Hundahald í Reykjavík Sif Jónsdóttir og Anna Dís Arnardóttir skrifar 25. maí 2018 19:06 Hundahald í Reykjavík er leyfilegt og er hundum að fjölga á höfuðborgarsvæðinu. Fólki sem er annt um ferfættlingana gleðst yfir því og njóta samvista við dýrin heima og að heiman. Hundar eru félagsskapur og tryggur vinur fyrir mannfólkið og á hundasamfélagið eftir að stækka í borginni. Því er nauðsynlegt að vera framsýn og hafa aðlaðandi svæði í borginni þar sem hundaeigendur geta komið saman með hundana sína. Hundar eru félagsverur en misjafnlega mikið eins og við mannfólkið og þurfa svæðin innan borgarmarkanna að vera afgirt og fallega hönnuð, með aðgengi að vatni og bekki til að sitja á. Svæðin sem eru fyrir hunda í dag eru óskemmtileg, hrá og óaðlaðandi, einnig eru þau oft biluð, jafnvel hliðin ekki á hjörum og því ekki hægt að sleppa hundunum innan svæðisins. Höfuðborgarlistinn vill mannlega og fjölskylduvæna borg og hundar eru hluti af fjölskyldunni. Til að halda vel utan um þá þróun sem er og verður á hundahaldi borgarbúa er viljum við skrá eignahald í miðlægan gagnagrunn, lækka nýskráningargjöld til að fá eigendur til að skrá hundana sína og sæmræma gjaldtöku við önnur sveitafélög. Einnig þarf að endurskoða árgjaldið og tryggingar. Hundarnir geta slasað sig og orðið veikir, þá er dýrt að vera með ótryggt dýr. Mikilvægt er að eigendur kynni sér allt utanumhald og þann árlega kostnað sem hundahald er, því vel undirbúinn hundaeigandi er góður eigandi. Með þessum aðgerðum er verið að einfalda kerfið og auka gegnsæi. Við hjá Höfuðborgarlistanum viljum samvinnu með hverfum borgarinnar og hundaeigendum um staðsetningu hundasvæða innan hverfa. Hafa þarf virkt eftirlit með svæðunum og hafa samband við borgina um viðhald og viðgerðir. Mikilvægt er að sinna þessari þjónustu vel og þannig vera virkur mótaðili eigenda dýranna. Kvörtunum vegna lausagöngu hunda hefur fækkað með hverju árinu sem sýnir samfélagslega ábyrgð eigenda. Einnig hefur gefist vel að nota fésbókina til að miðla upplýsingum og til að lýsa eftir týndum hundum en hundaeftirlitsmaður er starfandi 8.30 -19.00 virka daga, þannig að fólk hefur lent í vandræðum um kvöld og helgar og þá nýtt sér samfélagsmiðla. Bent hefur verið á að hundaeftirlitsmenn eru nánast óþarfir og ætti helst að leggja þetta starf niður þar sem samfélagsmiðlar hafa nánast tekið við starfinu. Greiða þarf út háa sekt ef hundaeftirlitsmenn grípa hundinn en árið 2016 voru 62 hundar gripnir. Höfuðborgarlistinn vill ábyrga umgjörð um ferfættlinga borgarinnar og óskar eftir samvinnu þeirra sem að koma að þessum málaflokki.Höfundar skipa 2. og 38. sæti á lista Höfuðborgarlistans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Mest lesið Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Skoðun Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Sjá meira
Hundahald í Reykjavík er leyfilegt og er hundum að fjölga á höfuðborgarsvæðinu. Fólki sem er annt um ferfættlingana gleðst yfir því og njóta samvista við dýrin heima og að heiman. Hundar eru félagsskapur og tryggur vinur fyrir mannfólkið og á hundasamfélagið eftir að stækka í borginni. Því er nauðsynlegt að vera framsýn og hafa aðlaðandi svæði í borginni þar sem hundaeigendur geta komið saman með hundana sína. Hundar eru félagsverur en misjafnlega mikið eins og við mannfólkið og þurfa svæðin innan borgarmarkanna að vera afgirt og fallega hönnuð, með aðgengi að vatni og bekki til að sitja á. Svæðin sem eru fyrir hunda í dag eru óskemmtileg, hrá og óaðlaðandi, einnig eru þau oft biluð, jafnvel hliðin ekki á hjörum og því ekki hægt að sleppa hundunum innan svæðisins. Höfuðborgarlistinn vill mannlega og fjölskylduvæna borg og hundar eru hluti af fjölskyldunni. Til að halda vel utan um þá þróun sem er og verður á hundahaldi borgarbúa er viljum við skrá eignahald í miðlægan gagnagrunn, lækka nýskráningargjöld til að fá eigendur til að skrá hundana sína og sæmræma gjaldtöku við önnur sveitafélög. Einnig þarf að endurskoða árgjaldið og tryggingar. Hundarnir geta slasað sig og orðið veikir, þá er dýrt að vera með ótryggt dýr. Mikilvægt er að eigendur kynni sér allt utanumhald og þann árlega kostnað sem hundahald er, því vel undirbúinn hundaeigandi er góður eigandi. Með þessum aðgerðum er verið að einfalda kerfið og auka gegnsæi. Við hjá Höfuðborgarlistanum viljum samvinnu með hverfum borgarinnar og hundaeigendum um staðsetningu hundasvæða innan hverfa. Hafa þarf virkt eftirlit með svæðunum og hafa samband við borgina um viðhald og viðgerðir. Mikilvægt er að sinna þessari þjónustu vel og þannig vera virkur mótaðili eigenda dýranna. Kvörtunum vegna lausagöngu hunda hefur fækkað með hverju árinu sem sýnir samfélagslega ábyrgð eigenda. Einnig hefur gefist vel að nota fésbókina til að miðla upplýsingum og til að lýsa eftir týndum hundum en hundaeftirlitsmaður er starfandi 8.30 -19.00 virka daga, þannig að fólk hefur lent í vandræðum um kvöld og helgar og þá nýtt sér samfélagsmiðla. Bent hefur verið á að hundaeftirlitsmenn eru nánast óþarfir og ætti helst að leggja þetta starf niður þar sem samfélagsmiðlar hafa nánast tekið við starfinu. Greiða þarf út háa sekt ef hundaeftirlitsmenn grípa hundinn en árið 2016 voru 62 hundar gripnir. Höfuðborgarlistinn vill ábyrga umgjörð um ferfættlinga borgarinnar og óskar eftir samvinnu þeirra sem að koma að þessum málaflokki.Höfundar skipa 2. og 38. sæti á lista Höfuðborgarlistans.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun