Erlent

Tólf ára fangelsi fyrir að selja soninn í kynlífsþrælkun

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Dómur var kveðinn upp yfir parinu í morgun.
Dómur var kveðinn upp yfir parinu í morgun. Vísir/afp
Móðir, sem seldi barnungan son sinn í hendur barnaníðinga, hefur verið dæmd í 12 ára fangelsi í Þýskalandi. Dómstólinn í Freiburg dæmdi maka hennar, stjúpfaðir drengsins, einnig í 12 ára fangelsi fyrir aðild sína að sölunni. Drengurinn var níu ára gamall þegar aðalmeðferð hófst í málinu í júní síðastliðnum.

Konan, hin 48 ára gamla Berrin Taha, og maki hennar, 39 ára gamall karl að nafni Christian Lais, bjuggu í bænum Staufen nærri Freiburg. Í frétt breska ríkisútvarpsins er þess getið að þau séu bæði þýskir ríkisborgarar.

Þau eru sögð hafa selt drenginn á netinu, nánar tiltekið á hinu svokallaða hulduneti sem finnst ekki á hefðbundnum leitarsíðum.

Spænskur karlmaður var í gær dæmdur í 10 ára fangelsi fyrir að hafa gengið að tilboði parsins og að brjóta ítrekað á drengnum. Myndbandsupptökur sýna hvernig hann mátti þola margvíslegar svíviðringar. Þar að auki var hann reglulega bundinn fastur.

Drengurinn býr nú hjá fósturfjölskyldu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×