Guðbjörg Matthíasdóttir greiddi sér 3,2 milljarða í arð úr félagi sínu Sigurður Mikael Jónsson skrifar 3. júlí 2018 06:00 Guðbjörg M. Matthíasdóttir á ársfundi LÍÚ á sínum tíma. VISIR/ANTON ÍV fjárfestingafélag ehf., eigandi Ísfélags Vestmannaeyja eins stærsta útgerðarfélags landsins, greiddi út rúma 3,2 milljarða króna í arð til eiganda síns í fyrra. Fjárfestingafélagið er í eigu Fram ehf. sem aftur er að langstærstum hluta í eigu athafnakonunnar Guðbjargar M. Matthíasdóttur. Þetta kemur fram í nýjum ársreikningi ÍV fjárfestingafélags fyrir árið 2017. Félagið skilaði ríflega 630 milljóna króna hagnaði og eigið fé þess nam í árslok 2017 ríflega 13,6 milljörðum króna. Helsta og svo til eina eign þess er ríflega 80 prósenta hlutur í útgerðarfélaginu Ísfélagi Vestmannaeyja. Í síðasta mánuði var greint frá því að Ísfélag Vestmannaeyja hefði skilað 4,2 milljóna dala hagnaði, jafnvirði 440 milljóna króna, á síðasta ári. Það reyndist nokkur samdráttur frá fyrra ári þegar hagnaðurinn nam 16,7 milljónum en neikvæður gengismunur upp á nærri 9 milljónir dala litaði afkomuna. Útgerðarfélagið greiddi þó alls 15 milljónir dala, um 1,6 milljarða króna, í arð til hluthafa í fyrra. Fyrirtæki í sjávarútvegi hafa í umræðunni um frumvarp um lækkun veiðigjalds, sem fyrr, kvartað undan skaðsemi gjaldanna á reksturinn samhliða lakari afkomu, miklum kostnaðarhækkunum og sterkara gengi. Ekki tókst að afgreiða frumvarpið sem vakti hörð viðbrögð þegar það kom fram. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, segir erfitt að búa til meginreglu út frá einu fyrirtæki, sem virðist ekki á vonarvöl þrátt fyrir veiðigjöldin. „Ég held að stóra myndin sé sú að það þarf að halda áfram að reka öflugan sjávarútveg, en það er öllum ljóst að það þarf að borga sanngjarnt auðlindagjald, þannig að þjóðin fái réttmætan arð í sinn hlut,“ segir Þorgerður Katrín. Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tengdar fréttir Ísfélag Vestmannaeyja hagnast um 1,3 milljarða Hagnaður Ísfélagsins dregst saman milli ára. 12. október 2016 09:00 Mest lesið „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Fleiri fréttir Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Sjá meira
ÍV fjárfestingafélag ehf., eigandi Ísfélags Vestmannaeyja eins stærsta útgerðarfélags landsins, greiddi út rúma 3,2 milljarða króna í arð til eiganda síns í fyrra. Fjárfestingafélagið er í eigu Fram ehf. sem aftur er að langstærstum hluta í eigu athafnakonunnar Guðbjargar M. Matthíasdóttur. Þetta kemur fram í nýjum ársreikningi ÍV fjárfestingafélags fyrir árið 2017. Félagið skilaði ríflega 630 milljóna króna hagnaði og eigið fé þess nam í árslok 2017 ríflega 13,6 milljörðum króna. Helsta og svo til eina eign þess er ríflega 80 prósenta hlutur í útgerðarfélaginu Ísfélagi Vestmannaeyja. Í síðasta mánuði var greint frá því að Ísfélag Vestmannaeyja hefði skilað 4,2 milljóna dala hagnaði, jafnvirði 440 milljóna króna, á síðasta ári. Það reyndist nokkur samdráttur frá fyrra ári þegar hagnaðurinn nam 16,7 milljónum en neikvæður gengismunur upp á nærri 9 milljónir dala litaði afkomuna. Útgerðarfélagið greiddi þó alls 15 milljónir dala, um 1,6 milljarða króna, í arð til hluthafa í fyrra. Fyrirtæki í sjávarútvegi hafa í umræðunni um frumvarp um lækkun veiðigjalds, sem fyrr, kvartað undan skaðsemi gjaldanna á reksturinn samhliða lakari afkomu, miklum kostnaðarhækkunum og sterkara gengi. Ekki tókst að afgreiða frumvarpið sem vakti hörð viðbrögð þegar það kom fram. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, segir erfitt að búa til meginreglu út frá einu fyrirtæki, sem virðist ekki á vonarvöl þrátt fyrir veiðigjöldin. „Ég held að stóra myndin sé sú að það þarf að halda áfram að reka öflugan sjávarútveg, en það er öllum ljóst að það þarf að borga sanngjarnt auðlindagjald, þannig að þjóðin fái réttmætan arð í sinn hlut,“ segir Þorgerður Katrín.
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tengdar fréttir Ísfélag Vestmannaeyja hagnast um 1,3 milljarða Hagnaður Ísfélagsins dregst saman milli ára. 12. október 2016 09:00 Mest lesið „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Fleiri fréttir Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Sjá meira
Ísfélag Vestmannaeyja hagnast um 1,3 milljarða Hagnaður Ísfélagsins dregst saman milli ára. 12. október 2016 09:00