Skuldir Gagnaveitunnar jukust um fjóra milljarða á síðasta ári Sigurður Mikael Jónsson skrifar 24. september 2018 08:00 Aukin innviðauppbygging og örari vöxtur en gert hafði verið ráð fyrir hjá Gagnaveitunni. Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur, segir allt benda til að niðurstaðan í árslok nú verði jákvæð. Fréttablaðið/GVA Skuldir Gagnaveitu Reykjavíkur, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur, jukust um tæplega fjóra milljarða milli ára samkvæmt nýbirtum ársreikningi félagsins fyrir árið 2017. Fjárfest var fyrir ríflega 3,2 milljarða króna í fyrra eða hátt í sömu upphæð og kynnt var fyrir borgarstjórn í árslok 2016 að ætti að fjárfesta fyrir á fimm ára tímabili 2018-2022. Framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur (GR), Erling Freyr Guðmundsson, segir að hina auknu skuldsetningu félagsins upp á 3.938 milljónir í fyrra megi rekja til aukinna fjárfestinga í innviðauppbyggingu höfuðborgarsvæðisins í verkefnum ársins 2017 og að hluta til 2018. Árið 2017 hafi verið stærsta framkvæmdaár GR þegar 11 þúsund heimili voru tengd við ljósleiðarann. Samhliða fjölgun viðskiptavina hafi tekjur aukist um 321 milljón á milli ára, úr 1,8 milljörðum í 2,1 milljarð. Heildarskuldir GR fóru á síðasta ári úr 7,6 milljörðum í 11,5 milljarða. Á síðasta ári var samkvæmt ársreikningi fjárfest fyrir rúmlega 3,2 milljarða en samkvæmt fjárfestingaráætlun OR sem lögð var fyrir borgarstjórn í nóvember 2016 var gert ráð fyrir að fjárfesting vegna gagnaveitu yrði alls 3,9 milljarðar króna á árunum 2018 til 2022. Í uppfærðu plani tæpu ári síðar, í október 2017, var sú áætlun komi í 7,4 milljarða. Aðspurður um þessa hækkun segir Erling að hin uppfærða áætlun hafi verið útkomuspá ársins 2017. „Tímabil hennar var því heilu ári lengri en hinnar. Síðari áætlunin var líka gerð með uppfærðum forsendum sem tóku tillit til örari vaxtar. Meðal þess sem breyttist var aukin eftirspurn á fyrirtækjamarkaði, fleiri nýbyggingar, vinsældir á Eitt gíg þjónustuleið ljósleiðarans til heimila og sum svæði reyndust dýrari en fyrirséð var til að ljúka ljósleiðaravæðingu höfuðborgarsvæðisins.“ Erling segir að miðað við stöðuna í dag bendi allt til að heildarniðurstaða 2018 verði jákvæð í árslok, þrátt fyrir allar þær fjárfestingar sem staðið hafi verið í og fara á í á árinu. Gagnaveita Reykjavíkur, sem stofnuð var árið 2007 hefur oftar verið rekin með tapi en ekki á þeim tíma, en tap félagsins nam tæplega hundrað milljónum í fyrra, samanborið við 172 milljónir árið áður.Uppfært klukkan 10:34 Í fréttinni var ranglega greint frá því að Gagnaveita Reykjavíkur hefði aldrei skilað hagnaði. Hefur það verið leiðrétt. Birtist í Fréttablaðinu Viðskipti Tengdar fréttir Gagnaveita Reykjavíkur tilnefnd til alþjóðlegra verðlauna Gagnaveitu Reykjavíkur er á meðal fjögurra fyrirtækja sem tilnefnd hafa verið til alþjóðlegra verðlauna World Broadband Forum. 12. október 2017 11:25 Síminn vill aðgang að kerfi Gagnaveitunnar Forstjóri Símans segist vonast til að ná samningum um aðgang að ljósleiðarakerfi Gagnaveitu Reykjavíkur á viðskiptalegum forsendum í stað þess að bíða innleiðingar löggjafar frá ESB. Grátlegt sé að fyrirtækin séu að grafa á söm 18. janúar 2018 07:00 Gagnaveitan sektuð um hálfa milljón vegna ummæla framkvæmdastjórans um Símann Grein í Fréttablaðinu dró dilk á eftir sér. 4. desember 2017 15:16 Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Skuldir Gagnaveitu Reykjavíkur, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur, jukust um tæplega fjóra milljarða milli ára samkvæmt nýbirtum ársreikningi félagsins fyrir árið 2017. Fjárfest var fyrir ríflega 3,2 milljarða króna í fyrra eða hátt í sömu upphæð og kynnt var fyrir borgarstjórn í árslok 2016 að ætti að fjárfesta fyrir á fimm ára tímabili 2018-2022. Framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur (GR), Erling Freyr Guðmundsson, segir að hina auknu skuldsetningu félagsins upp á 3.938 milljónir í fyrra megi rekja til aukinna fjárfestinga í innviðauppbyggingu höfuðborgarsvæðisins í verkefnum ársins 2017 og að hluta til 2018. Árið 2017 hafi verið stærsta framkvæmdaár GR þegar 11 þúsund heimili voru tengd við ljósleiðarann. Samhliða fjölgun viðskiptavina hafi tekjur aukist um 321 milljón á milli ára, úr 1,8 milljörðum í 2,1 milljarð. Heildarskuldir GR fóru á síðasta ári úr 7,6 milljörðum í 11,5 milljarða. Á síðasta ári var samkvæmt ársreikningi fjárfest fyrir rúmlega 3,2 milljarða en samkvæmt fjárfestingaráætlun OR sem lögð var fyrir borgarstjórn í nóvember 2016 var gert ráð fyrir að fjárfesting vegna gagnaveitu yrði alls 3,9 milljarðar króna á árunum 2018 til 2022. Í uppfærðu plani tæpu ári síðar, í október 2017, var sú áætlun komi í 7,4 milljarða. Aðspurður um þessa hækkun segir Erling að hin uppfærða áætlun hafi verið útkomuspá ársins 2017. „Tímabil hennar var því heilu ári lengri en hinnar. Síðari áætlunin var líka gerð með uppfærðum forsendum sem tóku tillit til örari vaxtar. Meðal þess sem breyttist var aukin eftirspurn á fyrirtækjamarkaði, fleiri nýbyggingar, vinsældir á Eitt gíg þjónustuleið ljósleiðarans til heimila og sum svæði reyndust dýrari en fyrirséð var til að ljúka ljósleiðaravæðingu höfuðborgarsvæðisins.“ Erling segir að miðað við stöðuna í dag bendi allt til að heildarniðurstaða 2018 verði jákvæð í árslok, þrátt fyrir allar þær fjárfestingar sem staðið hafi verið í og fara á í á árinu. Gagnaveita Reykjavíkur, sem stofnuð var árið 2007 hefur oftar verið rekin með tapi en ekki á þeim tíma, en tap félagsins nam tæplega hundrað milljónum í fyrra, samanborið við 172 milljónir árið áður.Uppfært klukkan 10:34 Í fréttinni var ranglega greint frá því að Gagnaveita Reykjavíkur hefði aldrei skilað hagnaði. Hefur það verið leiðrétt.
Birtist í Fréttablaðinu Viðskipti Tengdar fréttir Gagnaveita Reykjavíkur tilnefnd til alþjóðlegra verðlauna Gagnaveitu Reykjavíkur er á meðal fjögurra fyrirtækja sem tilnefnd hafa verið til alþjóðlegra verðlauna World Broadband Forum. 12. október 2017 11:25 Síminn vill aðgang að kerfi Gagnaveitunnar Forstjóri Símans segist vonast til að ná samningum um aðgang að ljósleiðarakerfi Gagnaveitu Reykjavíkur á viðskiptalegum forsendum í stað þess að bíða innleiðingar löggjafar frá ESB. Grátlegt sé að fyrirtækin séu að grafa á söm 18. janúar 2018 07:00 Gagnaveitan sektuð um hálfa milljón vegna ummæla framkvæmdastjórans um Símann Grein í Fréttablaðinu dró dilk á eftir sér. 4. desember 2017 15:16 Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Gagnaveita Reykjavíkur tilnefnd til alþjóðlegra verðlauna Gagnaveitu Reykjavíkur er á meðal fjögurra fyrirtækja sem tilnefnd hafa verið til alþjóðlegra verðlauna World Broadband Forum. 12. október 2017 11:25
Síminn vill aðgang að kerfi Gagnaveitunnar Forstjóri Símans segist vonast til að ná samningum um aðgang að ljósleiðarakerfi Gagnaveitu Reykjavíkur á viðskiptalegum forsendum í stað þess að bíða innleiðingar löggjafar frá ESB. Grátlegt sé að fyrirtækin séu að grafa á söm 18. janúar 2018 07:00
Gagnaveitan sektuð um hálfa milljón vegna ummæla framkvæmdastjórans um Símann Grein í Fréttablaðinu dró dilk á eftir sér. 4. desember 2017 15:16