Náttúruhamfarir Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 7. ágúst 2018 10:00 Hitabylgjurnar sem lamið hafa á stórum hluta heimsbyggðarinnar síðustu vikur eru ekkert annað en náttúruhamfarir. Í Japan hafa tugþúsundir aldraðra einstaklinga verið fluttir undir læknishendur sökum hitaslags. Tæplega hundrað hafa látist í Japan. Í Suður-Kóreu hafa tugir manna, og milljónir dýra, látist í hitanum. Stjórnvöld í Norður-Kóreu segja á sama tíma að hamfarir af áður óþekktri stærðargráðu dynji nú á landinu. Í Evrópu hefur hitabylgjan leitt til mannskæðra sinu- og skógarelda í Grikklandi, Svíþjóð, Bretlandi og víðar. Óttast er að yfir eitt þúsund manns hafi látist í hitabylgjunni á Bretlandi. Sökum aukinnar súrefnisupptöku, sem rekja má til hitans, hafa þúsundir tonna af fiski kafnað í Rín og Saxelfi. Í Norður-Ameríku hafa sjötíu hið minnsta látist í hitanum, nær allir í Kanada. Í Kaliforníu berjast tólf þúsund slökkviliðsmenn við mikla skógarelda og í Mexíkó hafa yfirvöld lýst yfir neyðarástandi. Þetta er aðeins brotabrot af þeim hörmungum sem milljónir manna um allan heim glíma nú við. Þó svo að loftslagsvísindin séu þess eðlis að vafasamt er að tengja einstaka atburði í veðurfari við loftslagsbreytingar, þá benda bráðabirgðaniðurstöður vísindamanna til þess að ótvíræð tengsl séu á milli hitabylgjunnar í Evrópu og breytinga á veðurfari. Jafnframt eru atburðir síðustu vikna í samræmi við áætlanir vísindamanna um það sem koma skal. Hitabylgjur verða algengari, lengri og ákafari. Á sama tíma verða dauðsföll, sem rekja má til hitabylgja, fleiri. Nýleg rannsókn, sem unnin var af fjölþjóðlegu teymi loftslagsvísindamanna og byggði á víðtæku safni hitamælinga á árunum 1984 til 2015, sýndi fram á aukningu sem nemur frá nokkrum tugum prósenta í efnuðum löndum, til mörg hundruð prósenta í fátækari löndum. Góðu fréttirnar eru þær sömu og við höfum heyrt áður. Líklega er hægt að afstýra alvarlegustu áhrifum þeirra loftslagsbreytinga sem munu eiga sér stað með samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda, og með því að standa við áætlanir sem miða að því að milda áhrif breytinganna. Í hinu stóra samhengi hnattrænna veðurfarsbreytinga eru hitabylgjur ekki einangrað fyrirbæri. Þær tengjast uppskerubresti og þurrkum, oft í löndum sem glíma þegar við meiriháttar efnahagslegar, félagslegar og pólitískar áskoranir. Önnur birtingarmynd hækkandi hitastigs er hækkun sjávarborðs. Hækkun sem gæti numið einum metra að meðaltali áður en öldin er úti. Reglulega er talað um að ríku löndin muni spjara sig. Þau hafi burði og getu til að takast á við afleiðingar loftslagsbreytinga. Þó hafa rík lönd, þar á meðal Ísland, verið afar sein að bregðast við vandanum. Það einfaldlega virðist vera lítill áhugi á því að gera loftslagsmálin að meginstefi. Þetta er sorgleg staða, sérstaklega í ljósi þess að loftslagsbreytingar eru hnattrænt vandamál, og sem slíkt verður það ekki leyst nema með hnattrænu átaki þar sem efnaðar þjóðir, sem einmitt bera ábyrgð á þeirri stöðu sem upp er komin, bjóða þeim fátækari sem nú súpa seyðið af losun okkar, hjálparhönd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Eldgos og jarðhræringar Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Hitabylgjurnar sem lamið hafa á stórum hluta heimsbyggðarinnar síðustu vikur eru ekkert annað en náttúruhamfarir. Í Japan hafa tugþúsundir aldraðra einstaklinga verið fluttir undir læknishendur sökum hitaslags. Tæplega hundrað hafa látist í Japan. Í Suður-Kóreu hafa tugir manna, og milljónir dýra, látist í hitanum. Stjórnvöld í Norður-Kóreu segja á sama tíma að hamfarir af áður óþekktri stærðargráðu dynji nú á landinu. Í Evrópu hefur hitabylgjan leitt til mannskæðra sinu- og skógarelda í Grikklandi, Svíþjóð, Bretlandi og víðar. Óttast er að yfir eitt þúsund manns hafi látist í hitabylgjunni á Bretlandi. Sökum aukinnar súrefnisupptöku, sem rekja má til hitans, hafa þúsundir tonna af fiski kafnað í Rín og Saxelfi. Í Norður-Ameríku hafa sjötíu hið minnsta látist í hitanum, nær allir í Kanada. Í Kaliforníu berjast tólf þúsund slökkviliðsmenn við mikla skógarelda og í Mexíkó hafa yfirvöld lýst yfir neyðarástandi. Þetta er aðeins brotabrot af þeim hörmungum sem milljónir manna um allan heim glíma nú við. Þó svo að loftslagsvísindin séu þess eðlis að vafasamt er að tengja einstaka atburði í veðurfari við loftslagsbreytingar, þá benda bráðabirgðaniðurstöður vísindamanna til þess að ótvíræð tengsl séu á milli hitabylgjunnar í Evrópu og breytinga á veðurfari. Jafnframt eru atburðir síðustu vikna í samræmi við áætlanir vísindamanna um það sem koma skal. Hitabylgjur verða algengari, lengri og ákafari. Á sama tíma verða dauðsföll, sem rekja má til hitabylgja, fleiri. Nýleg rannsókn, sem unnin var af fjölþjóðlegu teymi loftslagsvísindamanna og byggði á víðtæku safni hitamælinga á árunum 1984 til 2015, sýndi fram á aukningu sem nemur frá nokkrum tugum prósenta í efnuðum löndum, til mörg hundruð prósenta í fátækari löndum. Góðu fréttirnar eru þær sömu og við höfum heyrt áður. Líklega er hægt að afstýra alvarlegustu áhrifum þeirra loftslagsbreytinga sem munu eiga sér stað með samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda, og með því að standa við áætlanir sem miða að því að milda áhrif breytinganna. Í hinu stóra samhengi hnattrænna veðurfarsbreytinga eru hitabylgjur ekki einangrað fyrirbæri. Þær tengjast uppskerubresti og þurrkum, oft í löndum sem glíma þegar við meiriháttar efnahagslegar, félagslegar og pólitískar áskoranir. Önnur birtingarmynd hækkandi hitastigs er hækkun sjávarborðs. Hækkun sem gæti numið einum metra að meðaltali áður en öldin er úti. Reglulega er talað um að ríku löndin muni spjara sig. Þau hafi burði og getu til að takast á við afleiðingar loftslagsbreytinga. Þó hafa rík lönd, þar á meðal Ísland, verið afar sein að bregðast við vandanum. Það einfaldlega virðist vera lítill áhugi á því að gera loftslagsmálin að meginstefi. Þetta er sorgleg staða, sérstaklega í ljósi þess að loftslagsbreytingar eru hnattrænt vandamál, og sem slíkt verður það ekki leyst nema með hnattrænu átaki þar sem efnaðar þjóðir, sem einmitt bera ábyrgð á þeirri stöðu sem upp er komin, bjóða þeim fátækari sem nú súpa seyðið af losun okkar, hjálparhönd.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun