Reisir 1,3 milljarða vinnslu í Rússlandi Helgi Vífill Júlíusson skrifar 14. nóvember 2018 09:00 "Íslensk fyrirtæki í sjávarútvegi vinna mörg saman og styrkja hvert annað,“ segir Helgi Hjálmarsson, framkvæmdastjóri Völku. fréttablaðið/stefán Tæknifyrirtækið Valka hefur samið við rússnesku útgerðina Murman Seafood um uppsetningu á fullkomnustu fiskvinnslu Rússlands, að sögn framkvæmdastjóra íslenska fyrirtækisins. Valka hefur yfirumsjón með heildarhönnun á verksmiðjunni en auk Völku koma fleiri tækjaframleiðendur að uppsetningu vinnslunnar. Samningurinn hljóðar upp á um 1,3 milljarða króna. „Um 80 prósent tækjabúnaðarins munu koma frá íslenskum fyrirtækjum,“ segir Helgi Hjálmarsson, framkvæmdastjóri Völku, í samtali við Markaðinn. „Íslensk fyrirtæki í sjávarútvegi vinna mörg saman og styrkja hvert annað. Það er þessi klasahugsun sem er mjög til bóta,“ segir hann. Um fjórðungur tækjanna, þar á meðal beina- og bitaskurðarvél, munu koma frá Völku en aðrir íslenskir birgjar eru meðal annars Skaginn3X, Vélfag, Kapp og Slippurinn Akureyri.Rússnesk stjórnvöld skerast í leikinn Að sögn Helga hafa rússnesk sjávarútvegsfyrirtæki verið nokkuð aftarlega í tæknimálum. Ríkisstjórnin brá því á það ráð að taka 20 prósent aflaheimilda af öllum útgerðum en þær sem fjárfesta í nýjum skipum eða verksmiðjum fá að skipta þeim hluta á milli sín. Hugmyndin sé að hvetja til þess að fyrirtækin tæknivæðist og skapi meiri verðmæti úr hráefninu. Murman Seafood gerir út sex frystitogara og er eitt þeirra fyrirtækja sem fékk úthlutaðan viðbótarkvóta hjá rússneskum yfirvöldum gegn því að fjárfesta í landvinnslu. „Fram að þessu hefur hráefni útgerðarinnar að mestu leyti verið selt heilfryst en með þessari fjárfestingu getur fyrirtækið boðið upp á ferskar og frosnar hágæða vörur sem eru tilbúnar á neytendamarkað,“ segir Helgi.Meinað að selja matvæli til Rússlands Vinnsluhúsið, sem á að vinna 50 tonn á hverjum degi, verður byggt frá grunni í borginni Kola í Murmansk. Verkefnið hefur verið í undirbúningi í rúmlega ár og er gangsetning áætluð síðla sumars 2019. Athygli vekur að Rússar hafa lagt viðskiptabann á íslensk matvæli frá árinu 2015 því að Ísland studdi refsiaðgerðir gagnvart landinu. Það hefur bitnað á íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum. Rússar innlimuðu Krímskaga sem tilheyrði Úkraínu í ríki sitt í umdeildum kosningum. En Rússar eru reiðubúnir til að kaupa af Íslendingum tækni til að framleiða mat. Um er að ræða næststærsta samning Völku frá stofnun árið 2003. „Stærsti samningur fyrirtækisins var við Samherja í fyrra þegar samið var um stóra nýja fiskvinnslu á Dalvík auk uppfærslu á vinnslunni hjá Útgerðarfélagi Akureyringa. Munurinn á samningunum er sá að í tilviki Samherja komu öll tækin frá okkur en í Rússlandi höfum við yfirumsjón með heildarhönnuninni á vinnslunni og pörum líka saman tækni frá öðrum. Við höfum ekki unnið með þeim hætti áður en það gefur okkur tækifæri til að hafa meiri áhrif á heildarmyndina sem okkur þykir spennandi og við stefnum á að gera meira af í framtíðinni.“Aukin áhersla á Rússland Þetta er í fyrsta skipti sem Valka selur til Rússlands. „Við höfum selt til um tíu landa en salan hefur að mestu leyti verið til íslenskra og norskra fyrirtækja. Við höfum frá upphafi sótt sjávarútvegssýninguna í Brussel og kynnst þar fyrirtækjum frá öllum heimshlutum. Við komumst hins vegar í kynni við forsvarsmenn Murman Seafood eftir ábendingu frá seljanda fiskafurða og hittum þá svo í markaðsferð til Rússlands á vegum Íslandsstofu. Í kjölfarið munum við leggja aukna áherslu á Rússlandsmarkað. Við höfum átt frábært samstarf við stjórnendur Murman Seafood og eykur það á bjartsýni okkar fyrir þennan markað.“Veltan tvöfaldast í ár Í ár stefnir í að velta Völku nánast tvöfaldist og verði yfir tveir milljarðar króna. Á næsta ári er reiknað með 40 til 50 prósenta vexti. „Vöxtinn má að miklu leyti rekja til sölu til Samherja og Murman Seafood. Salan er alla jafna með þeim hætti að um er að ræða færri en stærri verkefni. Það getur verið krefjandi því það getur leitt til meiri sveiflna í tekjum,“ segir Helgi. Fjöldi starfsmanna hjá Völku hefur tvöfaldast á tveimur árum og eru þeir nú tæplega 80. „Við höfum haft hluthafa sem hafa burði til að styðja við fyrirtækið. Við höfum því getað fjármagnað reksturinn að mestu með hlutafé. Það hefur létt róðurinn enda eru vextir háir hér á landi,“ segir hann. Á meðal stærstu hluthafa Völku eru, auk Helga, Vogabakki, sem er í eigu Árna Haukssonar og Hallbjörns Karlssonar, og Fossar, sem er í eigu Sigurbjörns Þorkelssonar. „Þetta er sterkur kjarni. Þeir eru félagar mínir úr verkfræðinni. Það skiptir sköpum að hafa þolinmóða hluthafa. Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins og Frumtak hafa einnig fjárfest í fyrirtækinu en þeir seldu hlut sinn við upphaf árs að mestu til núverandi hluthafa. Nýsköpunarsjóðurinn hafði verið hluthafi í tíu ár og Frumtak í sjö ár.“ Birtist í Fréttablaðinu Rússland Mest lesið Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Ný íbúðabyggð með betri loftgæðum Samstarf Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Viðskipti innlent Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Verðbólga heldur áfram að hjaðna Viðskipti innlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Íhuga að sameina lífeyrissjóði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Sjá meira
Tæknifyrirtækið Valka hefur samið við rússnesku útgerðina Murman Seafood um uppsetningu á fullkomnustu fiskvinnslu Rússlands, að sögn framkvæmdastjóra íslenska fyrirtækisins. Valka hefur yfirumsjón með heildarhönnun á verksmiðjunni en auk Völku koma fleiri tækjaframleiðendur að uppsetningu vinnslunnar. Samningurinn hljóðar upp á um 1,3 milljarða króna. „Um 80 prósent tækjabúnaðarins munu koma frá íslenskum fyrirtækjum,“ segir Helgi Hjálmarsson, framkvæmdastjóri Völku, í samtali við Markaðinn. „Íslensk fyrirtæki í sjávarútvegi vinna mörg saman og styrkja hvert annað. Það er þessi klasahugsun sem er mjög til bóta,“ segir hann. Um fjórðungur tækjanna, þar á meðal beina- og bitaskurðarvél, munu koma frá Völku en aðrir íslenskir birgjar eru meðal annars Skaginn3X, Vélfag, Kapp og Slippurinn Akureyri.Rússnesk stjórnvöld skerast í leikinn Að sögn Helga hafa rússnesk sjávarútvegsfyrirtæki verið nokkuð aftarlega í tæknimálum. Ríkisstjórnin brá því á það ráð að taka 20 prósent aflaheimilda af öllum útgerðum en þær sem fjárfesta í nýjum skipum eða verksmiðjum fá að skipta þeim hluta á milli sín. Hugmyndin sé að hvetja til þess að fyrirtækin tæknivæðist og skapi meiri verðmæti úr hráefninu. Murman Seafood gerir út sex frystitogara og er eitt þeirra fyrirtækja sem fékk úthlutaðan viðbótarkvóta hjá rússneskum yfirvöldum gegn því að fjárfesta í landvinnslu. „Fram að þessu hefur hráefni útgerðarinnar að mestu leyti verið selt heilfryst en með þessari fjárfestingu getur fyrirtækið boðið upp á ferskar og frosnar hágæða vörur sem eru tilbúnar á neytendamarkað,“ segir Helgi.Meinað að selja matvæli til Rússlands Vinnsluhúsið, sem á að vinna 50 tonn á hverjum degi, verður byggt frá grunni í borginni Kola í Murmansk. Verkefnið hefur verið í undirbúningi í rúmlega ár og er gangsetning áætluð síðla sumars 2019. Athygli vekur að Rússar hafa lagt viðskiptabann á íslensk matvæli frá árinu 2015 því að Ísland studdi refsiaðgerðir gagnvart landinu. Það hefur bitnað á íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum. Rússar innlimuðu Krímskaga sem tilheyrði Úkraínu í ríki sitt í umdeildum kosningum. En Rússar eru reiðubúnir til að kaupa af Íslendingum tækni til að framleiða mat. Um er að ræða næststærsta samning Völku frá stofnun árið 2003. „Stærsti samningur fyrirtækisins var við Samherja í fyrra þegar samið var um stóra nýja fiskvinnslu á Dalvík auk uppfærslu á vinnslunni hjá Útgerðarfélagi Akureyringa. Munurinn á samningunum er sá að í tilviki Samherja komu öll tækin frá okkur en í Rússlandi höfum við yfirumsjón með heildarhönnuninni á vinnslunni og pörum líka saman tækni frá öðrum. Við höfum ekki unnið með þeim hætti áður en það gefur okkur tækifæri til að hafa meiri áhrif á heildarmyndina sem okkur þykir spennandi og við stefnum á að gera meira af í framtíðinni.“Aukin áhersla á Rússland Þetta er í fyrsta skipti sem Valka selur til Rússlands. „Við höfum selt til um tíu landa en salan hefur að mestu leyti verið til íslenskra og norskra fyrirtækja. Við höfum frá upphafi sótt sjávarútvegssýninguna í Brussel og kynnst þar fyrirtækjum frá öllum heimshlutum. Við komumst hins vegar í kynni við forsvarsmenn Murman Seafood eftir ábendingu frá seljanda fiskafurða og hittum þá svo í markaðsferð til Rússlands á vegum Íslandsstofu. Í kjölfarið munum við leggja aukna áherslu á Rússlandsmarkað. Við höfum átt frábært samstarf við stjórnendur Murman Seafood og eykur það á bjartsýni okkar fyrir þennan markað.“Veltan tvöfaldast í ár Í ár stefnir í að velta Völku nánast tvöfaldist og verði yfir tveir milljarðar króna. Á næsta ári er reiknað með 40 til 50 prósenta vexti. „Vöxtinn má að miklu leyti rekja til sölu til Samherja og Murman Seafood. Salan er alla jafna með þeim hætti að um er að ræða færri en stærri verkefni. Það getur verið krefjandi því það getur leitt til meiri sveiflna í tekjum,“ segir Helgi. Fjöldi starfsmanna hjá Völku hefur tvöfaldast á tveimur árum og eru þeir nú tæplega 80. „Við höfum haft hluthafa sem hafa burði til að styðja við fyrirtækið. Við höfum því getað fjármagnað reksturinn að mestu með hlutafé. Það hefur létt róðurinn enda eru vextir háir hér á landi,“ segir hann. Á meðal stærstu hluthafa Völku eru, auk Helga, Vogabakki, sem er í eigu Árna Haukssonar og Hallbjörns Karlssonar, og Fossar, sem er í eigu Sigurbjörns Þorkelssonar. „Þetta er sterkur kjarni. Þeir eru félagar mínir úr verkfræðinni. Það skiptir sköpum að hafa þolinmóða hluthafa. Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins og Frumtak hafa einnig fjárfest í fyrirtækinu en þeir seldu hlut sinn við upphaf árs að mestu til núverandi hluthafa. Nýsköpunarsjóðurinn hafði verið hluthafi í tíu ár og Frumtak í sjö ár.“
Birtist í Fréttablaðinu Rússland Mest lesið Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Ný íbúðabyggð með betri loftgæðum Samstarf Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Viðskipti innlent Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Verðbólga heldur áfram að hjaðna Viðskipti innlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Íhuga að sameina lífeyrissjóði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Sjá meira