Mistök við lagasetningu alltof algeng Jóhann Óli Eiðsson skrifar 19. febrúar 2018 07:00 Steingrímur J. Sigfússon er forseti Alþingis. VÍSIR/ANTON BRINK Meðferð lagafrumvarpa og þingmála leiðir ítrekað af sér að mistök verða við lagasetningu. Breytingar á líftíma frumvarpa, innleiðing tölvutækni við vinnslu þingskjala auk auðkenningar á breytingartillögum er meðal þess sem tveir þingmenn sjá fyrir sér að gæti leyst úr vandanum. Fyrir helgi var lögð fram utan þingfundar breyting á lögum við meðferð sakamála. Við breytingar á lögum við stofnun millidómstigs leiddi handvömm til þess að ákvæði um innheimtu sakarkostnaðar féll úr lögum og hefur ekkert slíkt verið í gildi frá áramótum. Ár er frá því að Alþingi lagfærði afturvirkt mistök í almannatryggingalögum sem hefðu getað kostað ríkið 2,5 milljarða á mánuði. „Lagasetning á Íslandi er oft óttalegt fúsk sem unnin er í fljótheitum,“ segir Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Hún nefnir ný útlendingalög sem samþykkt voru 2016 og tóku gildi 2017. „Þeim hefur verið breytt fimm sinnum þar sem gerð voru augljós mistök við setningu þeirra sem komu harkalega niður á hagsmunum fólks.“Helga Vala Helgadóttir er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.VÍSIR/VILHELMHelga telur að það væri til bóta að þingmál myndu lifa út kjörtímabilið í stað þess að falla dauð niður í lok hvers þings. „Með því móti væri unnt að vanda betur til verka.“ Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, tekur í sama streng. „Það er oft gífurleg tímapressa á þinginu og lítill eða enginn fyrirsjáanleiki um hvaða mál verða kláruð hvenær. Þingmenn eru ítrekað settir í þá stöðu að kynna sér stór og viðamikil mál á stuttum tíma.“ Helgi segir litla virðingu borna fyrir vandamálinu. Þingmenn sem setið hafa lengi séu oft búnir að venjast fyrirkomulaginu og geti illa sett sig í spor þeirra sem finnst þetta vandamál. Hægt væri að skila lögum frá þinginu, sem ekki þyrfti sífellt að plástra, með breyttu fyrirkomulagi. „Það er þreytandi hvernig lítið er gert úr því þegar þingmenn kvarta yfir skorti á tíma og fyrirsjáanleika. Þetta er stofnun sem snýst um að fara með ágreiningsefni og því er undirliggjandi hvati til að láta eins og þetta sé ekki vandamál.“ Árið 2015 lagði Helgi fram þingsályktunartillögu um tölvutækt snið þingskjala og auðkenningu breytingartillagna. Sú fyrrnefnda varð að ályktun og vinnur starfshópur nú samkvæmt henni. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Sjá meira
Meðferð lagafrumvarpa og þingmála leiðir ítrekað af sér að mistök verða við lagasetningu. Breytingar á líftíma frumvarpa, innleiðing tölvutækni við vinnslu þingskjala auk auðkenningar á breytingartillögum er meðal þess sem tveir þingmenn sjá fyrir sér að gæti leyst úr vandanum. Fyrir helgi var lögð fram utan þingfundar breyting á lögum við meðferð sakamála. Við breytingar á lögum við stofnun millidómstigs leiddi handvömm til þess að ákvæði um innheimtu sakarkostnaðar féll úr lögum og hefur ekkert slíkt verið í gildi frá áramótum. Ár er frá því að Alþingi lagfærði afturvirkt mistök í almannatryggingalögum sem hefðu getað kostað ríkið 2,5 milljarða á mánuði. „Lagasetning á Íslandi er oft óttalegt fúsk sem unnin er í fljótheitum,“ segir Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Hún nefnir ný útlendingalög sem samþykkt voru 2016 og tóku gildi 2017. „Þeim hefur verið breytt fimm sinnum þar sem gerð voru augljós mistök við setningu þeirra sem komu harkalega niður á hagsmunum fólks.“Helga Vala Helgadóttir er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.VÍSIR/VILHELMHelga telur að það væri til bóta að þingmál myndu lifa út kjörtímabilið í stað þess að falla dauð niður í lok hvers þings. „Með því móti væri unnt að vanda betur til verka.“ Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, tekur í sama streng. „Það er oft gífurleg tímapressa á þinginu og lítill eða enginn fyrirsjáanleiki um hvaða mál verða kláruð hvenær. Þingmenn eru ítrekað settir í þá stöðu að kynna sér stór og viðamikil mál á stuttum tíma.“ Helgi segir litla virðingu borna fyrir vandamálinu. Þingmenn sem setið hafa lengi séu oft búnir að venjast fyrirkomulaginu og geti illa sett sig í spor þeirra sem finnst þetta vandamál. Hægt væri að skila lögum frá þinginu, sem ekki þyrfti sífellt að plástra, með breyttu fyrirkomulagi. „Það er þreytandi hvernig lítið er gert úr því þegar þingmenn kvarta yfir skorti á tíma og fyrirsjáanleika. Þetta er stofnun sem snýst um að fara með ágreiningsefni og því er undirliggjandi hvati til að láta eins og þetta sé ekki vandamál.“ Árið 2015 lagði Helgi fram þingsályktunartillögu um tölvutækt snið þingskjala og auðkenningu breytingartillagna. Sú fyrrnefnda varð að ályktun og vinnur starfshópur nú samkvæmt henni.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Sjá meira