Michael Kors talinn ætla að kaupa Versace Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. september 2018 12:03 Gianni og Donatella Versace árið 1996, árið áður en Gianni var myrtur í Miami. vísir/getty Bandaríski fatarisinn Michael Kors er sagður vera í viðræðum um kaup á tískuvöruframleiðandanum Versace. Áætlað er að söluverðið muni nema um 2 milljörðum bandaríkjadala, um 220 milljörðum króna. Ítalska dagblaðið Corriere della Sera greindi frá sölunni í morgun en Versace og Blackstone, sem á 20 prósent hlut í ítalska fatarisanum, hafa ekki viljað tjá sig um málið. Versace fjölskyldan á ennþá 80 prósenta hlut í samnefndu fyrirtæki, sem stofnað var af Gianni Versace fyrir nákvæmlega 40 árum. Verði af sölunni yrðu þetta önnur risakaup Michael Kors á einu ári, en fyrirtækið keypti skóframleiðandann Jimmy Choo í fyrra fyrir um 900 milljónir dala. Listrænn stjórnandi og varaforseti Versace, Donatella Versace, hefur boðið til starfsmannafundar í Mílanó á morgun, að sögn Corriere della Sera. Bróðir hennar, stofnandinn Gianni Versace, var myrtur árið 1997 í Miami. Tíska og hönnun Tengdar fréttir Michael Kors kaupir Jimmy Choo Jimmy Choo er þekkt fyrir skó og fylgihluti 25. júlí 2017 09:30 Mest lesið 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Verðbólga mjakast niður á við Viðskipti innlent Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Bandaríski fatarisinn Michael Kors er sagður vera í viðræðum um kaup á tískuvöruframleiðandanum Versace. Áætlað er að söluverðið muni nema um 2 milljörðum bandaríkjadala, um 220 milljörðum króna. Ítalska dagblaðið Corriere della Sera greindi frá sölunni í morgun en Versace og Blackstone, sem á 20 prósent hlut í ítalska fatarisanum, hafa ekki viljað tjá sig um málið. Versace fjölskyldan á ennþá 80 prósenta hlut í samnefndu fyrirtæki, sem stofnað var af Gianni Versace fyrir nákvæmlega 40 árum. Verði af sölunni yrðu þetta önnur risakaup Michael Kors á einu ári, en fyrirtækið keypti skóframleiðandann Jimmy Choo í fyrra fyrir um 900 milljónir dala. Listrænn stjórnandi og varaforseti Versace, Donatella Versace, hefur boðið til starfsmannafundar í Mílanó á morgun, að sögn Corriere della Sera. Bróðir hennar, stofnandinn Gianni Versace, var myrtur árið 1997 í Miami.
Tíska og hönnun Tengdar fréttir Michael Kors kaupir Jimmy Choo Jimmy Choo er þekkt fyrir skó og fylgihluti 25. júlí 2017 09:30 Mest lesið 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Verðbólga mjakast niður á við Viðskipti innlent Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira