Stíflan í Laxá sprengd vegna þess að hún lá vel við höggi Kristján Már Unnarsson skrifar 19. febrúar 2018 22:15 Jón Benediktsson, bóndi á Auðnum í Laxárdal. Fyrir aftan má sjá dalinn sem átti að sökkva. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Stíflan fræga sem sprengd var í Mývatnssveit fyrir nærri hálfri öld var valin vegna þess að hún lá vel við höggi. Þetta kom fram í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld en þar rifjuðu bændur úr Laxárdal upp þennan magnaða atburð, sem talinn er hafa markað þáttaskil í náttúruvernd hérlendis. Þetta var aðalfrétt dagblaðanna í lok ágústmánaðar 1970. Þetta var ein stærsta frétt ársins 1970 þegar þingeyskir bændur komu saman og sprengdu stíflu í Miðkvísl Laxár þar sem hún rennur úr Mývatni. Stóru átökin snerust þó ekki um þessa litlu stíflu heldur um miklu stærri áform, nærri sextíu metra háa stíflu sem reisa átti efst í gljúfrunum ofan Laxárvirkjunar, ásamt miklum vatnaflutningum af vatnasviði Skjálfandafljóts. Við rifjuðum upp þessa atburði með Laxdælingum en bræðurnir frá Halldórsstöðum, þeir Hallgrímur og Halldór Valdimarssynir, segja að stíflan hefði fært allt undirlendi Laxárdals á kaf. „Það hreyfði hér verulega við fólki. Og við höldum að nánast allir Laxdælingar hafi verið andsnúnir þessu,” sagði Halldór. Bræðurnir frá Halldórsstöðum, þeir Hallgrímur og Halldór Valdimarssynir.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Þegar fjölmennur mótmælaakstur Þingeyinga til Akureyrar dugði ekki á ráðamenn voru send sterkari skilaboð; með dínamiti. Jón Benediktsson á Auðnum segir að stíflan í Miðkvísl hafi verið valin vegna þess að hún var reist án tilskilinna stjórnvaldsleyfa. „Og gegn hörðum andmælum landeigenda, sem sáu sér ekki fært að koma við lögbanni. Þannig að þetta mannvirki átti eiginlega engan rétt á sér og lá þessvegna vel við höggi,” sagði Jón. Áskell Jónasson á Þverá tók einnig þátt í að sprengja stífluna. En er orðið ljóst að bændurnir höfðu sigur? „Já, ég held að það megi segja það. Maður er að vona að það sé orðinn endanlegur sigur,” sagði Áskell. Áskell Jónasson, bóndi á Þverá í Laxárdal.Stöð 2/Arnar Halldórsson. En er Laxárdeilunni í raun lokið? Þeirri spurningu var varpað fram í þættinum í kvöld. Þátturinn verður endursýndur næstkomandi sunnudagskvöld klukkan 17.30. Áfram verður svo fjallað um mannlíf í Laxárdal í næsta þætti „Um land allt" mánudagskvöldið 26. febrúar en þá kynnumst við sögufrægum húsaminjum og heyrum af litríkum Laxdælingum fyrri tíma. Brot úr þættinum mátti sjá í fréttum Stöðvar 2 í kvöld: Um land allt Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Segir Laxárdeilu vonandi lokið með bættri virkjun Áratuga rekstrarvandræði Laxárvirkjunar í Þingeyjarsýslum virðast fyrir bí eftir viðamiklar endurbætur á virkjuninni. Vonast er til að jafnframt sé lokið deilunni sem markaði upphaf náttúruverndar á Íslandi. 11. október 2017 21:28 Mest lesið Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Innlent Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Erlent Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Innlent Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Erlent Fleiri fréttir „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Sjá meira
Stíflan fræga sem sprengd var í Mývatnssveit fyrir nærri hálfri öld var valin vegna þess að hún lá vel við höggi. Þetta kom fram í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld en þar rifjuðu bændur úr Laxárdal upp þennan magnaða atburð, sem talinn er hafa markað þáttaskil í náttúruvernd hérlendis. Þetta var aðalfrétt dagblaðanna í lok ágústmánaðar 1970. Þetta var ein stærsta frétt ársins 1970 þegar þingeyskir bændur komu saman og sprengdu stíflu í Miðkvísl Laxár þar sem hún rennur úr Mývatni. Stóru átökin snerust þó ekki um þessa litlu stíflu heldur um miklu stærri áform, nærri sextíu metra háa stíflu sem reisa átti efst í gljúfrunum ofan Laxárvirkjunar, ásamt miklum vatnaflutningum af vatnasviði Skjálfandafljóts. Við rifjuðum upp þessa atburði með Laxdælingum en bræðurnir frá Halldórsstöðum, þeir Hallgrímur og Halldór Valdimarssynir, segja að stíflan hefði fært allt undirlendi Laxárdals á kaf. „Það hreyfði hér verulega við fólki. Og við höldum að nánast allir Laxdælingar hafi verið andsnúnir þessu,” sagði Halldór. Bræðurnir frá Halldórsstöðum, þeir Hallgrímur og Halldór Valdimarssynir.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Þegar fjölmennur mótmælaakstur Þingeyinga til Akureyrar dugði ekki á ráðamenn voru send sterkari skilaboð; með dínamiti. Jón Benediktsson á Auðnum segir að stíflan í Miðkvísl hafi verið valin vegna þess að hún var reist án tilskilinna stjórnvaldsleyfa. „Og gegn hörðum andmælum landeigenda, sem sáu sér ekki fært að koma við lögbanni. Þannig að þetta mannvirki átti eiginlega engan rétt á sér og lá þessvegna vel við höggi,” sagði Jón. Áskell Jónasson á Þverá tók einnig þátt í að sprengja stífluna. En er orðið ljóst að bændurnir höfðu sigur? „Já, ég held að það megi segja það. Maður er að vona að það sé orðinn endanlegur sigur,” sagði Áskell. Áskell Jónasson, bóndi á Þverá í Laxárdal.Stöð 2/Arnar Halldórsson. En er Laxárdeilunni í raun lokið? Þeirri spurningu var varpað fram í þættinum í kvöld. Þátturinn verður endursýndur næstkomandi sunnudagskvöld klukkan 17.30. Áfram verður svo fjallað um mannlíf í Laxárdal í næsta þætti „Um land allt" mánudagskvöldið 26. febrúar en þá kynnumst við sögufrægum húsaminjum og heyrum af litríkum Laxdælingum fyrri tíma. Brot úr þættinum mátti sjá í fréttum Stöðvar 2 í kvöld:
Um land allt Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Segir Laxárdeilu vonandi lokið með bættri virkjun Áratuga rekstrarvandræði Laxárvirkjunar í Þingeyjarsýslum virðast fyrir bí eftir viðamiklar endurbætur á virkjuninni. Vonast er til að jafnframt sé lokið deilunni sem markaði upphaf náttúruverndar á Íslandi. 11. október 2017 21:28 Mest lesið Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Innlent Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Erlent Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Innlent Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Erlent Fleiri fréttir „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Sjá meira
Segir Laxárdeilu vonandi lokið með bættri virkjun Áratuga rekstrarvandræði Laxárvirkjunar í Þingeyjarsýslum virðast fyrir bí eftir viðamiklar endurbætur á virkjuninni. Vonast er til að jafnframt sé lokið deilunni sem markaði upphaf náttúruverndar á Íslandi. 11. október 2017 21:28