Umdeild íbúakosning í Árborg í dag Jóhann K. Jóhannsson skrifar 18. ágúst 2018 12:12 Aðeins tveir dagar eru síðan bæjarstjórn breytti áður auglýstum fyrirvörum, í spurningum á kjörseðli. Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúar Sveitarfélagsins Árborgar gengu til kosninga um breytingar á skipulagi miðbæjar Selfoss í morgun. Aðeins tveir dagar eru síðan bæjarstjórn breytti áður auglýstum fyrirvörum, í spurningum á kjörseðli. Formaður yfirkjörstjórnar segir það ekki hafa áhrif á framkvæmd kosninganna. Sex kjördeildir í Árborg voru opnaðar klukkan níu í morgun. Aðdragandi íbúakosninganna hefur verið þó nokkur en kosið er um samþykki bæjaryfirvalda á breyttu deili- og aðalskipulagi. Lóðir á miðbæjarsvæðinu hafa staðið nær óhreyfðar í mörg ár og höfðu tilraunir bæjaryfirvalda til að koma lóðunum út reynst árangurslausar þangað til Sigtún þróunarfélag óskaði eftir þeim til uppbyggingar. Þegar þróunarfélagið kynnti fyrst hugmyndir sínar um miðbæinn, í mars 2015, voru allir flokkar í bæjarstjórn sammála um að veita félaginu vilyrði fyrir úthlutun. Einróma stuðningur allra bæjarfulltrúa varð til þess að félagið fékk allar lóðirnar án útboðs. Fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor var hafin undirskriftar til að knýja fram íbúakosningu um samþykkt bæjaryfirvalda en ólga er meðal íbúa um ráðstöfun svæðisins.Í kynningarblaði sem sveitarfélagið gaf út fyrir kosningarnar kom fram að kjörseðill í kosningunum yrði ógildur ef kjósandi myndi ekki taka afstöðu með eða á móti tillögum bæjarstjórnarinnar. Þessu var breytt, fyrir tveimur dögum, með leiðréttingu sem send var út á heimasíðu sveitarfélagsins vegna spurninga sem höfðu vaknað, meðal annars innan úr bæjarstjórn, hvort gengið væri á lýðræðislegan rétt kjósandans með því að gefa ekki kost á því að skila auðu atkvæði og þannig þvinga fram afstöðu. Við framkvæmd íbúakosningunnar nú er stuðst við sömu venjur og lög og eru í sveitarstjórnarkosningum. Ingimundur Sigurmundsson formaður yfirkjörstjórnar í Árborg segir villuna í kynningarblaði sveitarfélagsins meinlega en hafi ekki áhrif á framkvæmd kosninganna.„Villan sneri að því að þú yrðir að merkja við báðar spurningarnar annars væri kjörseðillinn ógildur. Það var sem sagt ekki rétt. Það er það sem við erum að leiðrétta og við erum með auglýsingar á kjörstaðnum það sem þessi villa er sérstaklega leiðrétt. Þú getur sem sagt merkt við eina spurningu og ákveðið að skila hinni auðri,“ segir Ingimundur. Hefur yfirkjörstjórn ekki áhyggjur af því að þessi skilaboð komist ekki til skila til allra þar sem kynningarbæklingurinn var borinn í hvert hús en leiðréttingin einungis auglýst á heimasvæði Árborgar á netinu? „Jú verulegar. Þetta er mjög bagalegt að þessi villa hafi komið upp hjá sveitarfélaginu, vissulega. Mjög bagalegt,“ segir Ingimundur. Heldur þú að þetta komi til með að hafa áhrif á kjörsókn eða niðurstöðu kosninganna? „Nei, það held ég ekki. Þetta er alls ekki með þeim hætti að þetta sé eitthvað úrslitamál í kosningunum,“ segir Ingimundur. Tengdar fréttir Spenna í aðdraganda íbúakosningar í Árborg Fyrrverandi forseti bæjarstjórnar ætlar að segja nei í kosningunni en núverandi forseti reiknar með að segja já. 16. ágúst 2018 14:32 Laun nýs bæjarstjóra í Árborg lækkuð Bæjarráð Sveitarfélagsins Árborgar hefur samþykkt ráðningarsamning við nýjan bæjarstjóra í sveitarfélaginu, Gísla Halldór Halldórsson. 3. ágúst 2018 11:19 Vangaveltur um lögmæti íbúakosninga í Árborg Óvíst er hvort að íbúakosning um skipulag miðbæjarsvæðis Áborgar sé lögleg. 16. ágúst 2018 20:24 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Sjá meira
Íbúar Sveitarfélagsins Árborgar gengu til kosninga um breytingar á skipulagi miðbæjar Selfoss í morgun. Aðeins tveir dagar eru síðan bæjarstjórn breytti áður auglýstum fyrirvörum, í spurningum á kjörseðli. Formaður yfirkjörstjórnar segir það ekki hafa áhrif á framkvæmd kosninganna. Sex kjördeildir í Árborg voru opnaðar klukkan níu í morgun. Aðdragandi íbúakosninganna hefur verið þó nokkur en kosið er um samþykki bæjaryfirvalda á breyttu deili- og aðalskipulagi. Lóðir á miðbæjarsvæðinu hafa staðið nær óhreyfðar í mörg ár og höfðu tilraunir bæjaryfirvalda til að koma lóðunum út reynst árangurslausar þangað til Sigtún þróunarfélag óskaði eftir þeim til uppbyggingar. Þegar þróunarfélagið kynnti fyrst hugmyndir sínar um miðbæinn, í mars 2015, voru allir flokkar í bæjarstjórn sammála um að veita félaginu vilyrði fyrir úthlutun. Einróma stuðningur allra bæjarfulltrúa varð til þess að félagið fékk allar lóðirnar án útboðs. Fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor var hafin undirskriftar til að knýja fram íbúakosningu um samþykkt bæjaryfirvalda en ólga er meðal íbúa um ráðstöfun svæðisins.Í kynningarblaði sem sveitarfélagið gaf út fyrir kosningarnar kom fram að kjörseðill í kosningunum yrði ógildur ef kjósandi myndi ekki taka afstöðu með eða á móti tillögum bæjarstjórnarinnar. Þessu var breytt, fyrir tveimur dögum, með leiðréttingu sem send var út á heimasíðu sveitarfélagsins vegna spurninga sem höfðu vaknað, meðal annars innan úr bæjarstjórn, hvort gengið væri á lýðræðislegan rétt kjósandans með því að gefa ekki kost á því að skila auðu atkvæði og þannig þvinga fram afstöðu. Við framkvæmd íbúakosningunnar nú er stuðst við sömu venjur og lög og eru í sveitarstjórnarkosningum. Ingimundur Sigurmundsson formaður yfirkjörstjórnar í Árborg segir villuna í kynningarblaði sveitarfélagsins meinlega en hafi ekki áhrif á framkvæmd kosninganna.„Villan sneri að því að þú yrðir að merkja við báðar spurningarnar annars væri kjörseðillinn ógildur. Það var sem sagt ekki rétt. Það er það sem við erum að leiðrétta og við erum með auglýsingar á kjörstaðnum það sem þessi villa er sérstaklega leiðrétt. Þú getur sem sagt merkt við eina spurningu og ákveðið að skila hinni auðri,“ segir Ingimundur. Hefur yfirkjörstjórn ekki áhyggjur af því að þessi skilaboð komist ekki til skila til allra þar sem kynningarbæklingurinn var borinn í hvert hús en leiðréttingin einungis auglýst á heimasvæði Árborgar á netinu? „Jú verulegar. Þetta er mjög bagalegt að þessi villa hafi komið upp hjá sveitarfélaginu, vissulega. Mjög bagalegt,“ segir Ingimundur. Heldur þú að þetta komi til með að hafa áhrif á kjörsókn eða niðurstöðu kosninganna? „Nei, það held ég ekki. Þetta er alls ekki með þeim hætti að þetta sé eitthvað úrslitamál í kosningunum,“ segir Ingimundur.
Tengdar fréttir Spenna í aðdraganda íbúakosningar í Árborg Fyrrverandi forseti bæjarstjórnar ætlar að segja nei í kosningunni en núverandi forseti reiknar með að segja já. 16. ágúst 2018 14:32 Laun nýs bæjarstjóra í Árborg lækkuð Bæjarráð Sveitarfélagsins Árborgar hefur samþykkt ráðningarsamning við nýjan bæjarstjóra í sveitarfélaginu, Gísla Halldór Halldórsson. 3. ágúst 2018 11:19 Vangaveltur um lögmæti íbúakosninga í Árborg Óvíst er hvort að íbúakosning um skipulag miðbæjarsvæðis Áborgar sé lögleg. 16. ágúst 2018 20:24 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Sjá meira
Spenna í aðdraganda íbúakosningar í Árborg Fyrrverandi forseti bæjarstjórnar ætlar að segja nei í kosningunni en núverandi forseti reiknar með að segja já. 16. ágúst 2018 14:32
Laun nýs bæjarstjóra í Árborg lækkuð Bæjarráð Sveitarfélagsins Árborgar hefur samþykkt ráðningarsamning við nýjan bæjarstjóra í sveitarfélaginu, Gísla Halldór Halldórsson. 3. ágúst 2018 11:19
Vangaveltur um lögmæti íbúakosninga í Árborg Óvíst er hvort að íbúakosning um skipulag miðbæjarsvæðis Áborgar sé lögleg. 16. ágúst 2018 20:24