Förðunarfræðingur frá Hollywood kennir á Íslandi Benedikt Bóas skrifar 7. ágúst 2018 06:00 „Ísland er töfraland fyrir mig. Ég elska að ferðast og mig hefur alltaf dreymt að koma hingað. Ég kom hingað fyrst á síðasta ári þegar ég vann handritakeppni og fyrirtækið styrkti mig um ferð til Íslands,“ segir hún. Fréttablaðið/Sigtryggur „Þegar ég var átta ára breyttist líf mitt. Þá fékk ég að leika mér með lítið make up sett frá því í gamla daga og ég lék mér klukkutímum saman. Ég gerði búninga og grímur og komst að töfrum kvikmynda. Pabbi fór að kaupa bækur um SFX förðun og svo kom að því að ákveða hvað ég vildi gera og það kom ekkert annað til greina,“ segir Thalía Echeveste sem er nýflutt til landsins ásamt kærasta sínum. Echeveste er þekktur förðunarfræðingur og hefur unnið við gerð fjölda kvikmynda og þátta. Hún er einka förðunarfræðingur leikarans Diego Luna sem lék í Star Wars myndinni Rogue One og var einnig svokallaður key makeup artist við James Bond myndina Spectre með Daniel Craig í aðalhlutverki. Þá hefur hún unnið með hinum stórkostlega Danny Trejo og Tim Roth ásamt því að vera key make up artist í 4. seríu af Narcos á Netflix sem er væntanleg, svo fátt eitt sé nefnt. „Ég var yfir förðunardeildinni í Narcs 4 sem er væntanlegt. Það var ótrúleg lífsreynsla með miklu hæfileikafólki í öllum stöðum. Ég get því miður ekki tjáð mig mikið um þættina en ég vona að fólki muni líka við þá,“ segir hún. Echeveste verður að kenna í Mask Academy í Hæðarsmára í vetur og segir Ásgeir Hjartarson hjá skólanum að það sé mikill happafengur að fá hana til liðs við skólann. „Þegar ég fór að skoða hvað væri að gerast hér á Íslandi fann ég Mask Acedemy og skólinn hentaði mér og mínum gildum. Leyfðu þér að vera þú sjálfur, leiktu þér og kannaðu en undir handleiðslu fagfólks. Ég elska það,“ segir hún. Hún ætlar að kenna allt sem hún kann enda finnst henni að það eigi að deila sinni þekkingu. „Ég kenni allt sem ég kann. Ég elska hugmyndina um að deila þekkingu til þeirra sem hafa jafn mikinn áhuga og ég.“ Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Mest lesið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Hélt að hann væri George Clooney Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Fleiri fréttir Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Sjá meira
„Þegar ég var átta ára breyttist líf mitt. Þá fékk ég að leika mér með lítið make up sett frá því í gamla daga og ég lék mér klukkutímum saman. Ég gerði búninga og grímur og komst að töfrum kvikmynda. Pabbi fór að kaupa bækur um SFX förðun og svo kom að því að ákveða hvað ég vildi gera og það kom ekkert annað til greina,“ segir Thalía Echeveste sem er nýflutt til landsins ásamt kærasta sínum. Echeveste er þekktur förðunarfræðingur og hefur unnið við gerð fjölda kvikmynda og þátta. Hún er einka förðunarfræðingur leikarans Diego Luna sem lék í Star Wars myndinni Rogue One og var einnig svokallaður key makeup artist við James Bond myndina Spectre með Daniel Craig í aðalhlutverki. Þá hefur hún unnið með hinum stórkostlega Danny Trejo og Tim Roth ásamt því að vera key make up artist í 4. seríu af Narcos á Netflix sem er væntanleg, svo fátt eitt sé nefnt. „Ég var yfir förðunardeildinni í Narcs 4 sem er væntanlegt. Það var ótrúleg lífsreynsla með miklu hæfileikafólki í öllum stöðum. Ég get því miður ekki tjáð mig mikið um þættina en ég vona að fólki muni líka við þá,“ segir hún. Echeveste verður að kenna í Mask Academy í Hæðarsmára í vetur og segir Ásgeir Hjartarson hjá skólanum að það sé mikill happafengur að fá hana til liðs við skólann. „Þegar ég fór að skoða hvað væri að gerast hér á Íslandi fann ég Mask Acedemy og skólinn hentaði mér og mínum gildum. Leyfðu þér að vera þú sjálfur, leiktu þér og kannaðu en undir handleiðslu fagfólks. Ég elska það,“ segir hún. Hún ætlar að kenna allt sem hún kann enda finnst henni að það eigi að deila sinni þekkingu. „Ég kenni allt sem ég kann. Ég elska hugmyndina um að deila þekkingu til þeirra sem hafa jafn mikinn áhuga og ég.“
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Mest lesið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Hélt að hann væri George Clooney Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Fleiri fréttir Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Sjá meira