Hagar tilbúið til að selja Bónusverslanir og bensínstöðvar til að liðka fyrir kaupunum á Olís Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. júlí 2018 17:51 Hagar eiga Bónus. Fréttablaðið/Anton Hagar er meðal annars reiðubúið til þess að selja tvær Bónusverslanir, tvær Olís-stöðvar og eina ÓB-stöð til þess að eyða þeim samkeppnishindrunum sem Samkeppniseftirlitið hefur talið að leitt gætu af samruna Haga og Olís. Kaupsamningur vegna kaupa Haga, sem á og rekur meðal annars verslanir Hagkaupa og Bónuss, á öllu hlutafé Olís og fasteignafélagsins DGV var undirritaður í apríl á síðasta ári. Samkeppniseftirlitið tók kaupin til skoðunar en á ýmsu hefur gengið við skoðun eftirlitsins á kaupunum. Eftirlitið samþykkti ekki kaupin án skilyrða og gengið var til sáttaviðræðna. Í vor var samrunatilkynningin hins vegar afturkölluð rétt áður en ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins var að vænta. Var ný tilkynning send inn og hefur Samkeppniseftirlitið nú birt þær tillögur sem Hagar telur að muni eyða samkeppnishindrunum og liðka fyrir kaupunum.Vilja selja Bónus við Hallveigarstíg Meðal þess sem verslunarrisinn leggur til er að verslanir Bónuss að Hallveigarstíg í Reykjavík og Smiðjuvegi í Kópavogi verði seldar til ótengds þriðja aðila. Þá er félagið einnig tilbúið til þess að selja Olís-stöðvarnar við Hamraborg í Kópavogi og Háaleitisbraut í Reykjavík, sem og ÓB-stöð við Starengi í Reykjavík. Einnig eru lagðar til aðgerðir til að auka aðgengi að heildsölu- og birgðarými eldsneytis og til þess að bregðast við eignatengslum keppinauta á eldsneytis- og dagvörumarkaði. Samkeppniseftirlitið hefur birt tillögurnar á vef eftirlitsins og óskað eftir m hagsmunaaðila og annarra áhugasamra vegna samruna Haga, Olís og DGV. Tengdar fréttir Hækka verðmat sitt á Högum Greinendur ráðgjafarfyrirtækisins Capacent hafa hækkað verðmat sitt á Högum um tólf prósent og telja hlutabréf verslanarisans undirverðlögð á markaði um 26 prósent. 25. maí 2018 06:00 Hagar drógu samrunatilkynningu til baka á síðustu stundu Ekki er búið að hætta við samrunann þar sem Hagar ætla að senda inn nýja samrunatilkynningu. 8. mars 2018 16:41 Samkeppniseftirlitið samþykkir ekki samruna Olís og Haga án skilyrða Samkeppniseftirlitið hefur sent Högum andmælaskjal vegna kaupa félagsins á Olíuverzlun Íslands hf., Olís, og fasteignafélagsins DGV ehf. 29. janúar 2018 08:53 Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Hagar er meðal annars reiðubúið til þess að selja tvær Bónusverslanir, tvær Olís-stöðvar og eina ÓB-stöð til þess að eyða þeim samkeppnishindrunum sem Samkeppniseftirlitið hefur talið að leitt gætu af samruna Haga og Olís. Kaupsamningur vegna kaupa Haga, sem á og rekur meðal annars verslanir Hagkaupa og Bónuss, á öllu hlutafé Olís og fasteignafélagsins DGV var undirritaður í apríl á síðasta ári. Samkeppniseftirlitið tók kaupin til skoðunar en á ýmsu hefur gengið við skoðun eftirlitsins á kaupunum. Eftirlitið samþykkti ekki kaupin án skilyrða og gengið var til sáttaviðræðna. Í vor var samrunatilkynningin hins vegar afturkölluð rétt áður en ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins var að vænta. Var ný tilkynning send inn og hefur Samkeppniseftirlitið nú birt þær tillögur sem Hagar telur að muni eyða samkeppnishindrunum og liðka fyrir kaupunum.Vilja selja Bónus við Hallveigarstíg Meðal þess sem verslunarrisinn leggur til er að verslanir Bónuss að Hallveigarstíg í Reykjavík og Smiðjuvegi í Kópavogi verði seldar til ótengds þriðja aðila. Þá er félagið einnig tilbúið til þess að selja Olís-stöðvarnar við Hamraborg í Kópavogi og Háaleitisbraut í Reykjavík, sem og ÓB-stöð við Starengi í Reykjavík. Einnig eru lagðar til aðgerðir til að auka aðgengi að heildsölu- og birgðarými eldsneytis og til þess að bregðast við eignatengslum keppinauta á eldsneytis- og dagvörumarkaði. Samkeppniseftirlitið hefur birt tillögurnar á vef eftirlitsins og óskað eftir m hagsmunaaðila og annarra áhugasamra vegna samruna Haga, Olís og DGV.
Tengdar fréttir Hækka verðmat sitt á Högum Greinendur ráðgjafarfyrirtækisins Capacent hafa hækkað verðmat sitt á Högum um tólf prósent og telja hlutabréf verslanarisans undirverðlögð á markaði um 26 prósent. 25. maí 2018 06:00 Hagar drógu samrunatilkynningu til baka á síðustu stundu Ekki er búið að hætta við samrunann þar sem Hagar ætla að senda inn nýja samrunatilkynningu. 8. mars 2018 16:41 Samkeppniseftirlitið samþykkir ekki samruna Olís og Haga án skilyrða Samkeppniseftirlitið hefur sent Högum andmælaskjal vegna kaupa félagsins á Olíuverzlun Íslands hf., Olís, og fasteignafélagsins DGV ehf. 29. janúar 2018 08:53 Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Hækka verðmat sitt á Högum Greinendur ráðgjafarfyrirtækisins Capacent hafa hækkað verðmat sitt á Högum um tólf prósent og telja hlutabréf verslanarisans undirverðlögð á markaði um 26 prósent. 25. maí 2018 06:00
Hagar drógu samrunatilkynningu til baka á síðustu stundu Ekki er búið að hætta við samrunann þar sem Hagar ætla að senda inn nýja samrunatilkynningu. 8. mars 2018 16:41
Samkeppniseftirlitið samþykkir ekki samruna Olís og Haga án skilyrða Samkeppniseftirlitið hefur sent Högum andmælaskjal vegna kaupa félagsins á Olíuverzlun Íslands hf., Olís, og fasteignafélagsins DGV ehf. 29. janúar 2018 08:53