Niðrandi ummæli Miðflokksmanna um Lilju Alfreðsdóttur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. nóvember 2018 16:59 Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra er upptekin í Osló við fullveldishátíðarhöld. Fréttablaðið/Anton Brink Gunnar Bragi Sveinsson kallaði hana helvítis tík. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir henni ekki treystandi. Bergþór Ólason segir enga konu hafa teymt sig eins lengi á asnaeyrum sem hann hefur ekki fengið að ríða. Svo mörg og fleiri voru orð þriggja þingmanna Miðflokksins um Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra eftir því sem Stundin hefur eftir upptökum af umræðum fyrrnefndra þingmanna sem fengu sér neðan í því á hótelbar fyrir rúmri viku. Af umræðum þeirra virðast þeir vera ósáttir við Lilju. Gunnar Bragi og Sigmundur Davíð voru með Lilju í Framsóknarflokknum þar sem óhætt er að segja að loftið hafi súrnað eftir birtingu Panamaskjalanna. Sigmundur Davíð skipaði Lilju á sínum tíma utanríkisráðherra.Gunnar Bragi segir í samtali við fréttastofu að hann telji enga ástæðu fyrir þingmenn að segja af sér.Vísir/VilhelmSigmundur segist geta kennt sjálfum sér um „Ef að Lilja hefði einhvern áhuga á að tengjast við okkur þá hefði hún hringt í sumar,“ segir Gunnar Bragi á upptökunni. „Auðvitað“ og „alveg augljóst“ svara Sigmundur Davíð og Bergþór. Gunnar Bragi hrópar: „Henni er bara fokking sama um hvað við erum að gera. Hjólum í helvítis tíkina! Það er bara málið. Af hverju erum við að hlífa henni? Ég er að verða brjálaður! Af hverju erum við að hlífa henni?“ Stundin segir Sigmund í framhaldinu segjast sammála. „Ég get algjörlega sjálfum mér um kennt,“ segir hann og vísar þar væntanlega til þess þegar Lilja var skipuð utanríkisráðherra að hugmynd hans árið 2016 eftir að Panamaskjölin komu fram og Sigmundur þurfti að segja af sér embætti forsætisráðherra. „Ég er búinn að láta þessa konu yrða á mig aftur og aftur,“ segir Sigmundur Davíð.Bergþór Ólason hefur ekki svarað símtölum fréttastofu í dag.Bergþóri tíðrætt um kynlíf „Það hefur engin gugga teymt mig meira á asnaeyrunum en hún, sem ég hef ekki fengið að ríða,“ bætir Bergþór við og vísar þar líklega til Lilju. „Og hún hefur teygt ykkur miklu lengur. Ég er bara nýbúinn að kynnast henni. Þegar við hittumst í skötuveislunni fyrir nokkrum árum þá vissi ég ekki að hún væri til.“ „Það er alveg rétt hjá þér,“ segir Sigmundur Davíð. „Henni er ekki treystandi og hún spilar á karlmenn eins og kvenfólk kann.“ „Who the fuck is that bitch?“ segir einn þingmannanna um Lilju og annar segir „Fuck that bitch“. „Þú getur riðið henni, skilurðu,“ segir Bergþór og virðist samkvæmt Stundinni einnig vísa til Lilju. Ekki náðist í Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra, sem stödd er í Osló, þar sem hún er að flytja erindi á hátíðarsamkomu í Oslóarháskóla sem haldin er í tilefni af 100 ára fullveldisafmæli Íslands. Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson kallaði hana helvítis tík. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir henni ekki treystandi. Bergþór Ólason segir enga konu hafa teymt sig eins lengi á asnaeyrum sem hann hefur ekki fengið að ríða. Svo mörg og fleiri voru orð þriggja þingmanna Miðflokksins um Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra eftir því sem Stundin hefur eftir upptökum af umræðum fyrrnefndra þingmanna sem fengu sér neðan í því á hótelbar fyrir rúmri viku. Af umræðum þeirra virðast þeir vera ósáttir við Lilju. Gunnar Bragi og Sigmundur Davíð voru með Lilju í Framsóknarflokknum þar sem óhætt er að segja að loftið hafi súrnað eftir birtingu Panamaskjalanna. Sigmundur Davíð skipaði Lilju á sínum tíma utanríkisráðherra.Gunnar Bragi segir í samtali við fréttastofu að hann telji enga ástæðu fyrir þingmenn að segja af sér.Vísir/VilhelmSigmundur segist geta kennt sjálfum sér um „Ef að Lilja hefði einhvern áhuga á að tengjast við okkur þá hefði hún hringt í sumar,“ segir Gunnar Bragi á upptökunni. „Auðvitað“ og „alveg augljóst“ svara Sigmundur Davíð og Bergþór. Gunnar Bragi hrópar: „Henni er bara fokking sama um hvað við erum að gera. Hjólum í helvítis tíkina! Það er bara málið. Af hverju erum við að hlífa henni? Ég er að verða brjálaður! Af hverju erum við að hlífa henni?“ Stundin segir Sigmund í framhaldinu segjast sammála. „Ég get algjörlega sjálfum mér um kennt,“ segir hann og vísar þar væntanlega til þess þegar Lilja var skipuð utanríkisráðherra að hugmynd hans árið 2016 eftir að Panamaskjölin komu fram og Sigmundur þurfti að segja af sér embætti forsætisráðherra. „Ég er búinn að láta þessa konu yrða á mig aftur og aftur,“ segir Sigmundur Davíð.Bergþór Ólason hefur ekki svarað símtölum fréttastofu í dag.Bergþóri tíðrætt um kynlíf „Það hefur engin gugga teymt mig meira á asnaeyrunum en hún, sem ég hef ekki fengið að ríða,“ bætir Bergþór við og vísar þar líklega til Lilju. „Og hún hefur teygt ykkur miklu lengur. Ég er bara nýbúinn að kynnast henni. Þegar við hittumst í skötuveislunni fyrir nokkrum árum þá vissi ég ekki að hún væri til.“ „Það er alveg rétt hjá þér,“ segir Sigmundur Davíð. „Henni er ekki treystandi og hún spilar á karlmenn eins og kvenfólk kann.“ „Who the fuck is that bitch?“ segir einn þingmannanna um Lilju og annar segir „Fuck that bitch“. „Þú getur riðið henni, skilurðu,“ segir Bergþór og virðist samkvæmt Stundinni einnig vísa til Lilju. Ekki náðist í Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra, sem stödd er í Osló, þar sem hún er að flytja erindi á hátíðarsamkomu í Oslóarháskóla sem haldin er í tilefni af 100 ára fullveldisafmæli Íslands.
Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Sjá meira