Átján börn hafa fengið að gifta sig á Íslandi síðan 1998 Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. maí 2018 12:05 Sigríður Andersen dómsmálaráðherra hefur þegar sett af stað endurskoðun á umræddu undanþáguákvæði hjúskaparlaga. vísir/hanna Átján börn, sautján stúlkur og einn drengur, hafa fengið undanþágu frá dómsmálaráðuneytinu til að ganga í hjónaband frá árinu 1998. Flest voru þau 17 ára þegar undanþágan fékkst og þá var síðasta undanþága veitt árið 2016. Þetta kemur fram í svari Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra við fyrirspurn þingmanns Vinstri grænna, Andrésar Inga Jónssonar, um barnahjónabönd. Í svarinu kemur fram að samkvæmt lögum megi tveir einstaklingar stofna til hjúskapar þegar þeir hafa náð 18 ára aldri. Þó getur ráðuneytið veitt yngra fólki leyfi til að ganga í hjúskap, með leyfi forsjárforeldra. Þá er ekki tilgreindur lágmarksaldur til þessa leyfis en þó kemur fram í athugasemd í greinargerð frumvarpsins að naumast yrði yngra fólki en 16 ára veitt hjúskaparleyfi.Fjórar umsóknir samþykktar síðustu fimm ár Frá árinu 1998 hafa átján umsóknir um undanþágu til hjónabands borist og voru þær allar samþykktar. Enginn yngri en 16 ára hefur sótt um undanþágu og þá voru einstaklingarnir 17 ára á þeim degi þegar leyfi til hjúskapar var veitt, utan tveggja sem voru 16 ára. Í svari ráðherra er auk þess að finna sundurliðun eftir árum, aldri og kyni þess hjónaefnis sem undanþágan er veitt. Þar kemur fram að flestar umsóknir um hjúskap voru samþykktar á árunum 1998-2008, eða 14 umsóknir, og þar af voru þrjár samþykktar árið 2008. Hinar fjórar umsóknirnar voru samþykktar á árunum 2013-2016, ein á hverju ári. Þessar nýjustu umsóknir voru allar frá kvenkyns umsækjendum, þrjár voru 17 ára og ein 16 ára. Þá hefur ein umsókn borist frá karlkyns umsækjanda en hún var samþykkt árið 2007.Samantekt á umsóknum um undanþágu til hjúskapar frá árinu 1998-2018.Skjáskot/AlþingiAndrés Ingi innti ráðherra einnig eftir því hvernig hann telji umrætt undanþáguatkvæði samræmast alþjóðlegum skuldbindingum Íslands í baráttunni gegn barnahjónaböndum. Í svari ráðherra segir að því hafi verið haldið fram að barnahjónabönd brjóti á réttindum barna samkvæmt barnasáttmálanum, m.a. á rétti til heilsu, menntunar, verndar gegn ofbeldi og kynferðislegri misnotkun. „Við síðustu úttekt á framkvæmd barnasáttmálans hér á landi árið 2011 var hins vegar ekki gerð athugasemd við umrædda undanþáguheimild í íslenskri löggjöf sem samkvæmt framansögðu hefur einungis tekið til tilvika þar sem hjónaefni er eldri en 16 ára,“ segir í svari ráðherra. Að því sögðu hefur dómsmálaráðherra þó þegar sett af stað endurskoðun á umræddu undanþáguákvæði hjúskaparlaga ásamt því að kanna hvort bæta eigi við ákvæði í hjúskaparlögum sem fjallar um hjónavígslur einstaklinga yngri en 18 ára sem framkvæmdar eru erlendis. Alþingi Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Fleiri fréttir Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Sjá meira
Átján börn, sautján stúlkur og einn drengur, hafa fengið undanþágu frá dómsmálaráðuneytinu til að ganga í hjónaband frá árinu 1998. Flest voru þau 17 ára þegar undanþágan fékkst og þá var síðasta undanþága veitt árið 2016. Þetta kemur fram í svari Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra við fyrirspurn þingmanns Vinstri grænna, Andrésar Inga Jónssonar, um barnahjónabönd. Í svarinu kemur fram að samkvæmt lögum megi tveir einstaklingar stofna til hjúskapar þegar þeir hafa náð 18 ára aldri. Þó getur ráðuneytið veitt yngra fólki leyfi til að ganga í hjúskap, með leyfi forsjárforeldra. Þá er ekki tilgreindur lágmarksaldur til þessa leyfis en þó kemur fram í athugasemd í greinargerð frumvarpsins að naumast yrði yngra fólki en 16 ára veitt hjúskaparleyfi.Fjórar umsóknir samþykktar síðustu fimm ár Frá árinu 1998 hafa átján umsóknir um undanþágu til hjónabands borist og voru þær allar samþykktar. Enginn yngri en 16 ára hefur sótt um undanþágu og þá voru einstaklingarnir 17 ára á þeim degi þegar leyfi til hjúskapar var veitt, utan tveggja sem voru 16 ára. Í svari ráðherra er auk þess að finna sundurliðun eftir árum, aldri og kyni þess hjónaefnis sem undanþágan er veitt. Þar kemur fram að flestar umsóknir um hjúskap voru samþykktar á árunum 1998-2008, eða 14 umsóknir, og þar af voru þrjár samþykktar árið 2008. Hinar fjórar umsóknirnar voru samþykktar á árunum 2013-2016, ein á hverju ári. Þessar nýjustu umsóknir voru allar frá kvenkyns umsækjendum, þrjár voru 17 ára og ein 16 ára. Þá hefur ein umsókn borist frá karlkyns umsækjanda en hún var samþykkt árið 2007.Samantekt á umsóknum um undanþágu til hjúskapar frá árinu 1998-2018.Skjáskot/AlþingiAndrés Ingi innti ráðherra einnig eftir því hvernig hann telji umrætt undanþáguatkvæði samræmast alþjóðlegum skuldbindingum Íslands í baráttunni gegn barnahjónaböndum. Í svari ráðherra segir að því hafi verið haldið fram að barnahjónabönd brjóti á réttindum barna samkvæmt barnasáttmálanum, m.a. á rétti til heilsu, menntunar, verndar gegn ofbeldi og kynferðislegri misnotkun. „Við síðustu úttekt á framkvæmd barnasáttmálans hér á landi árið 2011 var hins vegar ekki gerð athugasemd við umrædda undanþáguheimild í íslenskri löggjöf sem samkvæmt framansögðu hefur einungis tekið til tilvika þar sem hjónaefni er eldri en 16 ára,“ segir í svari ráðherra. Að því sögðu hefur dómsmálaráðherra þó þegar sett af stað endurskoðun á umræddu undanþáguákvæði hjúskaparlaga ásamt því að kanna hvort bæta eigi við ákvæði í hjúskaparlögum sem fjallar um hjónavígslur einstaklinga yngri en 18 ára sem framkvæmdar eru erlendis.
Alþingi Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Fleiri fréttir Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Sjá meira