Tíu ár frá gas, gas, gas Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. apríl 2018 06:00 Sturla Jónsson við mótmæli í Ártúnsbrekku í mars 2008. Vísir/Arnþór Áratugur er í dag liðinn frá því að vörubílstjórar lokuðu Suðurlandsvegi við Olís. Mótmælin voru þau stærstu í mótmælaröð vörubílstjóra og sá lögregla sig knúna til að beita piparúða á mótmælendur til að ná stjórn á vettvangi. Á þessum tíma börðust vörubílstjórar fyrir breytingum á reglum um hvíldartíma, lækkun álagna á eldsneyti og endurskoðun nýrra reglna um endurnýjun á meiraprófsréttindum svo fátt eitt sé nefnt.Hér fyrir neðan má sjá kvöldfréttatíma Stöðvar 2 frá 23. apríl 2008.Nú, áratug síðar, segir Sturla Jónsson, talsmaður mótmælenda og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, að ástandið hafi versnað. „Það er sérstakt hvernig við látum fara með okkur. Maður veltir því fyrir sér af hverju þrælsóttinn í þjóðinni er svona ofboðslegur,“ segir hann. Sturla segir að hann minni að bensínlítrinn hafi verið í kringum 89 krónur þegar mótmælin fóru fram, lítri af dísilolíu um tuttugu krónum ódýrari. Í gær voru hins vegar lítrarnir báðir yfir 200 krónum. „Þú getur rétt ímyndað þér hvað þessi hækkun er búin að hafa mikil áhrif á vísitöluna, svona varðandi lánin hjá okkur og bara allt annað í landinu,“ segir Sturla.Hér fyrir neðan má sjá myndskeið af því þegar lögreglumenn beittu piparúða og vöruðu við með orðunum „gas, gas, gas“ eins og frægt er orðið.Sturla bætir því við að til samanburðar sé lítrinn seldur á innan við sextíu krónur víða í Bandaríkjunum. „Þetta er búið að fara mjög illa með okkur. Það er bara svoleiðis. 2008 kostaði hvað, þrjátíu þúsund krónur rúmlega að fylla á tankinn á vörubíl? Sami tankur í dag er á rúmlega hundrað þúsund,“ segir Sturla. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Fleiri fréttir „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Sjá meira
Áratugur er í dag liðinn frá því að vörubílstjórar lokuðu Suðurlandsvegi við Olís. Mótmælin voru þau stærstu í mótmælaröð vörubílstjóra og sá lögregla sig knúna til að beita piparúða á mótmælendur til að ná stjórn á vettvangi. Á þessum tíma börðust vörubílstjórar fyrir breytingum á reglum um hvíldartíma, lækkun álagna á eldsneyti og endurskoðun nýrra reglna um endurnýjun á meiraprófsréttindum svo fátt eitt sé nefnt.Hér fyrir neðan má sjá kvöldfréttatíma Stöðvar 2 frá 23. apríl 2008.Nú, áratug síðar, segir Sturla Jónsson, talsmaður mótmælenda og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, að ástandið hafi versnað. „Það er sérstakt hvernig við látum fara með okkur. Maður veltir því fyrir sér af hverju þrælsóttinn í þjóðinni er svona ofboðslegur,“ segir hann. Sturla segir að hann minni að bensínlítrinn hafi verið í kringum 89 krónur þegar mótmælin fóru fram, lítri af dísilolíu um tuttugu krónum ódýrari. Í gær voru hins vegar lítrarnir báðir yfir 200 krónum. „Þú getur rétt ímyndað þér hvað þessi hækkun er búin að hafa mikil áhrif á vísitöluna, svona varðandi lánin hjá okkur og bara allt annað í landinu,“ segir Sturla.Hér fyrir neðan má sjá myndskeið af því þegar lögreglumenn beittu piparúða og vöruðu við með orðunum „gas, gas, gas“ eins og frægt er orðið.Sturla bætir því við að til samanburðar sé lítrinn seldur á innan við sextíu krónur víða í Bandaríkjunum. „Þetta er búið að fara mjög illa með okkur. Það er bara svoleiðis. 2008 kostaði hvað, þrjátíu þúsund krónur rúmlega að fylla á tankinn á vörubíl? Sami tankur í dag er á rúmlega hundrað þúsund,“ segir Sturla.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Fleiri fréttir „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Sjá meira