Klám og káf Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 24. september 2018 07:00 Sumt er svo sjálfsagt að engin þörf ætti að vera á að setja það í reglur. Þetta á til dæmis við um almenna kurteisi sem svo eðlilegt er að fólk temji sér í samskiptum við aðra. Hverjum og einum einstaklingi sem er tamt að sýna kurteisi í samskiptum er ljóst að sumt gerir maður alls ekki. Þannig ætti ekki að þurfa að setja vinnustaðareglur um það að einstaklingar séu ekki að angra aðra með óviðeigandi tölvupósti og sýni þá sjálfstjórn að sleppa því að tala niðrandi til annarra og láti vera að káfa á öðrum. Klámhundar og káfarar hafa aldrei vakið sérlega lukku, þótt þeir ímyndi sér annað. Alltaf eru þó einhverjir sem átta sig engan veginn á þessu. Karlmaður sem klæmist við kvenkyns vinnufélaga telur sig jafnvel vera að slá á létta strengi. Hann kann jafnvel að ætla sem svo að hann eigi í afar skemmtilegum samskiptum þegar hann káfar á konu, eins og hann telur sig eiga fullan rétt á. Engum er þó skemmt nema honum. Þá þarf að koma honum í skilning um það. Ekki ætti að vera erfitt að siða slíkan mann til, en þá þarf áhugi til þess að vera fyrir hendi. Stundum er áhuginn í lágmarki, nánast enginn. Flestir þekkja dæmi um að stjórnendur kjósi að taka ekki á erfiðum málum í þeirri von að þau hverfi. Reyndin er sú að þau hlaða utan á sig. Vanda má afstýra ef tekið er á honum strax. Starfsmannastjóri og/eða forstjóri eiga að bregðast við með því að kalla til sín þann mann sem er að valda samstarfsfólki óþægindum og segja honum að ef hann láti ekki af því að senda óviðeigandi tölvupósta eða segja afdankaða klámbrandara þá verði honum sagt upp störfum. Hann hafi ekki leyfi til að eitra andrúmsloft á vinnustaðnum. Sömuleiðis á káfari ekki að fá að vaða uppi og áreita aðra. Hann tekur sig á eða víkur. Þarna hefur dóninn val. Það er ekkert harkalegt við þessi skilyrði. Þarna er verið að taka á málum af festu, eins og er skylt að gera. Af hverju var ekki hægt að vinna á þennan hátt hjá Orkuveitu Reykjavíkur? Þar kvartaði kona ítrekað undan vinnufélaga, karlmanni sem hegðaði sér á óviðeigandi hátt. Ekki verður annað séð en að viðbrögð þeirra sem taka áttu á málinu hafi verið þau að andvarpa og afgreiða málið með því konan væri með vesen. Hvað á að gera við konu sem er með vesen og lætur sér ekki segjast? Lausnin var einföld, henni var sagt upp störfum. Sem er einfaldlega galið! Það er hlálegt að hjá Orkuveitu Reykjavíkur sé í gildi jafnréttisstefna sem þótti á sínum tíma svo metnaðarfull að hún var verðlaunuð. Þarna er skólabókardæmi um það að hægt er að setja alls kyns fagurlega orðuð markmið á blað, jafnvel gera þau að reglum, en það jafngildir engan veginn því að þeim sé framfylgt af sannfæringu. Ýmislegt rotið leynist svo auðveldlega undir snyrtilegu yfirborði. Þá er þörf á umtalsverðri hreingerningu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Sumt er svo sjálfsagt að engin þörf ætti að vera á að setja það í reglur. Þetta á til dæmis við um almenna kurteisi sem svo eðlilegt er að fólk temji sér í samskiptum við aðra. Hverjum og einum einstaklingi sem er tamt að sýna kurteisi í samskiptum er ljóst að sumt gerir maður alls ekki. Þannig ætti ekki að þurfa að setja vinnustaðareglur um það að einstaklingar séu ekki að angra aðra með óviðeigandi tölvupósti og sýni þá sjálfstjórn að sleppa því að tala niðrandi til annarra og láti vera að káfa á öðrum. Klámhundar og káfarar hafa aldrei vakið sérlega lukku, þótt þeir ímyndi sér annað. Alltaf eru þó einhverjir sem átta sig engan veginn á þessu. Karlmaður sem klæmist við kvenkyns vinnufélaga telur sig jafnvel vera að slá á létta strengi. Hann kann jafnvel að ætla sem svo að hann eigi í afar skemmtilegum samskiptum þegar hann káfar á konu, eins og hann telur sig eiga fullan rétt á. Engum er þó skemmt nema honum. Þá þarf að koma honum í skilning um það. Ekki ætti að vera erfitt að siða slíkan mann til, en þá þarf áhugi til þess að vera fyrir hendi. Stundum er áhuginn í lágmarki, nánast enginn. Flestir þekkja dæmi um að stjórnendur kjósi að taka ekki á erfiðum málum í þeirri von að þau hverfi. Reyndin er sú að þau hlaða utan á sig. Vanda má afstýra ef tekið er á honum strax. Starfsmannastjóri og/eða forstjóri eiga að bregðast við með því að kalla til sín þann mann sem er að valda samstarfsfólki óþægindum og segja honum að ef hann láti ekki af því að senda óviðeigandi tölvupósta eða segja afdankaða klámbrandara þá verði honum sagt upp störfum. Hann hafi ekki leyfi til að eitra andrúmsloft á vinnustaðnum. Sömuleiðis á káfari ekki að fá að vaða uppi og áreita aðra. Hann tekur sig á eða víkur. Þarna hefur dóninn val. Það er ekkert harkalegt við þessi skilyrði. Þarna er verið að taka á málum af festu, eins og er skylt að gera. Af hverju var ekki hægt að vinna á þennan hátt hjá Orkuveitu Reykjavíkur? Þar kvartaði kona ítrekað undan vinnufélaga, karlmanni sem hegðaði sér á óviðeigandi hátt. Ekki verður annað séð en að viðbrögð þeirra sem taka áttu á málinu hafi verið þau að andvarpa og afgreiða málið með því konan væri með vesen. Hvað á að gera við konu sem er með vesen og lætur sér ekki segjast? Lausnin var einföld, henni var sagt upp störfum. Sem er einfaldlega galið! Það er hlálegt að hjá Orkuveitu Reykjavíkur sé í gildi jafnréttisstefna sem þótti á sínum tíma svo metnaðarfull að hún var verðlaunuð. Þarna er skólabókardæmi um það að hægt er að setja alls kyns fagurlega orðuð markmið á blað, jafnvel gera þau að reglum, en það jafngildir engan veginn því að þeim sé framfylgt af sannfæringu. Ýmislegt rotið leynist svo auðveldlega undir snyrtilegu yfirborði. Þá er þörf á umtalsverðri hreingerningu.
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar