Sport

Þrír sigrar hjá Bretunum á Bolamótinu

Pétur Marinó Jónsson skrifar
Frá mótinu um helgina.
Frá mótinu um helgina. Ásgeir Marteinsson
Bolamótið fór fram á laugardagskvöldið í húsakynnum Mjölnis. 10 ofurglímur voru á dagskrá og mátti sjá mörg frábær tilþrif á mótinu.

Uppselt var á viðburðinn en í glímunum 10 var einungis hægt að vinna með uppgjafartaki og engin stig í boði. Þrír Englendingar komu sérstaklega hingað til lands til að keppa á mótinu og fóru sigri hrósandi.

Í aðalglímu kvöldsins mættust þeir Halldór Logi Valsson og Ben Dyson. Bretinn náði Halldóri í fótalás um miðbik glímunnar og neyddist Halldór til að gefast upp. Tom Caughey og Liam Corrigan sigruðu svo Bjarna Baldursson og Valentin Fels og fara þeir því heim með fullt hús.

Besta glíma mótsins var svo hjá Ingu Birnu Ársælsdóttir og Ólöfu Emblu Kristinsdóttur. Eftir 10 mínútna glímu þurfit bráðabana til að knýja fram sigurvegara. Ingu Birnu tókst að ná hengingu í bráðabananum og sigraði því Ólöfu eftir frábæra glímu.

Mótið fór vel fram en öll önnur úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér.


Tengdar fréttir

Tvær bestu glímukonur landsins mætast í ofurglímu

Tvær bestu glímukonur landsins mætast í sannkallaðri ofurglímu á Bolamótinu 2 í kvöld. Á Bolamótinu verða 10 ofurglímur á dagskrá þar sem búið er að raða saman skemmtilegum viðureignum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×