Fyrirsætan hefur verið dugleg að deila ævintýrum síðustu daga með aðdáendum sínum. Til að mynda greindi hún frá því á Instagram, þar sem hún er með rúmlega 7,2 milljónir fylgjenda, að hún hafi ekki aðeins fallið í sprungu á Vatnajökli heldur jafnframt pissað á jökulinn í einu snjósleðastoppinu.
Með því að smella hér má sjá myndband af fyrirsætunni og eiginmanninn á Vatnajökli, þar sem hún greinir meðal annars frá klósettferðinni. Hér að neðan eru tvær færslur sem hún hefur birt úr Íslandsheimsókninni, sú síðari úr hestaferð í blíðskaparveðri þar sem má heyra hana syngja lag úr söngleiknum The Adventures of Lewis and Clark.
Graham hefur verið á forsíðum tímaritana Vogue, Harper‘s Bazaar og Elle. Þar að auki hefur hún einnig verið í nokkrum auglýsingum fyrir gallabuxnaframleiðandann Levi‘s.