Erlent

Risasekt fyrir að eltast við uppljóstrara

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Jes Staley vildi þagga niður i uppljóstrara í Barclays. F
Jes Staley vildi þagga niður i uppljóstrara í Barclays. F vísir/getty
Bandarísk yfirvöld hafa gert breska stórbankanum Barclays að greiða 15 milljónir dollara, eða rúmlega 1,8 milljarða íslenskra króna, í sekt eftir að framkvæmdastjórinn Jes Staley fékk meðal annars öryggisdeild bankans það verkefni að afhjúpa uppljóstrara.

Uppljóstrarinn varaði bankastjórnina skriflega við ráðningu ákveðins einstaklings, Tims Main, í yfirmannsstöðu vegna persónu hans og fyrri gerða í bransanum. Staley og Main voru vinir frá því að þeir störfuðu saman í fjárfestingarbankanum JP Morgan.

The Guardian segir bresk yfirvöld áður hafa sektað Jes Staley um yfir 100 milljónir íslenskra króna vegna afskipta hans af málinu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×