Ólafía Þórunn á næstversta skorinu á fyrsta hring Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. apríl 2018 10:45 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Vísir/Getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir byrjaði skelfilega á Lotte meistaramótinu á LPGA mótaröðinni en það fer fram á Hawaiieyjum. Ólafía Þórunn lék fyrstu átján holurnar á níu höggum yfir pari og var þetta næstversta skorið hjá keppendum mótsins á fyrsta hring. Ólafía Þórunn fékk sjö skolla og tapaði þar að auki þremur höggum á einni holu. Hún fékk tvisvar sinnum skolla á þremur holum í röð. Ólafía Þórunn hóf leik á tíundu holu og var á pari, með einn fugl og einn skolla, eftir sex fyrstu holurnar. Þá fór heldur betur að halla undan færi. Ólafía fékk sex skolla á næstu sjö holum og endaði síðan á því að tapa þremur höggum á sjöttu holunni. Hún var þar með komin níu högg yfir parið. Ólafía paraði síðustu þrjár holurnar en tókst ekki að bæta skorið sitt.Lélegasta skorið á fyrsta deginum var +10 og var okkar kona því á næstversta skorinu á fyrsta hring. Hún er í 137. til 141. sæti. Mótið á Hawaiieyjum er það sjötta á þessu tímabili hjá Ólafíu á sterkustu mótaröð heims í kvennaflokki. Ólafía hefur komist í gegnum niðurskurðinn á tveimur mótum á þessu tímabili og besti árangur hennar er 24. sætið. Ólafía Þórunn keppti líka á þessu móti á Hawaii í fyrra. Hún lék þá á sjö höggum yfir pari samtals (76-75) og komst ekki í gegnum niðurskurðinn. Golf Mest lesið Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Þjálfari í bann fyrir illa meðferð á einni bestu tenniskonu heims en hún er ósátt Sport Utan vallar: Hver ber ábyrgð á því hvað við erum glötuð? Sport Styrktaraðili Everton missir leyfið vegna klámauglýsingar Enski boltinn Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Fótbolti Lærir að synda kútalaus í djúpu lauginni Fótbolti Rod Stewart lék á als oddi í beinni: „Ég er búinn að fá mér nokkra“ Fótbolti Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Körfubolti David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir byrjaði skelfilega á Lotte meistaramótinu á LPGA mótaröðinni en það fer fram á Hawaiieyjum. Ólafía Þórunn lék fyrstu átján holurnar á níu höggum yfir pari og var þetta næstversta skorið hjá keppendum mótsins á fyrsta hring. Ólafía Þórunn fékk sjö skolla og tapaði þar að auki þremur höggum á einni holu. Hún fékk tvisvar sinnum skolla á þremur holum í röð. Ólafía Þórunn hóf leik á tíundu holu og var á pari, með einn fugl og einn skolla, eftir sex fyrstu holurnar. Þá fór heldur betur að halla undan færi. Ólafía fékk sex skolla á næstu sjö holum og endaði síðan á því að tapa þremur höggum á sjöttu holunni. Hún var þar með komin níu högg yfir parið. Ólafía paraði síðustu þrjár holurnar en tókst ekki að bæta skorið sitt.Lélegasta skorið á fyrsta deginum var +10 og var okkar kona því á næstversta skorinu á fyrsta hring. Hún er í 137. til 141. sæti. Mótið á Hawaiieyjum er það sjötta á þessu tímabili hjá Ólafíu á sterkustu mótaröð heims í kvennaflokki. Ólafía hefur komist í gegnum niðurskurðinn á tveimur mótum á þessu tímabili og besti árangur hennar er 24. sætið. Ólafía Þórunn keppti líka á þessu móti á Hawaii í fyrra. Hún lék þá á sjö höggum yfir pari samtals (76-75) og komst ekki í gegnum niðurskurðinn.
Golf Mest lesið Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Þjálfari í bann fyrir illa meðferð á einni bestu tenniskonu heims en hún er ósátt Sport Utan vallar: Hver ber ábyrgð á því hvað við erum glötuð? Sport Styrktaraðili Everton missir leyfið vegna klámauglýsingar Enski boltinn Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Fótbolti Lærir að synda kútalaus í djúpu lauginni Fótbolti Rod Stewart lék á als oddi í beinni: „Ég er búinn að fá mér nokkra“ Fótbolti Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Körfubolti David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira