Fékk hæli á Íslandi sem transmaður en er skráður sem kona Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 22. maí 2018 12:10 Prodhi er ekki ánægður með svör Útlendingastofnunar og segir þau byggð á rangfærslum Flóttamaður, sem fékk hæli á Íslandi vegna ofsókna sem hann varð fyrir sem transmaður, er skráður sem kona á á þeim skilríkjum og pappírum sem hann fékk frá Útlendingastofnun. Hann segir Útlendingastofnun hafa neitað að aðhafast nokkuð í málinu og vísa á Þjóðskrá.Reykjavík Grapevine greindi fyrst frá máli Prodhi Manisha á dögunum. Útlendingastofnun samþykkti hælisumsókn hans fyrst og fremst á þeim forsendum að hann væri transmaður. Á meðan Prodhi hafði stöðu hælisleitanda var hann skráður sem karlmaður og fékk íslensk skilríki sem sýndu það sama. Honum brá því heldur betur í brún þegar hann fór að sækja nýju skilríkin sem staðfesta að hann hafi hlotið hæli hér á landi. Á þeim stendur skýrum stöfum að hann sé kona. „Þau fóru bara eftir því sem stóð í vegabréfinu,“ segir Prodhi. „Þau sögðu að þar sem ég væri skráður sem kona í vegabréfi frá heimalandi mínu gætu þau ekkert gert. Þau sögðu að Útlendingastofnun gæti ekki breytt kyni fólks og að það hafi hreinlega verið mistök að skrá mig sem karl þegar ég sótti upphaflega um hæli.“ „Þau eru að segja transmanneskju að sú ákvörðun að skrá þeirra rétta kyn hafi verið mistök! Þar fyrir utan eru staðreyndavillur í þeirri yfirlýsingu sem mér barst,“ segir Prodhi. „Ég veit til þess að aðrir hælisleitendur, sem eru trans og voru að flýja staði þar sem slíkt er ekki viðurkennt, hafi fengið að skrá sitt rétta kyn á Íslandi þrátt fyrir að hafa komið til landsins með vegabréf sem sagði annað. Samt fengu þau strax rétta skráningu en ekki ég.“ Prodhi segist vita til þess að Útlendingastofnun hafi áður skráð rétt kyn transfólks og mun því leita réttar síns með aðstoð lögfræðings og mannréttindasamtaka. „Ég er í sambandi við Samtökin 78, Trans-Ísland, Amnesty International og flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna.“ Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira
Flóttamaður, sem fékk hæli á Íslandi vegna ofsókna sem hann varð fyrir sem transmaður, er skráður sem kona á á þeim skilríkjum og pappírum sem hann fékk frá Útlendingastofnun. Hann segir Útlendingastofnun hafa neitað að aðhafast nokkuð í málinu og vísa á Þjóðskrá.Reykjavík Grapevine greindi fyrst frá máli Prodhi Manisha á dögunum. Útlendingastofnun samþykkti hælisumsókn hans fyrst og fremst á þeim forsendum að hann væri transmaður. Á meðan Prodhi hafði stöðu hælisleitanda var hann skráður sem karlmaður og fékk íslensk skilríki sem sýndu það sama. Honum brá því heldur betur í brún þegar hann fór að sækja nýju skilríkin sem staðfesta að hann hafi hlotið hæli hér á landi. Á þeim stendur skýrum stöfum að hann sé kona. „Þau fóru bara eftir því sem stóð í vegabréfinu,“ segir Prodhi. „Þau sögðu að þar sem ég væri skráður sem kona í vegabréfi frá heimalandi mínu gætu þau ekkert gert. Þau sögðu að Útlendingastofnun gæti ekki breytt kyni fólks og að það hafi hreinlega verið mistök að skrá mig sem karl þegar ég sótti upphaflega um hæli.“ „Þau eru að segja transmanneskju að sú ákvörðun að skrá þeirra rétta kyn hafi verið mistök! Þar fyrir utan eru staðreyndavillur í þeirri yfirlýsingu sem mér barst,“ segir Prodhi. „Ég veit til þess að aðrir hælisleitendur, sem eru trans og voru að flýja staði þar sem slíkt er ekki viðurkennt, hafi fengið að skrá sitt rétta kyn á Íslandi þrátt fyrir að hafa komið til landsins með vegabréf sem sagði annað. Samt fengu þau strax rétta skráningu en ekki ég.“ Prodhi segist vita til þess að Útlendingastofnun hafi áður skráð rétt kyn transfólks og mun því leita réttar síns með aðstoð lögfræðings og mannréttindasamtaka. „Ég er í sambandi við Samtökin 78, Trans-Ísland, Amnesty International og flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna.“
Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira