Körfubolti

Craig: Belgar sáu við okkur

Árni Jóhannsson skrifar
Þjálfarateymi Íslands í kvöld
Þjálfarateymi Íslands í kvöld vísir/daníel
„Við vorum mjög góðir sóknarlega í fyrsta leikhluta og fengum fullt af stigum eftir góðan varnarleik. Belgarnir fundu síðan lausnir á vörninni okkar og náðu að hitta mjög vel en þá gerði það okkur erfitt fyrir að komast í takt sóknarlega“, var það fyrsta sem þjálfari Íslands hafði að segja um leikinn og afhverju hann fór eins og hann fór en sóknarleikur liðsins hefði þurft að vera betri til að fá eitthvað út úr leiknum við Belgíu.

Craig viðurkenndi það að liðið saknaði hinna meiddu leikmanna óskaplega.

„Já við heldur betur söknum Martins og Hauks Helga, sérstaklega sóknarlega. Það er mjög erfitt að fylla skörðin þeirra en þetta eru þeir leikmenn sem spila á hæsta stigi og eru að spila fullt af mínútum fyrir liðin sín. Þetta kemur náttúrlega fyrir öll lið og þeir sem að komu í staðinn fyrir þessa leikmenn stóðu sig mjög vel og stærstan hluta leiksins gekk varnarskipulagið okkar upp. Belgar eru með mjög reynt lið og klára leikmenn þannig að þeir fundu lausnir á okkar leik og einnig þegar við brydduðum upp á einhverjum nýjungum. Við gerðum samt heiðarlega tilraun til að vinna leikinn og þegar við vorum fimm eða sex stigum undir í lok leiksins þá fengum við allavega þrjú góð tækifæri til að skora en boltinn vildi bara ekki ofan í og þannig misstum við Belgana of langt frá okkur“.

Craig var síðan beðinn um að leggja mat á framhaldið í riðlinum.

„Þetta er erfitt og þá sérstaklega þar sem við höfum þetta ekki í okkar höndum. Ef Belgar vinna Portúgal á sunnudaginn þá eru þeir búnir að vinna riðilinn en Portúgalir eru erfiðir heim að sækja og sigur Portúgals gæti opnað riðilinn upp á gátt“.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×