Fjölmargir leikarar koma fram í myndbandinu og er einn þeirra Kristinn Óli Haraldsson, betur þekktur sem Króli.
Saga myndbandsins er barátta tveggja glæpagengja og fer þar fram mikill byssubardaga sem endar með því að skópússarinn Króli er myrtur.
Byssur, peningar og áfengi koma við sögu í myndbandinu sem sjá má hér að neðan.
Lagið er af nýrri plötu Herra Hnetusmjör, KBE kynnir: Hetjan Úr Hverfinu, en það var Þormóður sem samdi taktinn og sá um upptöku þess.