Flokkarnir á Alþingi skulda nú samtals 850 milljónir króna Sigurður Mikael Jónsson skrifar 29. nóvember 2018 06:00 Tap ríkisstjórnarflokkanna á síðasta ári nam 68 milljónum. Fréttablaðið/Eyþór Stjórnmálaflokkarnir átta sem eiga fulltrúa á Alþingi skulda alls rúmar 850 milljónir, enginn þó meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem einnig fær mest í ríkisframlög. Aðeins Samfylking, Píratar og Viðreisn skiluðu hagnaði í fyrra. Framlög til flokkanna átta frá ríki, fyrirtækjum og einstaklingum námu alls 525 milljónum. Þetta kemur fram þegar útdrættir Ríkisendurskoðunar á ársreikningum stjórnmálaflokkanna fyrir síðasta ár eru skoðaðir. Eins og sjá má í meðfylgjandi töflu er eigið fé fimm flokka neikvætt í lok síðasta árs. Mest var tap Framsóknarflokksins sem að auki er með neikvætt eigið fé upp á rúmar 58 milljónir og skuldir upp á 242 milljónir. Sjálfstæðisflokkurinn er sér á báti fjárhagslega. Fær langhæstu ríkisframlög allra eða 101 milljón, rúmar 15 milljónir í framlög frá fyrirtækjum og öðrum lögaðilum og 44 milljónir í framlög frá einstaklingum auk annarra tekna. Rekstur flokksins kostaði á móti 240 milljónir og þrátt fyrir að skuldir flokksins lækki milli ára nema þær nærri helmingi skulda allra hinna sjö flokkanna til samans. Ríkisendurskoðun gerir þá athugasemd við ársreikning Sjálfstæðisflokksins að í ljós hafi komið að flokkurinn hafi tekið á móti hærri framlögum frá lögaðilum en lög gera ráð fyrir. Sem kunnugt er mega stjórnmálasamtök ekki taka við hærri framlögum frá lögaðilum en 400 þúsund krónum á ári og eru framlög tengdra aðila talin saman. Samkvæmt ársreikningi Sjálfstæðisflokksins fékk flokkurinn 400 þúsund frá Ísfélagi Vestmannaeyja, 400 þúsund krónur frá Ísam ehf. og 100 þúsund króna framlag frá Odda prentun og umbúðum ehf. Allt eru þetta félög í eigu Guðbjargar M. Matthíasdóttur, útgerðarkonu frá Vestmannaeyjum. Ríkisendurskoðun segir að flokkurinn hafi verið upplýstur um tengslin og fór svo að Sjálfstæðismenn endurgreiddu styrkina frá Ísfélaginu og Odda. Flokkarnir sjálfir hafa viðrað áhyggjur af eigin fjárhagsstöðu enda fór það svo að fulltrúar sex flokka sendu í lok síðasta árs erindi til fjárlaganefndar þar sem óskað var eftir viðbótarframlagi á fjárlögum þessa árs. Var farið fram á að heildarframlagið yrði fært úr 286 milljónum króna í 648 milljónir. Beiðnin byggðist á þeim málatilbúnaði flokkanna að staða þeirra væri nú orðin svo slæm að þeir næðu ekki endum saman til að sinna grunnrekstri og slíkt væri ógn við lýðræðið. Beiðnin vakti hörð viðbrögð en svo fór að flokkarnir fengu sitt. Hugsanlegt er því að viðsnúningur verði á taprekstri og skuldasöfnun flokkanna í næstu ársreikningum, í boði ríkisins. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira
Stjórnmálaflokkarnir átta sem eiga fulltrúa á Alþingi skulda alls rúmar 850 milljónir, enginn þó meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem einnig fær mest í ríkisframlög. Aðeins Samfylking, Píratar og Viðreisn skiluðu hagnaði í fyrra. Framlög til flokkanna átta frá ríki, fyrirtækjum og einstaklingum námu alls 525 milljónum. Þetta kemur fram þegar útdrættir Ríkisendurskoðunar á ársreikningum stjórnmálaflokkanna fyrir síðasta ár eru skoðaðir. Eins og sjá má í meðfylgjandi töflu er eigið fé fimm flokka neikvætt í lok síðasta árs. Mest var tap Framsóknarflokksins sem að auki er með neikvætt eigið fé upp á rúmar 58 milljónir og skuldir upp á 242 milljónir. Sjálfstæðisflokkurinn er sér á báti fjárhagslega. Fær langhæstu ríkisframlög allra eða 101 milljón, rúmar 15 milljónir í framlög frá fyrirtækjum og öðrum lögaðilum og 44 milljónir í framlög frá einstaklingum auk annarra tekna. Rekstur flokksins kostaði á móti 240 milljónir og þrátt fyrir að skuldir flokksins lækki milli ára nema þær nærri helmingi skulda allra hinna sjö flokkanna til samans. Ríkisendurskoðun gerir þá athugasemd við ársreikning Sjálfstæðisflokksins að í ljós hafi komið að flokkurinn hafi tekið á móti hærri framlögum frá lögaðilum en lög gera ráð fyrir. Sem kunnugt er mega stjórnmálasamtök ekki taka við hærri framlögum frá lögaðilum en 400 þúsund krónum á ári og eru framlög tengdra aðila talin saman. Samkvæmt ársreikningi Sjálfstæðisflokksins fékk flokkurinn 400 þúsund frá Ísfélagi Vestmannaeyja, 400 þúsund krónur frá Ísam ehf. og 100 þúsund króna framlag frá Odda prentun og umbúðum ehf. Allt eru þetta félög í eigu Guðbjargar M. Matthíasdóttur, útgerðarkonu frá Vestmannaeyjum. Ríkisendurskoðun segir að flokkurinn hafi verið upplýstur um tengslin og fór svo að Sjálfstæðismenn endurgreiddu styrkina frá Ísfélaginu og Odda. Flokkarnir sjálfir hafa viðrað áhyggjur af eigin fjárhagsstöðu enda fór það svo að fulltrúar sex flokka sendu í lok síðasta árs erindi til fjárlaganefndar þar sem óskað var eftir viðbótarframlagi á fjárlögum þessa árs. Var farið fram á að heildarframlagið yrði fært úr 286 milljónum króna í 648 milljónir. Beiðnin byggðist á þeim málatilbúnaði flokkanna að staða þeirra væri nú orðin svo slæm að þeir næðu ekki endum saman til að sinna grunnrekstri og slíkt væri ógn við lýðræðið. Beiðnin vakti hörð viðbrögð en svo fór að flokkarnir fengu sitt. Hugsanlegt er því að viðsnúningur verði á taprekstri og skuldasöfnun flokkanna í næstu ársreikningum, í boði ríkisins.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira