Vinnueftirlitið lokaði herbergjum á lungnadeild Landspítalans Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. febrúar 2018 22:59 Um er að ræða erbergi á lungnadeild spítalans í Fossvogi. vísir/vilhelm Vinnueftirlitið hefur lokað tveimur herbergjum á lungnadeild Landspítalans í Fossvogi meðal annars vegna rakaskemmda og fúkkalyktar. Frá þessu er greint á vef Vinnueftirlitsins en annars vegar er um að ræða vaktherbergi 618 og lyfjaherbergi merkt 626. Samkvæmt ákvörðun Vinnueftirlitsins er öll vinna bönnuð í herbergjunum þar sem líf og heilbrigði starfsmanna er talin hætta búin, uns búið er að gera úrbætur, en vinna má að þeim þrátt fyrir bannið. Vinnueftirlitið fór í eftirlitsheimsókn á lungnadeildina í lok janúar. Í skoðunarskýrslu er að finna lýsingu og mat á aðstæðum. Segir meðal annars að í lyfjaherbergi séu sjáanlegar rakaskemmdir auk þess sem að þar sé megn fúkkalykt. Þá var búið að brjóta gat á forskalaðan vegg þannig að hægt var að sjá rör í veggnum. Veggir virtust vera klæddir með tjörupappa að innan sem leit mun verr út í nágrenni við rörin en fjær. Gæti það verið vísbending um langvarandi leka. Hinu megin við vegginn var svo aðstaða deildarritara og vaktherbergi. Í þeim rýmum hefur fundist megn lykt öðru hverju síðan í nóvember í fyrra. Eru það fyrirmæli frá Vinnueftirlitinu að öllum starfsmönnum á lungnadeild skuli boðið að fara í heilsufarsskoðun með tilliti til áhrifa frá myglusvepp. Vinnueftirlitið veitir spítalanum frest til 28. febrúar til að tilkynna um úrbætur og útfærslur á þeim í tengslum við rakaskemmdirnar í lyfjaherberginu. Heilbrigðismál Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Sjá meira
Vinnueftirlitið hefur lokað tveimur herbergjum á lungnadeild Landspítalans í Fossvogi meðal annars vegna rakaskemmda og fúkkalyktar. Frá þessu er greint á vef Vinnueftirlitsins en annars vegar er um að ræða vaktherbergi 618 og lyfjaherbergi merkt 626. Samkvæmt ákvörðun Vinnueftirlitsins er öll vinna bönnuð í herbergjunum þar sem líf og heilbrigði starfsmanna er talin hætta búin, uns búið er að gera úrbætur, en vinna má að þeim þrátt fyrir bannið. Vinnueftirlitið fór í eftirlitsheimsókn á lungnadeildina í lok janúar. Í skoðunarskýrslu er að finna lýsingu og mat á aðstæðum. Segir meðal annars að í lyfjaherbergi séu sjáanlegar rakaskemmdir auk þess sem að þar sé megn fúkkalykt. Þá var búið að brjóta gat á forskalaðan vegg þannig að hægt var að sjá rör í veggnum. Veggir virtust vera klæddir með tjörupappa að innan sem leit mun verr út í nágrenni við rörin en fjær. Gæti það verið vísbending um langvarandi leka. Hinu megin við vegginn var svo aðstaða deildarritara og vaktherbergi. Í þeim rýmum hefur fundist megn lykt öðru hverju síðan í nóvember í fyrra. Eru það fyrirmæli frá Vinnueftirlitinu að öllum starfsmönnum á lungnadeild skuli boðið að fara í heilsufarsskoðun með tilliti til áhrifa frá myglusvepp. Vinnueftirlitið veitir spítalanum frest til 28. febrúar til að tilkynna um úrbætur og útfærslur á þeim í tengslum við rakaskemmdirnar í lyfjaherberginu.
Heilbrigðismál Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Sjá meira