Luka Modric, leikmaður Real Madrid, var kosinn leikmaður ársins en úrslitin voru kunngerð á lokahófi FIFA í kvöld.
Modric átti stórkostlegt tímabil. Hann spilaði lykilhlutverk í liði Real Madrid sem vann Meistaradeildina þriðja árið í röð með 2-1 sigri á Liverpool.
Einnig var Modric fyrirliði króatíska landliðsins sem fór alla leið í úrslitaleikinn á HM en tapaði þar fyrir Frökkum.
Modric hafði betur gegn Mohamed Salah og Cristiano Ronaldo sem einnig voru tilnefndir en Króatinn kom, sá og sigraði.
Modric var einnig í liði ársins en hann var þar ásamt fjórum öðrum félögum sínum í Real Madrid. Liðið í heild sinni má sjá hér að neðan.
Lið ársins:
David De Gea
Dani Alves, Raphael Varane, Sergio Ramos, Marcelo
Luka Modric, Ngolo Kanté, Eden Hazard
Kylian Mbappe, Lionel Messi, Cristiano Ronaldo
Modric bestur að mati FIFA og fimm leikmann Real í liði ársins
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið


Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum
Enski boltinn



FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana
Íslenski boltinn


Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna
Enski boltinn

Valur tímabundið á toppinn
Handbolti

