Erlent

Lögreglukonan rekin sem skaut mann til bana í hans eigin íbúð

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Amber Guyger var sagt upp störfum í dag. Hún skaut Botham Jean til bana í íbúð hans þann 6. september.
Amber Guyger var sagt upp störfum í dag. Hún skaut Botham Jean til bana í íbúð hans þann 6. september. Vísir/AP
Amber Guyger, lögreglukonunni sem varð Botham Jean að bana þann 6. september þegar hún skaut hann í hans eigin íbúð, hefur verið leyst frá störfum sínum innan lögreglunnar í borginni Dallas í Bandaríkjunum. Guyger hefur borið fyrir sig að hafa talið sig vera stadda í sinni eigin íbúð og að Jean hafi verið innbrotsþjófur en þau bjuggu í sama fjölbýlishúsinu.  

Guyger, sem starfað hefur innan lögreglunnar í Dallas síðan 2013, var handtekinn og ákærð fyrir manndráp þann 9. september, þremur dögum eftir að hafa orðið Jean að bana. Henni var síðan sagt upp störfum í dag þar sem rannsókn innra eftirlitsins innan lögreglunnar leiddi í ljós að framkoma Guyger sem leiddi til handtökunnar hafi verið „fjandsamleg.“

Fljótlega eftir að Guyger var handtekin var hún látin laus gegn tryggingargjaldi. Hún sneri þó ekki aftur til starfa innan lögreglunnar heldur var henni gert að taka sér ótímabundið leyfi, sem þó var launað.

Ekki liggur fyrir af hverju Guyger skaut Jean til bana en hún hefur farið í lyfja og áfengispróf. Niðurstöður þess hafa ekki verið opinberaðar.

Skömmu eftir andlát Jean opinberaði lögreglan í Dallas að tíu grömm af marijúana hafi fundist í íbúð hans við húsleit. Þetta hefur vakið hörð viðbrögð margra og hefur lögreglan verið sökuð um að reyna að sverta mannorð Jean og réttlæta að einhverju leyti aðgerðir Guyer.


Tengdar fréttir

Fór í ranga íbúð og skaut íbúann til bana

Amber Guyger, lögreglukona í Dalla,s, skaut svartan mann til bana í fjölbýlishúsi sem þau búa bæði í eftir að hún gekk fyrir mistök inn í íbúð mannsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×