„Ég er ekki að fara neitt“ Samúel Karl Ólason skrifar 24. september 2018 21:19 Brett Kavanaugh og Ashley Estes Kavanaugh. AP/Jacquelyn Martin „Ég er ekki að fara neitt,“ segir Brett Kavanaugh, sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilnefnt til Hæstaréttar. Tvær konur hafa stigið fram og sakað Kavanaugh um kynferðisbrot á árum áður en hann þvertekur fyrir að hafa brotið af sér. Þess í stað segir hann ásakanirnar drifnar áfram af pólitík og þær hafi dregið stjórnmálaumræðu Bandaríkjanna niður á lægra plan. Til stendur að bæði Kavanaugh og Christine Blasey Ford, skólasystir dómarans úr menntaskóla sem segir hann hafa reynt að nauðga sér, mæti á fund dómsmálanefndar öldungadeildarinnar á fimmtudaginn þar sem hvort þeirra mun segja sína sögu. Repúblikanar hafa nú sett á laggirnar herferð til að verja Kavanaugh og tilnefningu hans og til marks um það fóru Kavanaugh og eiginkona hans í viðtal hjá Fox News sem sýnt er nú í kvöld. Dagurinn byrjaði á því að Trump sagðist standa með Kavanaug „alla leið“ og að ásakanirnar væru runnar undan rifjum pólitískra andstæðinga sinna.Í kjölfarið sendi Kavanaugh bréf til nefndarinnar þar sem hann sagði að hann myndi ekki láta „ógna sér“ til að stíga til hliðar. Þá sagði hann að um herferð gegn sér væri að ræða og að markmið hennar væri að sverta mannorð hans."I'm not going to let false accusations drive us out of this process." —Brett Kavanaugh Watch @MarthaMacCallum's full interview with Judge Kavanaugh and his wife Ashley tonight on Fox News Channel at 7p ET. https://t.co/QFmLfIwW4Rpic.twitter.com/r8J2TUYQDj — Fox News (@FoxNews) September 24, 2018 Skömmu seinna, var Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana á öldungadeildinni, mættur í pontu þar sem hann sagði reiður að Demókratar væru búnir að kasta „allri þeirri drullu sem þeir hefðu skapað“. Hann sagði að það yrði kosið um tilnefningu Kavanaugh skömmu eftir fundinni á fimmtudaginn en hann nefndi þó enga dagsetningu. Kellyanne Conway, ráðgjafi Trump, sagði einnig í dag að ásakanirnar litu út fyrir að vera einhvers konar samsæri. Demókratar hafa kallað eftir því að hægt verði á tilnefningarferli Kavanaugh á meðan ásakanirnar verði rannsakaðar til fullnustu.Samkvæmt heimildum AP fréttaveitunnar er Trump sannfærður um að Demókratar og fjölmiðlar vinni í sameiningu að því að grafa undan Kavanaugh. Hann lítur á nýju ásakanirnar gegn dómaranum, sem voru birtar í gær, sem staðfestingu á því. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
„Ég er ekki að fara neitt,“ segir Brett Kavanaugh, sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilnefnt til Hæstaréttar. Tvær konur hafa stigið fram og sakað Kavanaugh um kynferðisbrot á árum áður en hann þvertekur fyrir að hafa brotið af sér. Þess í stað segir hann ásakanirnar drifnar áfram af pólitík og þær hafi dregið stjórnmálaumræðu Bandaríkjanna niður á lægra plan. Til stendur að bæði Kavanaugh og Christine Blasey Ford, skólasystir dómarans úr menntaskóla sem segir hann hafa reynt að nauðga sér, mæti á fund dómsmálanefndar öldungadeildarinnar á fimmtudaginn þar sem hvort þeirra mun segja sína sögu. Repúblikanar hafa nú sett á laggirnar herferð til að verja Kavanaugh og tilnefningu hans og til marks um það fóru Kavanaugh og eiginkona hans í viðtal hjá Fox News sem sýnt er nú í kvöld. Dagurinn byrjaði á því að Trump sagðist standa með Kavanaug „alla leið“ og að ásakanirnar væru runnar undan rifjum pólitískra andstæðinga sinna.Í kjölfarið sendi Kavanaugh bréf til nefndarinnar þar sem hann sagði að hann myndi ekki láta „ógna sér“ til að stíga til hliðar. Þá sagði hann að um herferð gegn sér væri að ræða og að markmið hennar væri að sverta mannorð hans."I'm not going to let false accusations drive us out of this process." —Brett Kavanaugh Watch @MarthaMacCallum's full interview with Judge Kavanaugh and his wife Ashley tonight on Fox News Channel at 7p ET. https://t.co/QFmLfIwW4Rpic.twitter.com/r8J2TUYQDj — Fox News (@FoxNews) September 24, 2018 Skömmu seinna, var Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana á öldungadeildinni, mættur í pontu þar sem hann sagði reiður að Demókratar væru búnir að kasta „allri þeirri drullu sem þeir hefðu skapað“. Hann sagði að það yrði kosið um tilnefningu Kavanaugh skömmu eftir fundinni á fimmtudaginn en hann nefndi þó enga dagsetningu. Kellyanne Conway, ráðgjafi Trump, sagði einnig í dag að ásakanirnar litu út fyrir að vera einhvers konar samsæri. Demókratar hafa kallað eftir því að hægt verði á tilnefningarferli Kavanaugh á meðan ásakanirnar verði rannsakaðar til fullnustu.Samkvæmt heimildum AP fréttaveitunnar er Trump sannfærður um að Demókratar og fjölmiðlar vinni í sameiningu að því að grafa undan Kavanaugh. Hann lítur á nýju ásakanirnar gegn dómaranum, sem voru birtar í gær, sem staðfestingu á því.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira