Valitor stefnir að frekari vexti í Evrópu Kristinn Ingi Jónsson skrifar 20. desember 2018 06:15 Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitors. Fréttablaðið/Stefán Markmið Valitors er að fjölga stórum viðskiptavinum kortafyrirtækisins í Evrópu um meira en þrjátíu prósent á næsta ári. Þetta segir Halldór Bjarkar Lúðvígsson, framkvæmdastjóri Valitors Omni-Channel Solutions, í samtali við danska viðskiptablaðið Dansk Handelsblad. Starfsmönnum Valitors á skrifstofu félagsins í Kaupmannahöfn verður fjölgað nokkuð, að sögn Halldórs Bjarkars, en nú starfa þar um eitt hundrað manns. Eins og fram hefur komið áformar Valitor að sameina þrjú dótturfélög sín í Danmörku og Bretlandi undir nafni Valitors um næstu áramót. Eitt félaganna er greiðslumiðlunarfyrirtækið AltaPay sem Valitor keypti í lok árs 2014. Hin tvö eru Chip & Pin og IPS í Bretlandi. AltaPay velti um 38,6 milljónum danskra króna, jafnvirði 714 milljóna íslenskra króna, í fyrra, að því er segir í frétt Dansk Handelsblad, og jókst veltan um 34 prósent á milli ára. Í fréttinni kemur jafnframt fram að stjórnendur Valitors hafi í hyggju að leggja aukna áherslu á að veita evrópskum smásölum svonefndar „Omnichannel“ greiðslulausnir. Mun skrifstofa kortafyrirtækisins í Kaupmannahöfn leika stórt hlutverk í þeirri vinnu. Velta samstæðu Valitors var um 20 milljarðar króna í fyrra og þar af var 70 prósent veltunnar erlendur. Bandaríski fjárfestingarbankinn Citi verður sem kunnugt er ráðgjafi Arion banka við sölu á Valitor, dótturfélagi bankans, en áformað er að selja félagið, að hluta eða í heild, í opnu söluferli á næsta ári. – kij Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests Viðskipti innlent „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Viðskipti innlent Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Viðskipti innlent Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Viðskipti innlent Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Neytendur „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Sjá meira
Markmið Valitors er að fjölga stórum viðskiptavinum kortafyrirtækisins í Evrópu um meira en þrjátíu prósent á næsta ári. Þetta segir Halldór Bjarkar Lúðvígsson, framkvæmdastjóri Valitors Omni-Channel Solutions, í samtali við danska viðskiptablaðið Dansk Handelsblad. Starfsmönnum Valitors á skrifstofu félagsins í Kaupmannahöfn verður fjölgað nokkuð, að sögn Halldórs Bjarkars, en nú starfa þar um eitt hundrað manns. Eins og fram hefur komið áformar Valitor að sameina þrjú dótturfélög sín í Danmörku og Bretlandi undir nafni Valitors um næstu áramót. Eitt félaganna er greiðslumiðlunarfyrirtækið AltaPay sem Valitor keypti í lok árs 2014. Hin tvö eru Chip & Pin og IPS í Bretlandi. AltaPay velti um 38,6 milljónum danskra króna, jafnvirði 714 milljóna íslenskra króna, í fyrra, að því er segir í frétt Dansk Handelsblad, og jókst veltan um 34 prósent á milli ára. Í fréttinni kemur jafnframt fram að stjórnendur Valitors hafi í hyggju að leggja aukna áherslu á að veita evrópskum smásölum svonefndar „Omnichannel“ greiðslulausnir. Mun skrifstofa kortafyrirtækisins í Kaupmannahöfn leika stórt hlutverk í þeirri vinnu. Velta samstæðu Valitors var um 20 milljarðar króna í fyrra og þar af var 70 prósent veltunnar erlendur. Bandaríski fjárfestingarbankinn Citi verður sem kunnugt er ráðgjafi Arion banka við sölu á Valitor, dótturfélagi bankans, en áformað er að selja félagið, að hluta eða í heild, í opnu söluferli á næsta ári. – kij
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests Viðskipti innlent „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Viðskipti innlent Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Viðskipti innlent Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Viðskipti innlent Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Neytendur „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Sjá meira