Kaupréttur á hlut ríkisins í Arion banka fortakslaus Þorbjörn Þórðarson skrifar 19. febrúar 2018 21:30 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði á Alþingi í dag að kaupréttur Kaupskila á hlut ríkisins í Arion banka væri „fortakslaus.“ Ríkinu er skylt að selja hlut sinn í Arion banka samkvæmt ákvæði um kauprétt í hluthafasamkomulagi frá 2009. Kaupskil er dótturfélag eignarhaldsfélagsins Kaupþings en félagið á 57 prósenta hlut í Arion banka. Í síðustu viku var greint frá því að Kaupskil hygðist nýta sér kauprétt á 13 prósenta hlut ríkisins í Arion banka á 23,4 milljarða króna. Bankasýsla ríkisins sendi í dag tillögu til fjármála- og efnahagsráðherra um að selja Kaupskilum hlut ríkisins í samræmi við kaupréttinn. Kauprétturinn kemur fram í hluthafasamkomulagi sem gert var á milli Nýja Kaupþings, þ.e. Arion banka, Kaupskila og ríkisins 3. september 2009 vegna stofnfjármögnunar Arion banka. Þar segir: „Kaupskil skal hafa kauprétt á hlutabréfum ríkisins þar sem Kaupskil hefur rétt til að kaupa hlutabréf ríkisins í Nýja Kaupþingi (Arion banka innsk.blm).“ Orðin „skal hafa (e. shall have)“ í texta hluthafasamkomulagsins eru ekki undirorpin túlkun og fela í sér skyldu fyrir ríkið. Í umræðu síðustu daga hefur verið gefið í skyn að ríkissjóður geti hafnað kaupréttinum. Eins og hann er orðaður í texta samningsins er ljóst að um er að ræða skyldu til afhendingar á hlutabréfum miðað við ákveðnar forsendur um verð sem höfðu verið teknar út þegar hluthafasamkomulagið var birt á sínum tíma. Ljóst er að ef ríkið myndi hafna virkjun kaupréttarins væri það í raun að brjóta ákvæði hluthafasamkomulagsins. Kauprétturinn er svokallaður "call option." Þetta eru í raun sambærileg réttindi og kaupréttir sem stjórnendur fjármálafyrirtækja fá til kaupa á hlutabréfum. Logi Einarson formaður Samfylkingarinnar spurði forsætisráðherra út í nýtingu kaupréttarins í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. „Þegar ríkið ákvað að setja framlag inn í Arion banka upp á 9,8 milljarða króna þá var þetta kaupréttarákvæði sett inn sem snýst um að að þessi aðili getur kosið að kaupa ríkið út úr Arion banka á hverjum þeim tímapunkti sem kann að koma upp. Það er að segja, kauprétturinn er fortakslaus, honum má ekki rugla saman við forkaupsrétt sem hefur auðvitað líka verið töluvert til umræðu hér í þessum sal,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Tengdar fréttir Sigmundur Davíð segir vogunarsjóðina aftur hafa tekið völdin Formaður Miðflokksins segir að verðið fyrir hlut ríkisins á Arion banka blikni við hliðina á því tækifæri sem ríkið hafi misst af við að endurskipuleggja fjármálakerfið. 16. febrúar 2018 12:41 Ætla að nýta kauprétt á hlut ríkisins í Arion banka Kaupskil, dótturfélag Kaupþings ehf, hefur tilkynnt Bankasýslu ríkisins um að félagið hyggist nýta sér kauprétt á kauprétt á þrettán prósent hlut ríkisins í Arion banka hf. Kaupverðið er 23,4 milljarðar króna. 15. febrúar 2018 10:29 Bankasýslan leggur til sölu á eignarhlut ríkisins í Arion banka Dótturfélag Kaupþings eignast 13% eignarhlut ríkisins í Arion banka samkvæmt tillögu Bankasýslunnar til fjármálaráðherra. 19. febrúar 2018 19:02 Mest lesið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur Neytendur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Neytendur Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Uppsagnir hjá Controlant Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Viðskipti innlent Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði á Alþingi í dag að kaupréttur Kaupskila á hlut ríkisins í Arion banka væri „fortakslaus.“ Ríkinu er skylt að selja hlut sinn í Arion banka samkvæmt ákvæði um kauprétt í hluthafasamkomulagi frá 2009. Kaupskil er dótturfélag eignarhaldsfélagsins Kaupþings en félagið á 57 prósenta hlut í Arion banka. Í síðustu viku var greint frá því að Kaupskil hygðist nýta sér kauprétt á 13 prósenta hlut ríkisins í Arion banka á 23,4 milljarða króna. Bankasýsla ríkisins sendi í dag tillögu til fjármála- og efnahagsráðherra um að selja Kaupskilum hlut ríkisins í samræmi við kaupréttinn. Kauprétturinn kemur fram í hluthafasamkomulagi sem gert var á milli Nýja Kaupþings, þ.e. Arion banka, Kaupskila og ríkisins 3. september 2009 vegna stofnfjármögnunar Arion banka. Þar segir: „Kaupskil skal hafa kauprétt á hlutabréfum ríkisins þar sem Kaupskil hefur rétt til að kaupa hlutabréf ríkisins í Nýja Kaupþingi (Arion banka innsk.blm).“ Orðin „skal hafa (e. shall have)“ í texta hluthafasamkomulagsins eru ekki undirorpin túlkun og fela í sér skyldu fyrir ríkið. Í umræðu síðustu daga hefur verið gefið í skyn að ríkissjóður geti hafnað kaupréttinum. Eins og hann er orðaður í texta samningsins er ljóst að um er að ræða skyldu til afhendingar á hlutabréfum miðað við ákveðnar forsendur um verð sem höfðu verið teknar út þegar hluthafasamkomulagið var birt á sínum tíma. Ljóst er að ef ríkið myndi hafna virkjun kaupréttarins væri það í raun að brjóta ákvæði hluthafasamkomulagsins. Kauprétturinn er svokallaður "call option." Þetta eru í raun sambærileg réttindi og kaupréttir sem stjórnendur fjármálafyrirtækja fá til kaupa á hlutabréfum. Logi Einarson formaður Samfylkingarinnar spurði forsætisráðherra út í nýtingu kaupréttarins í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. „Þegar ríkið ákvað að setja framlag inn í Arion banka upp á 9,8 milljarða króna þá var þetta kaupréttarákvæði sett inn sem snýst um að að þessi aðili getur kosið að kaupa ríkið út úr Arion banka á hverjum þeim tímapunkti sem kann að koma upp. Það er að segja, kauprétturinn er fortakslaus, honum má ekki rugla saman við forkaupsrétt sem hefur auðvitað líka verið töluvert til umræðu hér í þessum sal,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.
Tengdar fréttir Sigmundur Davíð segir vogunarsjóðina aftur hafa tekið völdin Formaður Miðflokksins segir að verðið fyrir hlut ríkisins á Arion banka blikni við hliðina á því tækifæri sem ríkið hafi misst af við að endurskipuleggja fjármálakerfið. 16. febrúar 2018 12:41 Ætla að nýta kauprétt á hlut ríkisins í Arion banka Kaupskil, dótturfélag Kaupþings ehf, hefur tilkynnt Bankasýslu ríkisins um að félagið hyggist nýta sér kauprétt á kauprétt á þrettán prósent hlut ríkisins í Arion banka hf. Kaupverðið er 23,4 milljarðar króna. 15. febrúar 2018 10:29 Bankasýslan leggur til sölu á eignarhlut ríkisins í Arion banka Dótturfélag Kaupþings eignast 13% eignarhlut ríkisins í Arion banka samkvæmt tillögu Bankasýslunnar til fjármálaráðherra. 19. febrúar 2018 19:02 Mest lesið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur Neytendur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Neytendur Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Uppsagnir hjá Controlant Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Viðskipti innlent Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Sjá meira
Sigmundur Davíð segir vogunarsjóðina aftur hafa tekið völdin Formaður Miðflokksins segir að verðið fyrir hlut ríkisins á Arion banka blikni við hliðina á því tækifæri sem ríkið hafi misst af við að endurskipuleggja fjármálakerfið. 16. febrúar 2018 12:41
Ætla að nýta kauprétt á hlut ríkisins í Arion banka Kaupskil, dótturfélag Kaupþings ehf, hefur tilkynnt Bankasýslu ríkisins um að félagið hyggist nýta sér kauprétt á kauprétt á þrettán prósent hlut ríkisins í Arion banka hf. Kaupverðið er 23,4 milljarðar króna. 15. febrúar 2018 10:29
Bankasýslan leggur til sölu á eignarhlut ríkisins í Arion banka Dótturfélag Kaupþings eignast 13% eignarhlut ríkisins í Arion banka samkvæmt tillögu Bankasýslunnar til fjármálaráðherra. 19. febrúar 2018 19:02