Svíar halda upp heiðri Norðurlanda á HM 2018 og eru komnir áfram í átta liða úrslit í fyrsta sinn síðan á HM í Bandaríkjunum 1994.
Sænska liðið sem fór alla leið fyrir 24 árum var mikið sóknarlið sem var markahæsta liðið á HM 1994 en að þessu sinni fara Svíarnir áfram á traustum varnarleik.
Emil Forsberg hafði heppnina með sér í sigurmarkinu en átti það kannski inni því áður hafði hann reynt þrettán skot á þessu heimsmeistaramóti án þess að skora.
Final #SWE 1 - 0 #SUI#SWE advances to its 1st #WorldCup quarterfinal since 1994#SUI has been eliminated in each of its four Round of 16 appearances at the #WorldCup, has not reached the quarterfinals since 1954 (when it hosted the tournament) pic.twitter.com/mJGxgixi60
— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) July 3, 2018
Sænska liðið átti líka skilið að skora mark þar sem liðið fékk mun hættulegri færi en Svisslendingar í þessum leik.
Sænska landsliðið leggur grunninn að árangri sínum með frábærum varnarleik og sterkri liðsheild. Fyrir vikið er liðið komið alla leið í átta liða úrslit á HM þrátt fyrir að vera nánast stjörnulaust lið.
Í sigurmarkinu gerði Emil Forsberg mjög vel að gabba varnarmann fyrir framan teiginn og koma sér í skotið. Skotið var ekki sérstakt en skaust af varnarmanni óverjandi upp í hornið.
Skömmu síðar bjargaði Emil Forsberg síðan á marklínu í einu af fáum góðu færum Svisslendinga í leiknum. Hann var því hetja Svía í leiknum.
14 - Emil Forsberg's opener was his first goal for Sweden at the World Cup, with what was his 14th shot (inc. blocks) of the 2018 tournament. Arrival. #SWESUI#SWE#WorldCuppic.twitter.com/xeiTTiSnZJ
— OptaJoe (@OptaJoe) July 3, 2018