samanborið við 23 prósenta hlutdeild Samsung og 15 prósent Apple. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Bandarískir stjórnmálamenn og leyniþjónustustofnanir hafa undanfarið horft grunsemdaraugum til kínverska snjallsímarisans Huawei og sagt fyrirtækið njósna um eigendur símanna fyrir kínversk yfirvöld. Meðal annarra hafa forstöðumenn leyniþjónustunnar CIA, alríkislögreglunnar FBI og þjóðaröryggisstofnunarinnar NSA varað við þessu. „Þeir eru að reyna að gera þetta pólitískt og vilja halda okkur úti af því við erum of sterk samkeppni. Þeir hafa áhyggjur af okkur, við erum of sterk,“ sagði Richard Yu, forstjóri Huawei, við BBC í gær. Yu sagði af og frá að Huawei hefði nokkur sérstök tengsl við kínverska ríkið eða kínverska leyniþjónustu. Fyrirtækið væri einkarekið og viðvörun Bandaríkjamannanna væri einungis pólitísks eðlis. Þá sagði Yu enn fremur að fyrirtækið stækkaði á hverju ári. Innan fimm ára yrði það ráðandi afl á heimsmarkaði og myndi brjóta sér leið inn á Bandaríkjamarkað. „Við gætum vel orðið stærst í heiminum, við erum ekki svo langt frá því,“ sagði Yu en í fyrra var markaðshlutdeild Huawei tíu prósent á heimsmarkaði samanborið við 23 prósenta hlutdeild Samsung og 15 prósent Apple.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira