Segir ótrúlegt að til sé fólk sem geri árás á Árneshrepp Kristján Már Unnarsson skrifar 22. maí 2018 20:15 Guðlaugur Ágústsson, bóndi og hreppsnefndarmaður í Steinstúni. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Kærumál vegna lögheimilisflutninga í Árneshrepp hafa streymt inn í dag fyrir fund sem hreppsnefndin áformar í kvöld þar sem leiðrétta á kjörskrána. Hreppsnefndarmaður meirihlutans segir að árás hafi verið gerð á þetta litla sveitarfélag. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Meðan það var rok og rigning í borginni mætti okkur veðurblíða á Ströndum í dag þegar flugvél Ernis flaug inn til lendingar á Gjögri. Það er hins vegar ekkert logn í pólitíkinni í þessu minnsta sveitarfélagi landsins. Þar geisar stormur vegna virkjunar og tilrauna til stórfelldra lögheimilisflutninga. Síðastliðinn föstudag, eftir rannsókn Þjóðskrár Íslands, féllu úr gildi 12 af 18 lögheimilisskráningum inn í Árneshrepp fyrir þessar kosningar. Í dag var sú þrettánda felld úr gildi, en ein samþykkt gild, og enn á eftir að útkljá fjórar. Bæði oddvitinn og tveir fulltrúar minnihlutans báðust undan viðtali í dag en á bænum Steinstúni hittum við einn af þremur fulltrúum meirihlutans, Guðlaug Ágústsson bónda. „Það er ótrúlegt að það skuli vera til fólk sem er til í að gera svona árásir á sveitarfélög, - árás á svona lítil sveitarfélög, sem mega sín kannski lítils. Að það skuli flykkjast eitthvað fólk út af einhverju einu málefni, í hvora áttina sem það hyggst nú kjósa. Þetta er í rauninni bara alveg ótrúlegt að það sé til fólk sem hugsar svona,“ segir Guðlaugur.Ólafur Valsson, dýralæknir og kaupmaður í Norðurfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Ólafur Valsson dýralæknir flutti í hreppinn í haust og tók þá við verslunarrekstrinum í Norðurfirði. -Því er haldið fram að þetta hafi verið skipulögð aðgerð og jafnvel að þessu hafi verið stjórnað frá ykkar heimili. Hvað er hæft í því? „Það er nú ekkert til í því, allavega með þetta hvað varðar okkar heimili. En ég er hins vegar náttúrlega búinn að tala við eitthvað af þessu fólki núna eftir að allt þetta kom upp. Og það er alveg ljóst í mínum huga að það er fullt af fólki af þessum hópi, allavega tíu manns eða eitthvað, sem hafa fullkomlega réttmæta ástæðu fyrir því að flytja í þennan hrepp. Þannig að ég skil ekki alveg málatilbúnaðinn, satt að segja,“ segir Ólafur. „Að flytja lögheimili sitt á staði þar sem eru ekki einu sinni vegir, net, - ekki einu sinni símasamband. Ekkert. Meira að segja upp í elstu ellilífeyrisþega. Það er með ólíkindum,“ segir Guðlaugur. Meirihluti nýskráðra íbúa Árneshrepps sagðist eiga heima á eyðibýlunum Dröngum og Seljanesi.Grafík/Guðmundur Björnsson.„Þetta er fólk sem á hér ættir að rekja og hefur alist hér upp. Er hér öllum stundum. Við skulum heldur ekki gleyma því að það er hér fullt af fólki sem er hér eingöngu um sumarið,“ segir Ólafur. -En að skrá heimili sitt á eyðibýlum sem eru fjarri mannabyggð og aldrei komist í vegasamband? „Það eru mörg svoleiðis býli hér í sveitinni þar sem fólk býr yfir sumartímann og er með lögheimili þar,“ svarar Ólafur. „Maður spyr sig: Ætlar þetta fólk að fara að búa á þessum stöðum og taka þátt í samfélaginu hér í Árneshreppi? Ég veit að svarið er nei vegna þess að það hefur ekki einu sinni fengið heimild hjá eigendum jarðanna og húsanna til þess að flytja inn í þessa staði,“ segir Guðlaugur. Síðasta orðið í kjörskrármálum verður ekki sagt á hreppsnefndarfundinum í kvöld, kærurnar hafa streymt inn í dag en gera má leiðréttingar á kjörskrá alveg fram á kjördag. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Allir flutningar lögheimilis í Árneshrepp taldir ólöglegir Lögheimilisflutningar tólf einstaklinga inn í Árneshrepp, sem Þjóðskrá hefur lokið rannsókn á, reyndust allir ólöglegir og eru úr gildi fallnir. Mál sex einstaklinga til viðbótar eru áfram til rannsóknar. 18. maí 2018 20:00 Aðför sem lýsir virðingarleysi og fádæma dómgreindarleysi Formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga segir atburðina í Árneshreppi grófa aðför að sjálfsákvörðunarrétti sveitarfélags. Þetta sé sambærilegt því ef 40 þúsund íbúar á landsbyggðinni myndu skrá sig til málamynda í Reykjavík til að hafa áhrif á flugvöllinn í Vatnsmýri. 17. maí 2018 12:45 Skráðu lögheimili á afskekktu eyðibýli í óþökk landeiganda Talsmaður Saving Iceland, baráttusamtaka gegn virkjunum, er meðal þeirra sem flutt hafa lögheimili sitt á eyðibýli í Árneshreppi í óþökk landeiganda. 14. maí 2018 21:45 Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Innlent Fleiri fréttir Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Sjá meira
Kærumál vegna lögheimilisflutninga í Árneshrepp hafa streymt inn í dag fyrir fund sem hreppsnefndin áformar í kvöld þar sem leiðrétta á kjörskrána. Hreppsnefndarmaður meirihlutans segir að árás hafi verið gerð á þetta litla sveitarfélag. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Meðan það var rok og rigning í borginni mætti okkur veðurblíða á Ströndum í dag þegar flugvél Ernis flaug inn til lendingar á Gjögri. Það er hins vegar ekkert logn í pólitíkinni í þessu minnsta sveitarfélagi landsins. Þar geisar stormur vegna virkjunar og tilrauna til stórfelldra lögheimilisflutninga. Síðastliðinn föstudag, eftir rannsókn Þjóðskrár Íslands, féllu úr gildi 12 af 18 lögheimilisskráningum inn í Árneshrepp fyrir þessar kosningar. Í dag var sú þrettánda felld úr gildi, en ein samþykkt gild, og enn á eftir að útkljá fjórar. Bæði oddvitinn og tveir fulltrúar minnihlutans báðust undan viðtali í dag en á bænum Steinstúni hittum við einn af þremur fulltrúum meirihlutans, Guðlaug Ágústsson bónda. „Það er ótrúlegt að það skuli vera til fólk sem er til í að gera svona árásir á sveitarfélög, - árás á svona lítil sveitarfélög, sem mega sín kannski lítils. Að það skuli flykkjast eitthvað fólk út af einhverju einu málefni, í hvora áttina sem það hyggst nú kjósa. Þetta er í rauninni bara alveg ótrúlegt að það sé til fólk sem hugsar svona,“ segir Guðlaugur.Ólafur Valsson, dýralæknir og kaupmaður í Norðurfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Ólafur Valsson dýralæknir flutti í hreppinn í haust og tók þá við verslunarrekstrinum í Norðurfirði. -Því er haldið fram að þetta hafi verið skipulögð aðgerð og jafnvel að þessu hafi verið stjórnað frá ykkar heimili. Hvað er hæft í því? „Það er nú ekkert til í því, allavega með þetta hvað varðar okkar heimili. En ég er hins vegar náttúrlega búinn að tala við eitthvað af þessu fólki núna eftir að allt þetta kom upp. Og það er alveg ljóst í mínum huga að það er fullt af fólki af þessum hópi, allavega tíu manns eða eitthvað, sem hafa fullkomlega réttmæta ástæðu fyrir því að flytja í þennan hrepp. Þannig að ég skil ekki alveg málatilbúnaðinn, satt að segja,“ segir Ólafur. „Að flytja lögheimili sitt á staði þar sem eru ekki einu sinni vegir, net, - ekki einu sinni símasamband. Ekkert. Meira að segja upp í elstu ellilífeyrisþega. Það er með ólíkindum,“ segir Guðlaugur. Meirihluti nýskráðra íbúa Árneshrepps sagðist eiga heima á eyðibýlunum Dröngum og Seljanesi.Grafík/Guðmundur Björnsson.„Þetta er fólk sem á hér ættir að rekja og hefur alist hér upp. Er hér öllum stundum. Við skulum heldur ekki gleyma því að það er hér fullt af fólki sem er hér eingöngu um sumarið,“ segir Ólafur. -En að skrá heimili sitt á eyðibýlum sem eru fjarri mannabyggð og aldrei komist í vegasamband? „Það eru mörg svoleiðis býli hér í sveitinni þar sem fólk býr yfir sumartímann og er með lögheimili þar,“ svarar Ólafur. „Maður spyr sig: Ætlar þetta fólk að fara að búa á þessum stöðum og taka þátt í samfélaginu hér í Árneshreppi? Ég veit að svarið er nei vegna þess að það hefur ekki einu sinni fengið heimild hjá eigendum jarðanna og húsanna til þess að flytja inn í þessa staði,“ segir Guðlaugur. Síðasta orðið í kjörskrármálum verður ekki sagt á hreppsnefndarfundinum í kvöld, kærurnar hafa streymt inn í dag en gera má leiðréttingar á kjörskrá alveg fram á kjördag. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Allir flutningar lögheimilis í Árneshrepp taldir ólöglegir Lögheimilisflutningar tólf einstaklinga inn í Árneshrepp, sem Þjóðskrá hefur lokið rannsókn á, reyndust allir ólöglegir og eru úr gildi fallnir. Mál sex einstaklinga til viðbótar eru áfram til rannsóknar. 18. maí 2018 20:00 Aðför sem lýsir virðingarleysi og fádæma dómgreindarleysi Formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga segir atburðina í Árneshreppi grófa aðför að sjálfsákvörðunarrétti sveitarfélags. Þetta sé sambærilegt því ef 40 þúsund íbúar á landsbyggðinni myndu skrá sig til málamynda í Reykjavík til að hafa áhrif á flugvöllinn í Vatnsmýri. 17. maí 2018 12:45 Skráðu lögheimili á afskekktu eyðibýli í óþökk landeiganda Talsmaður Saving Iceland, baráttusamtaka gegn virkjunum, er meðal þeirra sem flutt hafa lögheimili sitt á eyðibýli í Árneshreppi í óþökk landeiganda. 14. maí 2018 21:45 Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Innlent Fleiri fréttir Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Sjá meira
Allir flutningar lögheimilis í Árneshrepp taldir ólöglegir Lögheimilisflutningar tólf einstaklinga inn í Árneshrepp, sem Þjóðskrá hefur lokið rannsókn á, reyndust allir ólöglegir og eru úr gildi fallnir. Mál sex einstaklinga til viðbótar eru áfram til rannsóknar. 18. maí 2018 20:00
Aðför sem lýsir virðingarleysi og fádæma dómgreindarleysi Formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga segir atburðina í Árneshreppi grófa aðför að sjálfsákvörðunarrétti sveitarfélags. Þetta sé sambærilegt því ef 40 þúsund íbúar á landsbyggðinni myndu skrá sig til málamynda í Reykjavík til að hafa áhrif á flugvöllinn í Vatnsmýri. 17. maí 2018 12:45
Skráðu lögheimili á afskekktu eyðibýli í óþökk landeiganda Talsmaður Saving Iceland, baráttusamtaka gegn virkjunum, er meðal þeirra sem flutt hafa lögheimili sitt á eyðibýli í Árneshreppi í óþökk landeiganda. 14. maí 2018 21:45