Lögreglan um kynlífstækjaþjófana: Hugsanlegt að annar þeirra hafi verið með hárkollu Birgir Olgeirsson skrifar 24. september 2018 15:35 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur enn ekki fundið innbrotsþjófana. visir/vilhelm Leitin að þjófunum tveimur sem stóðu að innbrotinu í kynlífshjálpartækjaverslunina Adam og Evu í Reykjavík síðastliðinn föstudag stendur enn yfir. Þjófarnir bökkuðu stolnum bíl ítrekað á hurð verslunarinnar á Kleppsvegi snemma að morgni föstudags áður en þeir fóru inn og stálu þaðan kynlífsdúkku ásamt hjálpartækjum og sleipiefnum. Bíllinn sem var notaður við innbrotið fannst síðan í stæði við Glæsibæ um þrjúleytið á föstudag. Þjófarnir höfðu skilið hluta af þýfinu eftir í bílnum, þar á meðal kynlífsdúkkuna sem var til sölu á um 350 þúsund krónur. Lögreglan segir bílinn hafa verið stolinn og var þar að auki búið að skrúfa á hann stolnar númeraplötur. Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að þjófarnir hefðu stolið bílnum mánudaginn 17. september síðastliðinn. Þeir höfðu því verið á honum í fjóra daga áður en þeir skildu hann eftir við Glæsibæ. Engar eftirlitsmyndavélar voru í grennd við þann stað sem bíllinn var skilinn eftir.Sambærilega dúkku höfðu stúlkurnar með sér síðastliðinn föstudagsmorgun.visir/vilhelmSegir Guðmundur Páll þjófana hafa farið inn í fyrirtæki í Reykjavík og tekið þaðan lykla að bílnum ófrjálsri hendi. Bíllinn sé talsvert skemmdur. Tekin voru sýni úr bílnum og af þýfinu og er það til rannsóknar hjá tæknideild lögreglunnar sem skoðar meðal annars fingraför sem fundust. Enginn liggur undir grun að svo stöddu og hefur enginn verið yfirheyrður með stöðu grunaðs í málinu. Í fyrstu frétt Vísis af innbrotinu var fullyrt að þjófarnir hefðu verið tvær stúlkur. Þegar betur er rýnt í myndbandið úr eftirlitsmyndavél gæti annar þjófanna hæglega verið drengur. Sá huldi andlit sitt með hettu. Uppi voru kenningar í athugasemdakerfinu að þjófurinn sem var með sítt og ljóst hár væri í raun með hárkollu. Guðmundur Páll segir í samtali við Vísi að ekki sé búið að fá úr því skorið hvert kynferði þjófanna sé. „Við erum að skoða það. Það má vel vera að einhver hafi verið með hárkollu. Þetta er líkt kvenmönnum tveimur, en við erum að skoða það.“ Verslunareigandinn telur að tjón sitt af völdum innbrotsins nemi einni og hálfri milljón króna. Tengdar fréttir Leita að fingraförum innbrotsþjófanna Tæknideild lögreglunnar leitaði í morgunsárið að fingraförum í og utan á bílnum og á vörum sem voru í honum. 22. september 2018 10:29 Bíllinn og dúkkan úr Adam&Evu-innbrotinu fundin Þjófarnir enn ófundnir. 21. september 2018 17:15 Sjá ótrúlegt myndband: Tvær stúlkur bökkuðu bíl sínum ítrekað á hjálpartækjaverslun og höfðu á brott með sér kynlífsdúkku Hroðalegar aðfarir við innbrot í Adam og Evu. 21. september 2018 09:51 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Fleiri fréttir Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Sjá meira
Leitin að þjófunum tveimur sem stóðu að innbrotinu í kynlífshjálpartækjaverslunina Adam og Evu í Reykjavík síðastliðinn föstudag stendur enn yfir. Þjófarnir bökkuðu stolnum bíl ítrekað á hurð verslunarinnar á Kleppsvegi snemma að morgni föstudags áður en þeir fóru inn og stálu þaðan kynlífsdúkku ásamt hjálpartækjum og sleipiefnum. Bíllinn sem var notaður við innbrotið fannst síðan í stæði við Glæsibæ um þrjúleytið á föstudag. Þjófarnir höfðu skilið hluta af þýfinu eftir í bílnum, þar á meðal kynlífsdúkkuna sem var til sölu á um 350 þúsund krónur. Lögreglan segir bílinn hafa verið stolinn og var þar að auki búið að skrúfa á hann stolnar númeraplötur. Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að þjófarnir hefðu stolið bílnum mánudaginn 17. september síðastliðinn. Þeir höfðu því verið á honum í fjóra daga áður en þeir skildu hann eftir við Glæsibæ. Engar eftirlitsmyndavélar voru í grennd við þann stað sem bíllinn var skilinn eftir.Sambærilega dúkku höfðu stúlkurnar með sér síðastliðinn föstudagsmorgun.visir/vilhelmSegir Guðmundur Páll þjófana hafa farið inn í fyrirtæki í Reykjavík og tekið þaðan lykla að bílnum ófrjálsri hendi. Bíllinn sé talsvert skemmdur. Tekin voru sýni úr bílnum og af þýfinu og er það til rannsóknar hjá tæknideild lögreglunnar sem skoðar meðal annars fingraför sem fundust. Enginn liggur undir grun að svo stöddu og hefur enginn verið yfirheyrður með stöðu grunaðs í málinu. Í fyrstu frétt Vísis af innbrotinu var fullyrt að þjófarnir hefðu verið tvær stúlkur. Þegar betur er rýnt í myndbandið úr eftirlitsmyndavél gæti annar þjófanna hæglega verið drengur. Sá huldi andlit sitt með hettu. Uppi voru kenningar í athugasemdakerfinu að þjófurinn sem var með sítt og ljóst hár væri í raun með hárkollu. Guðmundur Páll segir í samtali við Vísi að ekki sé búið að fá úr því skorið hvert kynferði þjófanna sé. „Við erum að skoða það. Það má vel vera að einhver hafi verið með hárkollu. Þetta er líkt kvenmönnum tveimur, en við erum að skoða það.“ Verslunareigandinn telur að tjón sitt af völdum innbrotsins nemi einni og hálfri milljón króna.
Tengdar fréttir Leita að fingraförum innbrotsþjófanna Tæknideild lögreglunnar leitaði í morgunsárið að fingraförum í og utan á bílnum og á vörum sem voru í honum. 22. september 2018 10:29 Bíllinn og dúkkan úr Adam&Evu-innbrotinu fundin Þjófarnir enn ófundnir. 21. september 2018 17:15 Sjá ótrúlegt myndband: Tvær stúlkur bökkuðu bíl sínum ítrekað á hjálpartækjaverslun og höfðu á brott með sér kynlífsdúkku Hroðalegar aðfarir við innbrot í Adam og Evu. 21. september 2018 09:51 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Fleiri fréttir Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Sjá meira
Leita að fingraförum innbrotsþjófanna Tæknideild lögreglunnar leitaði í morgunsárið að fingraförum í og utan á bílnum og á vörum sem voru í honum. 22. september 2018 10:29
Sjá ótrúlegt myndband: Tvær stúlkur bökkuðu bíl sínum ítrekað á hjálpartækjaverslun og höfðu á brott með sér kynlífsdúkku Hroðalegar aðfarir við innbrot í Adam og Evu. 21. september 2018 09:51