Baktus er miðbæjarbúum vel kunnugur en hann er iðulega á ferli í Austurstræti og býr hann í versluninni Gyllta kettinum.
Á Instagram síðu Baktusar, sem er með tæplega 7000 fylgjendur, segir að Baktus hafi síðast sést á Klapparstíg í gærkvöldi og hafi ekki skilað sér í Austurstræti í morgun líkt og hann er vanur að gera þegar hann gistir ekki í Gyllta kettinum.
Maður sást taka Baktus með sér í bíl á Klapparstíg og þar virðist hann hafa keyrt í Fífusel í Breiðholti þar sem Baktus sást sleppa úr bílnum og hlaupa í burtu.
Eigendur Baktusar biðja fólk um að hafa augun hjá sér og er veglegum fundarlaunum lofað þeim sem finnur Baktus. Hann er sagður vinalegur og leyfir fólki gjarnan að halda á sér.